< Sálmarnir 7 >

1 Ég treysti þér, Drottinn, Guð minn, að þú frelsir mig frá þeim sem ofsækja mig.
Psalmus David, quem cantavit Domino pro verbis Chusi filii Iemini. Domine Deus meus in te speravi: salvum me fac ex omnibus persequentibus me, et libera me.
2 Þeir vilja ráðast á mig úr launsátri eins og ljón, særa mig og draga burt hálfdauðan. Láttu það ekki takast!
Nequando rapiat ut leo animam meam, dum non est qui redimat, neque qui salvum faciat.
3 En Drottinn, ef ég hefði illt fyrir stafni
Domine Deus meus si feci istud, si est iniquitas in manibus meis:
4 – ef ég launaði gott með illu eða beitti nágranna mína órétti,
Si reddidi retribuentibus mihi mala, decidam merito ab inimicis meis inanis.
5 þá væri réttlátt að þú létir óvini mína eyða mér, fella mig og fótum troða.
Persequatur inimicus animam meam, et comprehendat, et conculcet in terra vitam meam, et gloriam meam in pulverem deducat.
6 En Drottinn! Rís þú upp í reiði gegn ofstopa óvina minna. Vakna þú Drottinn! Láttu mig ná rétti mínum!
Exurge Domine in ira tua: et exaltare in finibus inimicorum meorum. Et exurge Domine Deus meus in præcepto quod mandasti:
7 Safnaðu saman öllum þjóðum. Taktu þér sæti hátt uppi yfir þeim og dæmdu syndir þeirra.
et synagoga populorum circumdabit te. Et propter hanc in altum regredere:
8 En mig, Drottinn, lýstu mig réttlátan svo allir heyri, auglýstu réttlæti mitt og ráðvendni.
Dominus iudicat populos. Iudica me Domine secundum iustitiam meam, et secundum innocentiam meam super me.
9 Stöðvaðu alla illsku, Drottinn, og blessa þá sem í einlægni tilbiðja þig. Því að þú, réttláti Guð, kannar hugarfylgsni mannanna og rannsakar viðhorf þeirra og tilgang.
Consumetur nequitia peccatorum, et diriges iustum, scrutans corda et renes Deus. Iustum
10 Guð er skjöldur minn. Hann mun vernda mig. Hann frelsar þá sem hjartahreinir eru.
adiutorium meum a Domino, qui salvos facit rectos corde.
11 Guð er fullkomlega réttlátur dómari og dag hvern gremst honum illska hinna vondu.
Deus iudex iustus, fortis, et patiens: numquid irascitur per singulos dies?
12 Ef þeir iðrast ekki mun hann bregða sverði og eyða þeim. Hann hefur spennt boga sinn
Nisi conversi fueritis, gladium suum vibrabit: arcum suum tetendit, et paravit illum.
13 og lagt eldlegar örvar á streng, – banvænar örvar.
Et in eo paravit vasa mortis, sagittas suas ardentibus effecit.
14 Hinn illi bruggar launráð og íhugar vélabrögð sín. Hann lætur til skarar skríða með lygum og svikum.
Ecce parturiit iniustitiam: concepit dolorem, et peperit iniquitatem.
15 Hann falli á eigin bragði.
Lacum aperuit, et effodit eum: et incidit in foveam, quam fecit.
16 Ofbeldið sem hann ætlaði öðrum, verði honum sjálfum að fjörtjóni.
Convertetur dolor eius in caput eius: et in verticem ipsius iniquitas eius descendet.
17 Ég lofa og vegsama Drottinn, því hann er góður. Ég vil lofsyngja nafni Drottins, honum sem er öllum drottnum æðri.
Confitebor Domino secundum iustitiam eius: et psallam nomini Domini altissimi.

< Sálmarnir 7 >