< Psalmorum 77 >

1 In finem, pro Idithun, Psalmus Asaph. Voce mea ad Dominum clamavi: voce mea ad Deum, et intendit mihi.
Ég ákalla Drottin. Ég hrópa og kalla til hans. Ó, að hann vildi hlusta!
2 In die tribulationis meæ Deum exquisivi, manibus meis nocte contra eum: et non sum deceptus. Renuit consolari anima mea,
Ég er í miklum vanda og þarfnast mjög hjálpar hans. Alla nóttina er ég á bæn, ég lyfti höndum til himins, – ég bið og bið. Ég mun ekki eiga glaðan dag fyrr en Drottinn hefur hjálpað mér.
3 memor fui Dei, et delectatus sum, et exercitatus sum: et defecit spiritus meus.
Ég hugsa um Guð, mikið þrái ég hjálp hans!
4 Anticipaverunt vigilias oculi mei: turbatus sum, et non sum locutus.
Drottinn, mér mun ekki koma dúr á auga fyrr en þú hefur hjálpað mér. Ég er við það að gefast upp, jafnvel bænin er mér erfið.
5 Cogitavi dies antiquos: et annos æternos in mente habui.
Góðar minningar liðinna ára leita sífellt á huga minn.
6 Et meditatus sum nocte cum corde meo, et exercitabar, et scopebam spiritum meum.
Þá sungum við gleðiljóð langt fram á kvöld! Ég velti þessu fyrir mér, íhuga hve allt hefur breyst.
7 Numquid in æternum proiiciet Deus: aut non apponet ut complacitior sit adhuc?
Hefur Drottinn hafnað mér fyrir fullt og allt? Mun hann ekki miskunna mér framar?
8 Aut in finem misericordiam suam abscindet, a generatione in generationem?
Elskar hann mig ekki lengur og er umhyggja hans búin fyrir fullt og allt? Gekk hann á bak orða sinna?
9 Aut obliviscetur misereri Deus? aut continebit in ira sua misericordias suas?
Gleymdi hann miskunn sinni við mig, vesalinginn? Hefur hann í reiðikasti lokað dyrum kærleika síns?
10 Et dixi nunc cœpi: hæc mutatio dexteræ Excelsi.
„Þetta eru örlög mín, “sagði ég, „blessun Guðs hefur snúist í bölvun.“
11 Memor fui operum Domini: quia memor ero ab initio mirabilium tuorum,
Ég renni huganum yfir alla þá blessun sem ég hef notið frá Guði.
12 et meditabor in omnibus operibus tuis: et in adinventionibus tuis exercebor.
Sú gæfa gleymist seint! – Já, hún líður mér aldrei úr minni!
13 Deus in sancto via tua: quis Deus magnus sicut Deus noster?
Guð minn, þínir vegir eru heilagir. Hvar skyldi aðra eins að finna?
14 Tu es Deus qui facis mirabilia. Notam fecisti in populis virtutem tuam:
Þú ert Guð undra og tákna. Stórvirki þín blasa við augum.
15 redemisti in brachio tuo populum tuum, filios Iacob, et Ioseph.
Með þinni voldugu hendi bjargaðir þú sonum Jakobs og Jósefs.
16 Viderunt te aquæ Deus, viderunt te aquæ: et timuerunt, et turbatæ sunt abyssi.
Þegar Rauðahafið sá þig, ókyrrðist það! Jafnvel djúpið skalf af ótta!
17 Multitudo sonitus aquarum: vocem dederunt nubes. Etenim sagittæ tuæ transeunt:
Það varð skýfall og þrumur bergmáluðu um himininn. Elding leiftraði.
18 vox tonitrui tui in rota. Illuxerunt coruscationes tuæ orbi terræ: commota est et contremuit terra.
Þrumurnar tjáðu reiði þína og eldingarnar lýstu upp jörðina!
19 In mari via tua, et semitæ tuæ in aquis multis: et vestigia tua non cognoscentur.
Þú lagðir veg gegnum hafið – veg sem enginn þekkti áður!
20 Deduxisti sicut oves populum tuum, in manu Moysi et Aaron.
Þú leiddir fólk þitt þessa leið eins og fjárhóp, undir leiðsögn Móse og Arons.

< Psalmorum 77 >