< Sálmarnir 19 >

1 Himnarnir sýna okkur dýrð Guðs. Þeir eru þögull vitnisburður um mikilleik verka hans.
In finem, Psalmus David. Cæli enarrant gloriam Dei, et opera manuum eius annunciat firmamentum.
2 Dagur og nótt vitna um vísdóm Drottins.
Dies diei eructat verbum, et nox nocti indicat scientiam.
3 Hljóðlaust og án orða bera þau boðin um gervalla jörðina.
Non sunt loquelæ, neque sermones, quorum non audiantur voces eorum.
4 Sólin fer sína braut um loftin – einmitt þá sem Drottinn setti henni í upphafi.
In omnem terram exivit sonus eorum: et in fines orbis terræ verba eorum.
5 Hnarreist siglir hún yfir hvolfið, geislandi eins og brúður í brúðkaupi eða hlaupari sem hlakkar til að renna sitt skeið.
In sole posuit tabernaculum suum: et ipse tamquam sponsus procedens de thalamo suo: Exultavit ut gigas ad currendam viam,
6 Sólin fer um himininn frá austri til vesturs, ekkert fær dulist við geislaflóð hennar og yl.
a summo cælo egressio eius: Et occursus eius usque ad summum eius: nec est qui se abscondat a calore eius.
7 Lög Guðs eru fullkomin.
Lex Domini immaculata convertens animas: testimonium Domini fidele, sapientiam præstans parvulis.
8 Þau vernda og auka skilning, gleðja og lýsa.
Iustitiæ Domini rectæ, lætificantes corda: præceptum Domini lucidum; illuminans oculos.
9 Lög Guðs eru eilíf, réttlát og hrein.
Timor Domini sanctus, permanens in sæculum sæculi: iudicia Domini vera, iustificata in semetipsa.
10 Þau eru dýrmætari en gull. Þau eru sætari en hunang.
Desiderabilia super aurum et lapidem pretiosum multum: et dulciora super mel et favum.
11 Því að þau vara okkur við hættum og efla velgengni þeirra sem hlýða þeim.
Etenim servus tuus custodit ea, in custodiendis illis retributio multa.
12 Hver verður var við syndina sem loðir við hjarta mitt? Hreinsa mig af leyndum syndum.
Delicta quis intelligit? ab occultis meis munda me:
13 Forða mér frá vondum mönnum, og stöðva hönd mína að ég geri ekkert ljótt. Sýknaðu mig af syndum mínum svo að ég lifi hreinu lífi.
et ab alienis parce servo tuo. Si mei non fuerint dominati, tunc immaculatus ero: et emundabor a delicto maximo.
14 Ó, að orðin á vörum mér og hugsanir mínar geðjist þér, þú Guð, klettur minn og frelsari.
Et erunt ut complaceant eloquia oris mei: et meditatio cordis mei in conspectu tuo semper. Domine adiutor meus, et redemptor meus.

< Sálmarnir 19 >