< Sálmarnir 38 >

1 Drottinn, ekki refsa mér, þótt þú sért reiður.
Psalmus David, in rememorationem de sabbato. Domine ne in furore tuo arguas me, neque in ira tua corripias me.
2 Örvar þínar standa í mér og hönd þín liggur þungt á mér.
Quoniam sagittæ tuæ infixæ sunt mihi: et confirmasti super me manum tuam.
3 Vegna reiði þinnar er ég sjúkur maður, heilsa mín er farin vegna synda minna.
Non est sanitas in carne mea a facie iræ tuæ: non est pax ossibus meis a facie peccatorum meorum.
4 Syndir mínar líkjast flóði sem færir mig í kaf, eins og byrði sem ég kikna undan.
Quoniam iniquitates meæ supergressæ sunt caput meum: et sicut onus grave gravatæ sunt super me.
5 Ólykt leggur af sárum mínum – það er drep í þeim.
Putruerunt et corruptæ sunt cicatrices meæ, a facie insipientiæ meæ.
6 Ég er ráðþrota vegna synda minna. Ég ráfa um í angist liðlangan daginn.
Miser factus sum, et curvatus sum usque in finem: tota die contristatus ingrediebar.
7 Lendar mínar brenna af sviða og líkami minn er helsjúkur.
Quoniam lumbi mei impleti sunt illusionibus: et non est sanitas in carne mea.
8 Máttur minn er þrotinn og ég er örvæntingu nær.
Afflictus sum, et humiliatus sum nimis: rugiebam a gemitu cordis mei.
9 Drottinn, ég þrái bót á meini mínu! Þú heyrir kvein mín og andvörp.
Domine, ante te omne desiderium meum: et gemitus meus a te non est absconditus.
10 Hjartað hamast í brjósti mér, kraftar mínir búnir og sjónin dvín.
Cor meum conturbatum est, dereliquit me virtus mea: et lumen oculorum meorum, et ipsum non est mecum.
11 Ástvinir mínir og góðir grannar forðast sjúkdóm minn og böl og frændur mínir eru á bak og burt.
Amici mei et proximi mei adversum me appropinquaverunt, et steterunt. Et qui iuxta me erant, de longe steterunt: et vim faciebant qui quærebant animam meam.
12 Óvinir mínir sæta færis að drepa mig. Liðlangan daginn sitja þeir á svikráðum, brugga mér banaráð.
Et qui inquirebant mala mihi, locuti sunt vanitates: et dolos tota die meditabantur.
13 En illráð þeirra verka ekki á mig!
Ego autem tamquam surdus non audiebam: et sicut mutus non aperiens os suum.
14 Ég virði þá ekki viðlits. Áform þeirra rætast ekki,
Et factus sum sicut homo non audiens: et non habens in ore suo redargutiones.
15 því að ég vona á þig, Drottinn, Guð minn. Kom þú og vernda mig.
Quoniam in te Domine speravi: tu exaudies me Domine Deus meus.
16 Þaggaðu niður í þeim sem hlæja að óförum mínum.
Quia dixi: Nequando supergaudeant mihi inimici mei: et dum commoventur pedes mei, super me magna locuti sunt.
17 Ég er að falli kominn og angist mín er enn hin sama.
Quoniam ego in flagella paratus sum: et dolor meus in conspectu meo semper.
18 Ég játa syndir mínar og iðrast þess sem ég hef gert.
Quoniam iniquitatem meam annuntiabo: et cogitabo pro peccato meo.
19 En ofsóknum óvina minna linnir ekki og heift þeirra minnkar ekki. Þeir hata mig án ástæðu.
Inimici autem mei vivunt, et confirmati sunt super me: et multiplicati sunt qui oderunt me inique.
20 Þeir launa mér gott með illu, hata mig fyrir góðverk mín.
Qui retribuunt mala pro bonis, detrahebant mihi: quoniam sequebar bonitatem.
21 Yfirgefðu mig ekki, Drottinn. Vík ekki frá mér!
Ne derelinquas me Domine Deus meus: ne discesseris a me.
22 Komdu skjótt og hjálpaðu mér, þú frelsari minn!
Intende in adiutorium meum, Domine Deus salutis meæ.

< Sálmarnir 38 >