< Psalmorum 37 >

1 Psalmus ipsi David. Noli æmulari in malignantibus: neque zelaveris facientes iniquitatem.
Öfundaðu aldrei vonda menn,
2 Quoniam tamquam fœnum velociter arescent: et quemadmodum olera herbarum cito decident.
því að fyrr en varir eru þeir fallnir og visna eins og grasið.
3 Spera in Domino, et fac bonitatem: et inhabita terram, et pasceris in divitiis eius.
Treystu heldur Drottni, vertu góðgjarn og sýndu kærleika. Þá muntu búa öruggur í landinu og farnast vel.
4 Delectare in Domino: et dabit tibi petitiones cordis tui.
Þú skalt gleðjast í Drottni – og hann mun veita þér það sem hjarta þitt þráir.
5 Revela Domino viam tuam, et spera in eo: et ipse faciet.
Fel Drottni framtíð þína, áform þín og verk, og treystu honum. Hann mun vel fyrir öllu sjá.
6 Et educet quasi lumen iustitiam tuam: et iudicium tuum tamquam meridiem:
Heiðarleiki þinn og hreinskilni verða öllum augljós, og Drottinn mun láta þig ná rétti þínum.
7 subditus esto Domino, et ora eum. Noli æmulari in eo, qui prosperatur in via sua: in homine faciente iniustitias.
Hvíldu í Drottni og treystu honum. Bíð þess í þolinmæði að hann hefjist handa. Öfunda ekki vonda menn sem vegnar vel.
8 Desine ab ira, et derelinque furorem: noli æmulari ut maligneris.
Láttu af reiðinni! Slepptu heiftinni. Vertu ekki svekktur og áhyggjufullur – slíkt leiðir ekki til góðs.
9 Quoniam qui malignantur, exterminabuntur: sustinentes autem Dominum, ipsi hereditabunt terram.
Þeir sem illt fremja verða þurrkaðir út, en þeir sem treysta Drottni eignast landið og gæði þess.
10 Et adhuc pusillum, et non erit peccator: et quæres locum eius, et non invenies.
Innan skamms verða guðleysingjarnir á bak og burt. Þegar þú leitar þeirra eru þeir horfnir.
11 Mansueti autem hereditabunt terram, et delectabuntur in multitudine pacis.
En hinir hógværu fá landið til eignar, þeir munu hljóta blessun og frið.
12 Observabit peccator iustum: et stridebit super eum dentibus suis.
Drottinn hlær að þeim sem brugga launráð gegn hans trúuðu.
13 Dominus autem irridebit eum: quoniam prospicit quod veniet dies eius.
Hann hefur þegar ákveðið daginn er þeir verða dæmdir.
14 Gladium evaginaverunt peccatores: intenderunt arcum suum. Ut deiiciant pauperem et inopem: ut trucident rectos corde.
Óguðlegir hyggja á illt gegn réttlátum, undirbúa blóðbað.
15 Gladius eorum intret in corda ipsorum: et arcus eorum confringatur.
En þeir munu farast fyrir eigin sverði og bogar þeirra verða brotnir.
16 Melius est modicum iusto, super divitias peccatorum multas.
Betra er að eiga lítið og vera guðrækinn, en óguðlegur og hafa allsnægtir,
17 Quoniam brachia peccatorum conterentur: confirmat autem iustos Dominus.
því að óguðlegir munu falla, en Drottinn annast sína trúuðu.
18 Novit Dominus dies immaculatorum: et hereditas eorum in æternum erit.
Daglega skoðar Drottinn réttlætisverk trúaðra og reiknar þeim eilíf laun.
19 Non confundentur in tempore malo, et in diebus famis saturabuntur:
Hann styður þá í kreppunni og heldur lífinu í þeim í hallæri.
20 quia peccatores peribunt. Inimici vero Domini mox ut honorificati fuerint et exaltati: deficientes, quemadmodum fumus deficient.
Vantrúaðir farast og óvinir Guðs visna eins og grasið. Eins og sinu verður þeim brennt, þeir líða burt eins og reykur.
