< Sálmarnir 143 >

1 Drottinn, heyrðu bæn mína. Svaraðu ákalli mínu, því að þú ert réttlátur og stendur við orð þín.
Psalmus David, Quando persequebatur eum Absalom filius eius. Domine exaudi orationem meam: auribus percipe obsecrationem meam in veritate tua: exaudi me in tua iustitia.
2 Leiddu mig ekki fyrir dóm, því að enginn er réttlátur frammi fyrir þér.
Et non intres in iudicium cum servo tuo: quia non iustificabitur in conspectu tuo omnis vivens.
3 Óvinir mínir eltu mig og náðu mér. Þeir slógu mig til jarðar og drógu mig inn í myrkrið – ég er eins og þeir sem gengnir eru til grafar.
Quia persecutus est inimicus animam meam: humiliavit in terra vitam meam. Collocavit me in obscuris sicut mortuos sæculi:
4 Ég eygi enga von, er lamaður af ótta.
et anxiatus est super me spiritus meus, in me turbatum est cor meum.
5 Ég hugsa um máttarverk þau sem þú vannst fyrir langa löngu.
Memor fui dierum antiquorum, meditatus sum in omnibus operibus tuis: in factis manuum tuarum meditabar.
6 Ég leita þín. Mig þyrstir eftir þér eins og örþrota land, skrælnað af þurrki.
Expandi manus meas ad te: anima mea sicut terra sine aqua tibi:
7 Komdu skjótt, Drottinn og bjargaðu mér, því að ég er að örmagnast! Snúðu ekki við mér bakinu, því að þá væri úti um mig.
Velociter exaudi me Domine: defecit spiritus meus. Non avertas faciem tuam a me: et similis ero descendentibus in lacum.
8 Sýndu mér miskunn þína að morgni, því að þér treysti ég. Sýndu mér þann veg er ég á að ganga, því að bæn mín er beðin í einlægni.
Auditam fac mihi mane misericordiam tuam: quia in te speravi. Notam fac mihi viam, in qua ambulem: quia ad te levavi animam meam.
9 Frelsaðu mig undan óvinum mínum, Drottinn minn, ég vil flýja í skjól þitt.
Eripe me de inimicis meis Domine, ad te confugi:
10 Hjálpaðu mér að gera vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um réttan veg.
doce me facere voluntatem tuam, quia Deus meus es tu. Spiritus tuus bonus deducet me in terram rectam:
11 Drottinn, láttu mig lífi halda og leystu mig úr öllum þessum nauðum, því að þú ert réttlátur og veist að ég hef ekkert til saka unnið.
propter nomen tuum Domine vivificabis me, in æquitate tua. Educes de tribulatione animam meam:
12 Ég er þjónn þinn. Þú elskar mig og ert mér svo góður! Ryð þú burt þessum óvinum mínum og láttu þá hverfa sem ofsækja mig.
et in misericordia tua disperdes inimicos meos. Et perdes omnes, qui tribulant animam meam: quoniam ego servus tuus sum.

< Sálmarnir 143 >