< Sálmarnir 92 >

1 Gott er að þakka Drottni og lofsyngja Guði hinum hæsta.
Psalmus Cantici, In die sabbati. Bonum est confiteri Domino: et psallere nomini tuo Altissime.
2 Á hverjum morgni segi ég við Drottin: „Þökk sé þér fyrir miskunn þína!“Og á kvöldin fagna ég yfir trúfesti hans.
Ad annunciandum mane misericordiam tuam: et veritatem tuam per noctem.
3 Syngið honum lof og leikið undir á hörpu og gígju.
In decachordo, psalterio: cum cantico, in cithara.
4 Drottinn, mikið ertu mér góður. Ég syng af gleði! – Er nokkur hissa á því?
Quia delectasti me Domine in factura tua: et in operibus manuum tuarum exultabo.
5 Ó, Drottinn, mikil eru máttarverk þín!
Quam magnificata sunt opera tua Domine! nimis profundæ factæ sunt cogitationes tuæ:
6 Þeir einir sem ekki nenna að hugsa, fara þeirra á mis. Heimskingjarnir skilja ekki
Vir insipiens non cognoscet: et stultus non intelliget hæc.
7 að hinir óguðlegu – sem í bili virðast hafa það gott – munu afmáðir að eilífu.
Cum exorti fuerint peccatores sicut fœnum: et apparuerint omnes, qui operantur iniquitatem: Ut intereant in sæculum sæculi:
8 En Drottinn, þú lifir að eilífu, hátt upphafinn á himnum,
tu autem Altissimus in æternum Domine.
9 meðan óvinir þínir – illgjörðamennirnir – tvístrast.
Quoniam ecce inimici tui Domine, quoniam ecce inimici tui peribunt: et dispergentur omnes, qui operantur iniquitatem.
10 Ég finn styrk og kraft, en Drottinn, allt er það þér að þakka! Blessun þín hefur endurnært mig.
Et exaltabitur sicut unicornis cornu meum: et senectus mea in misericordia uberi.
11 Ég heyrði dóminn yfir óvinum mínum og sá þegar þeim var eytt.
Et despexit oculus meus inimicos meos: et in insurgentibus in me malignantibus audiet auris mea.
12 En hinir réttlátu munu blómgast líkt og ávaxtatré, já vaxa eins og sedrustrén í Líbanon.
Iustus ut palma florebit: sicut cedrus Libani multiplicabitur.
13 Því að þeir eru gróðursettir í garði Drottins og njóta umhyggju hans.
Plantati in domo Domini, in atriis domus Dei nostri florebunt.
14 Jafnvel á elliárunum bera þeir ávöxt og eru sem laufguð tré.
Adhuc multiplicabuntur in senecta uberi: et bene patientes erunt,
15 Þeir bera vitni um réttlæti Drottins, að hann er skjól og vernd og allt sem hann gerir er gott!
ut annuncient: Quoniam rectus Dominus Deus noster: et non est iniquitas in eo.

< Sálmarnir 92 >