< 2 Corintios 4 >

1 Así pues, como Dios en su misericordia nos ha proporcionado esta nueva manera de relacionarnos con él, no nos rendimos.
Sjálfur Guð hefur af miskunn sinni fengið okkur þetta mikla hlutverk (að flytja öðrum gleðiboðskapinn) og þess vegna gefumst við aldrei upp.
2 Pero sí hemos renunciado a los actos secretos y vergonzosos. No actuamos con engaño ni distorsionamos la Palabra de Dios. Nosotros demostramos lo que somos al revelar la verdad ante Dios, a fin de que todos puedan decidirse a conciencia.
Við reynum ekki að fá fólk til að trúa með því að beita það brögðum – við höfum ekki áhuga á að blekkja neinn. Við reynum aldrei að telja neinum trú um að Biblían kenni eitthvað sem hún alls ekki kennir. Við forðumst alla slíka pretti. Þegar við tölum, þá stöndum við frammi fyrir augliti Guðs og því segjum við sannleikann – um það eru allir sammála sem okkur þekkja.
3 Aún si la nueva noticia que compartimos está velada, lo está para los que mueren.
Ef einhverjir skilja ekki fagnaðarerindið sem við flytjum, þá eru það þeir sem ganga veg hins eilífa dauða.
4 El dios de este mundo ha cegado las mentes de los que no creen en Dios. Ellos no pueden ver la luz de la buena noticia de la gloria de Cristo, quien es la imagen de Dios. (aiōn g165)
Satan, – guð þessa heims, sem sneri baki við Drottni – hefur blindað þá og komið í veg fyrir að þeir sæju birtuna sem stafar af fagnaðarerindinu. Þeir skilja ekki heldur hinn stórkostlega boðskap sem við flytjum, boðskapinn um dýrð Krists, hann sem birtir okkur Guð. (aiōn g165)
5 No nos anunciamos a nosotros mismos, sino a Cristo Jesús como Señor. De hecho, somos siervos de ustedes por causa de Jesús.
Við ferðumst ekki um til að predika um okkur sjálfa, heldur til að boða að Jesús Kristur sé Drottinn. Við segjum að við séum þjónar ykkar, vegna þess sem Jesús hefur gert fyrir okkur.
6 Porque el Dios que dijo: “Que brille la luz en medio de la oscuridad”, brilló en nuestros corazones para iluminar el conocimiento de la gloria de Dios en el rostro de Jesucristo.
Guð sagði: „Ljós skal skína í myrkrinu.“– Hann lét það skína inn í sálir okkar til þess að þaðan bæri birtu af dýrð Guðs, eins og hún birtist í Jesú Kristi sjálfum.
7 Pero tenemos este tesoro en vasijas de barro, para demostrar que este poder supremo proviene de Dios y no de nosotros.
Við sem höfum þennan mikla fjársjóð – ljósið og kraftinn sem nú skín innra með okkur – erum bara eins og brothætt ílát, leirker, til að öllum verði ljóst að þessi dýrlegi kraftur, sem í okkur er, hlýtur að vera frá Guði en ekki frá sjálfum okkur.
8 Nos atacan por todos lados, pero no estamos derrotados. Estamos confundidos en cuanto a qué hacer, pero nunca desesperados.
Erfiðleikar þrengja að á báða bóga, en samt höfum við ekki látið undan síga. Við erum oft spyrjandi, því við skiljum alls ekki hvers vegna margt fer eins og það fer, en samt hættum við hvorki né gefumst upp.
9 Estamos perseguidos, pero nunca abandonados por Dios. ¡Estamos derribados, pero no destruidos!
Við erum ofsóttir eins og frekast er unnt, en Guð sleppir samt aldrei af okkur hendi sinni. Við erum felldir til jarðar, en rísum þó aftur á fætur og höldum leiðar okkar.
10 En nuestros cuerpos siempre participamos de la muerte de Jesús, para así también poder demostrar la vida de Jesús en nuestros cuerpos.
Við horfumst sífellt í augu við dauðann, eins og Jesús, og því er augljóst mál að það er aðeins hinn upprisni Kristur, sem heldur í okkur lífinu og verndar okkur.
11 Aunque vivimos, estamos siempre bajo amenaza de muerte por causa de Jesús, a fin de que la vida de Jesús pueda revelarse en nuestros cuerpos mortales.
Já, við erum í stöðugri lífshættu vegna þess að við þjónum Drottni, en þannig fáum við ný tækifæri til að sýna kraft Jesú Krists í dauðlegum líkömum okkar.
12 En consecuencia, enfrentamos la muerte para que ustedes tengan vida.
Vegna predikunar okkar horfumst við í augu við dauðann, en það sem við berum úr býtum er eilíft líf ykkur til handa.
13 Como tenemos el mismo espíritu de confianza en Dios al que se refiere la Escritura cuando dice: “Creí en Dios, por tanto hablé”, nosotros también creemos en Dios y hablamos de él.
Við tölum djarflega um trú okkar á sama hátt og sálmaskáldið gerði, þegar hann sagði: „Ég trúi – þess vegna tala ég.“
14 Sabemos que Dios, quien resucitó a Jesús, también nos resucitará con él, y nos llevará a su presencia con ustedes.
Við vitum að sá sami Guð sem reisti Drottin Jesú upp frá dauðum, mun einnig reisa okkur frá dauðum ásamt Jesú og leiða okkur fram fyrir hann ásamt ykkur.
15 ¡Todo es por ustedes! Cuantos más alcance la gracia de Dios, mayor será nuestro agradecimiento a él, a su gloria.
Þjáningar okkar verða ykkur til góðs og því fleiri sem vinnast fyrir Krist ykkar á meðal, því fleiri þakka honum og því meira verður nafn Drottins vegsamað.
16 Por eso no nos rendimos. Aunque nuestros cuerpos físicos están cayéndose a pedazos, nuestro interior se renueva cada día.
Þetta er ástæða þess að við gefumst aldrei upp. Þótt líkamar okkar hrörni smátt og smátt, þá vex styrkur okkar í Drottni dag frá degi.
17 Estas tribulaciones triviales que tenemos, apenas duran un poco de tiempo, pero producen para nosotros gloria eterna. (aiōnios g166)
Erfiðleikar okkar eru smámunir einir, sem vara munu stuttan tíma. Þessir skammvinnu erfiðleikar leiða þó ríkulega blessun Guðs yfir líf okkar – blessun sem vara mun til eilífðar! (aiōnios g166)
18 No nos interesa lo visible, porque aspiramos a lo invisible. Lo que vemos es temporal, pero lo que no vemos es eterno. (aiōnios g166)
Þess vegna horfum við ekki á það sem við sjáum þessa stundina, erfiðleikana sem eru allt í kring um okkur, heldur fram til þeirrar gleði á himnum sem við munum sjá. Þrengingarnar eru skammvinnar en fögnuðurinn, sem í vændum er, mun aldrei taka enda. (aiōnios g166)

< 2 Corintios 4 >