< Psalmorum 28 >

1 Psalmus ipsi David. Ad te Domine clamabo, Deus meus ne sileas a me: ne quando taceas a me, et assimilabor descendentibus in lacum.
Ég hrópa til þín um hjálp, Drottinn, því að þú ert klettur hjálpræðis míns. Ef þú hjálpaðir ekki væri úti um mig. Framundan væri ekkert nema dauðinn.
2 Exaudi Domine vocem deprecationis meæ dum oro ad te: dum extollo manus meas ad templum sanctum tuum.
Drottinn, ég lyfti höndum til himins og ákalla þig um hjálp. Ó, heyr þú grátbeiðni mína!
3 Ne simul trahas me cum peccatoribus: et cum operantibus iniquitatem ne perdas me: Qui loquuntur pacem cum proximo suo, mala autem in cordibus eorum.
Drottinn, refsaðu mér ekki ásamt illgjörðamönnunum, þeim sem sitja á svikráðum við nágranna sína.
4 Da illis secundum opera eorum, et secundum nequitiam adinventionum ipsorum. Secundum opera manuum eorum tribue illis: redde retributionem eorum ipsis.
Refsaðu þeim eins og rétt er. Illvirki þeirra eiga skilið réttlátan dóm.
5 Quoniam non intellexerunt opera Domini, et in opera manuum eius destrues illos, et non ædificabis eos.
Þeir hugsa ekkert um Guð, sköpun hans og verk. Þess vegna mun Guð ryðja þeim úr vegi, rífa þá eins og ónýtt hús sem ekki verður endurreist.
6 Benedictus Dominus: quoniam exaudivit vocem deprecationis meæ.
Lofaður sé Drottinn! Hann heyrði grátbeiðni mína!
7 Dominus adiutor meus, et protector meus: in ipso speravit cor meum, et adiutus sum. Et refloruit caro mea: et ex voluntate mea confitebor ei.
Hann er styrkur minn, skjól mitt gegn öllum árásum. Honum treysti ég og hann hjálpaði mér. Gleðin svellur í brjósti mér og brýst út í lofgjörð til hans!
8 Dominus fortitudo plebis suæ: et protector salvationum Christi sui est.
Drottinn verndar sitt fólk og veitir konungi sínum sigur.
9 Salvum fac populum tuum Domine, et benedic hereditati tuæ: et rege eos, et extolle illos usque in æternum.
Stattu vörð um þjóð þína, Drottinn! Vernda og blessa þitt útvalda fólk. Eins og fjárhirðir leiðir sauði sína, þá leið og vernda þjóð þína að eilífu.

< Psalmorum 28 >