21 Mutuabitur peccator, et non solvet: iustus autem miseretur et tribuet.
Guðlaus maður tekur lán og borgar ekki, en hinn guðrækni er ónískur og gefur með gleði.
22 Quia benedicentes ei hereditabunt terram: maledicentes autem ei disperibunt.
Þeir sem Drottinn blessar eignast landið, en bannfærðum verður útrýmt.
23 Apud Dominum gressus hominis dirigentur: et viam eius volet.
Drottinn stýrir skrefum hins guðrækna og gleðst yfir breytni hans.
24 Cum ceciderit, non collidetur: quia Dominus supponit manum suam.
Þótt hann falli þá liggur hann ekki flatur því að Drottinn reisir hann á fætur.
25 Iunior fui, etenim senui: et non vidi iustum derelictum, nec semen eius quærens panem.
Ungur var ég og nú er ég gamall orðinn, en aldrei sá ég Drottin snúa baki við guðhræddum manni né heldur börn hans biðja sér matar.
26 Tota die miseretur et commodat: et semen illius in benedictione erit.
Nei, guðræknir menn eru mildir og lána og börn þeirra verða öðrum til blessunar.
27 Declina a malo, et fac bonum: et inhabita in sæculum sæculi.
Viljir þú búa við frið og lifa lengi, þá forðastu illt en gerðu gott,
28 Quia Dominus amat iudicium, et non derelinquet sanctos suos: in æternum conservabuntur. Iniusti punientur: et semen impiorum peribit.
því að Drottinn hefur mætur á góðum verkum og yfirgefur ekki sína trúuðu, hann mun varðveita þá, en uppræta niðja óguðlegra.
29 Iusti autem hereditabunt terram: et inhabitabunt in sæculum sæculi super eam.
Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa þar mann fram af manni.
30 Os iusti meditabitur sapientiam, et lingua eius loquetur iudicium.
Guðrækinn maður talar speki, enda réttsýnn og sanngjarn.
31 Lex Dei eius in corde ipsius: et non supplantabuntur gressus eius.
Lögmál Guðs er í hjarta hans og hann kann að greina gott frá illu.
32 Considerat peccator iustum: et quærit mortificare eum.
Ranglátir menn njósna um réttláta, vilja þá feiga.
33 Dominus autem non derelinquet eum in manibus eius: nec damnabit eum cum iudicabitur illi.
En Drottinn stöðvar áform illvirkjanna og sýknar réttláta fyrir dómi.
34 Expecta Dominum, et custodi viam eius: et exaltabit te ut hereditate capias terram: cum perierint peccatores videbis.
Óttastu ekki, því að Drottinn mun svara bæn þinni! Gakktu hiklaust á hans vegum. Á réttum tíma mun hann veita þér velgengni og uppreisn æru. Þá muntu sjá illvirkjunum útrýmt.
35 Vidi impium superexaltatum, et elevatum sicut cedros Libani.
Ég sá vondan mann og hrokafullan – hann þandi sig út eins og laufmikið tré –
36 Et transivi, et ecce non erat: et quæsivi eum, et non est inventus locus eius.
en svo var hann horfinn! Ég leitaði eftir honum, en fann hann ekki framar.
37 Custodi innocentiam, et vide æquitatem: quoniam sunt reliquiæ homini pacifico.
En hvað um hinn ráðvanda og hreinskilna? Það er önnur saga! Því að góðir menn og friðsamir eiga framtíð fyrir höndum.
38 Iniusti autem disperibunt simul: reliquiæ impiorum interibunt.
Illum mönnum verður útrýmt og þeir eiga enga framtíðarvon.
39 Salus autem iustorum a Domino: et protector eorum in tempore tribulationis.
Drottinn bjargar hinum guðræknu. Hann er þeim hjálp og skjól á neyðartímum.
40 Et adiuvabit eos Dominus, et liberabit eos: et eruet eos a peccatoribus, et salvabit eos: quia speraverunt in eo.
Þeir treysta honum og því hjálpar hann þeim og frelsar þá frá vélráðum óguðlegra.

< Psalmorum 37 >