< 2 Corintios 9 >

1 Realmente no necesito escribirles sobre esta ofrenda para el pueblo de Dios.
Ég veit reyndar að það er óþarfi að nefna við ykkur þessa aðstoð við söfnuði Guðs.
2 Sé cuán prestos están para ayudar. De hecho, elogié esto en Macedonia, diciendo que en Acaya ustedes han estado prestos por más de un año, y que su entusiasmo ha animado a muchos de ellos a dar.
Mér er ljóst að áhugi ykkar fyrir þeim er óskiptur. Ég hrósaði ykkur fyrir vinunum í Makedóníu og sagði að fyrir ári hefðuð þið verið reiðubúin að senda gjöf. Sannleikurinn er sá að það var áhugi ykkar, sem varð hinum hvatning til að veita aðstoð.
3 Pero envío a estos hermanos para que los elogios que hago de ustedes no sean hallados falsos, y que estén preparados, tal como dijeron que lo harían.
Nú sendi ég þessa menn til þess eins að ganga úr skugga um að þið séuð reiðubúin, eins og ég sagði þeim að þið væruð, og hvort söfnunarféð lægi þegar fyrir. Ég vona að sú verði ekki reyndin, að í þetta sinn hafi ég tekið of djúpt í árinni með hrósyrðum mínum um ykkur.
4 Esto lo digo en caso de que algunos de Macedonia lleguen conmigo y ustedes no estén listos. Nosotros, – y sabemos que ustedes también – nos sentiríamos muy avergonzados de que este proyecto fracasara.
Mikið myndi ég blygðast mín – og þið reyndar líka – ef einhverjir þeirra frá Makedóníu yrðu mér samferða og sæju, að þegar allt kæmi til alls, þá væruð þið ekki tilbúin þrátt fyrir allt lofið sem ég hef borið á ykkur.
5 Por eso decidí pedir a estos hermanos que los visiten antes, y finalicen los arreglos necesarios para recoger esta ofrenda, de tal modo que esté lista como un regalo y no como una obligación.
Við töldum því nauðsynlegt að hvetja bræðurna til að fara á undan til ykkar og undirbúa þessa gjöf, sem þið höfðuð áður lofað, svo að hún gæti verið til taks þegar á þyrfti að halda. Ég vil svo gjarnan að hér sé um raunverulega gjöf að ræða, gjöf sem ekki hafi á sér nískublæ.
6 Quisiera recordarles esto: Si siembran poco, cosecharán poco; pero si siembran con abundancia, cosecharán abundancia.
Nú ætla ég að minna ykkur á eitt: Ef þið gefið lítið, þá fáið þið lítið. Bóndi sem sáir sparlega fær rýra uppskeru, en sái hann miklu, fær hann mikla uppskeru.
7 Cada uno debe dar según lo que haya decidido dar, y no de mala gana o por obligación, porque Dios ama a los que dan con espíritu alegre.
Hver um sig verður að ákveða hve mikið hann gefur. Reynið ekki að þvinga neinn til að gefa meira en hann sjálfur vill. Guð elskar glaðan gjafara.
8 Dios puede proveerles todo para que nunca les falte nada; con abundancia, para que ayuden a otros también.
Guð mun uppfylla þarfir ykkar með því að veita ykkur allt sem þið þurfið, og meira til, svo að þið hafið nóg fyrir ykkur sjálf og getið gefið öðrum með gleði.
9 Como dice la Escritura: “Él da con generosidad a los pobres. Su generosidad es eterna”. (aiōn g165)
Um þetta segir Biblían: „Hinn guðrækni gefur fátækum með gleði. Góðverk hans munu verða honum til heiðurs í eilífðinni.“ (aiōn g165)
10 Dios, quien provee la semilla para el sembrador y da el pan para la comida, proveerá y multiplicará su “semilla” y aumentará sus cosechas de generosidad.
Guð, sem gefur bóndanum útsæði og síðan góða uppskeru honum til framfæris, mun einnig gefa ykkur útsæði og margfalda uppskeru, svo að þið getið gefið æ meira.
11 Serán ricos en todas las cosas, a fin de que puedan ser siempre generosos y su generosidad lleve a otros a estar agradecidos con Dios.
Hann mun gefa ykkur mikið til þess að þið getið verið rausnarleg við aðra. Þegar við afhendum gjöf ykkar þeim sem hana eiga að fá, þá mun streyma fram lofgjörð og þökk til Guðs fyrir hjálp hans.
12 Cuando sirvan de esta forma, no solo se satisfacen las necesidades del pueblo de Dios, sino que muchos darán gracias a él.
Þið sjáið að tvennt gott hlýst af gjöf ykkar. Í fyrsta lagi fá þeir sem þurfandi eru hjálp og í öðru lagi fyllast þeir þakklæti til Guðs.
13 Al dar esta ofrenda, demuestran su carácter y los que la reciben agradecerán a Dios por su obediencia, pues ella demuestra su compromiso con la buena nueva de Cristo y su generosidad al darles a ellos y a todos los demás.
Þeir sem fá aðstoð ykkar, gleðjast ekki aðeins vegna þessarar miklu gjafar, heldur munu þeir einnig lofa Guð, því að þetta mun sanna að verk ykkar eru í samræmi við orð ykkar.
14 Entonces ellos orarán por ustedes con más amor, por la abundante gracia de Dios obrando por medio de ustedes.
Þeir munu einnig biðja fyrir ykkur og hugsa hlýtt til ykkar vegna þess hve Guð hefur verið ykkur góður.
15 ¡Gracias a Dios porque su don es más grande que lo que las palabras pueden expresar!
Guði séu þakkir fyrir son sinn – þá gjöf sem engin orð fá lýst.

< 2 Corintios 9 >