< Sálmarnir 106 >

1 Hallelúja! Drottinn, þökk sé þér því að þú ert góður! Elska þín varir að eilífu.
Alleluia. Confitemini Domino quoniam bonus: quoniam in sæculum misericordia eius.
2 Hver getur talið upp öll máttarverk Guðs og hver getur lofað hann eins og rétt er og skylt? Enginn!
Quis loquetur potentias Domini, auditas faciet omnes laudes eius?
3 Sæll er sá réttláti sem gerir nágrönnum sínum gott.
Beati, qui custodiunt iudicium, et faciunt iustitiam in omni tempore.
4 Drottinn, þegar þú blessar og bjargar fólki þínu, minnstu þá einnig mín.
Memento nostri Domine in beneplacito populi tui: visita nos in salutari tuo:
5 Gefðu mér hlut í velgengni þinna útvöldu, að fá að gleðjast með þeim og deila með þeim hjálp þinni.
Ad videndum in bonitate electorum tuorum, ad lætandum in lætitia gentis tuæ: ut lauderis cum hereditate tua.
6 Bæði við og feður okkar höfum margvíslega syndgað.
Peccavimus cum patribus nostris: iniuste egimus, iniquitatem fecimus.
7 Máttarverk þín í Egyptalandi mátu þeir lítils og fljótlega gleymdu þeir góðverkum þínum og risu gegn þér við hafið hið rauða.
Patres nostri in Ægypto non intellexerunt mirabilia tua: non fuerunt memores multitudinis misericordiæ tuæ. Et irritaverunt ascendentes in mare, Mare rubrum.
8 En samt frelsaðir þú þá, hélst uppi heiðri nafns þíns og sýndir mátt þinn.
Et salvavit eos propter nomen suum: ut notam faceret potentiam suam.
9 Þú klaufst hafið, lagðir þurran veg um botn þess og leiddir þá þar í gegn.
Et increpuit Mare rubrum, et exiccatum est: et deduxit eos in abyssis sicut in deserto.
10 Þannig frelsaðir þú þá frá óvinum þeirra.
Et salvavit eos de manu odientium: et redemit eos de manu inimici.
11 Síðan féll sjórinn aftur í farveg sinn og óvinir þeirra fórust – ekki einn komst af!
Et operuit aqua tribulantes eos: unus ex eis non remansit.
12 Þá loks trúðu þeir Drottni og sungu honum lofsöng.
Et crediderunt verbis eius: et laudaverunt laudem eius.
13 En þeir voru fljótir að gleyma honum á ný! Þeir treystu ekki orðum hans
Cito fecerunt, obliti sunt operum eius: et non sustinuerunt consilium eius.
14 en heimtuðu sífellt meira og meira og reyndu eins og þeir gátu á þolinmæði Guðs.
Et concupierunt concupiscentiam in deserto: et tentaverunt Deum in inaquoso
15 Og hann lét að vilja þeirra, en þó ekki að öllu leyti.
Et dedit eis petitionem ipsorum: et misit saturitatem in animas eorum.
16 Þeir gerðu uppreisn gegn Móse og líka Aron, manninn sem Guð hafði valið til prests.
Et irritaverunt Moysen in castris: Aaron sanctum Domini.
17 Þá opnaðist jörðin og gleypti Datan og flokk Abírams.
Aperta est terra, et deglutivit Dathan: et operuit super congregationem Abiron.
18 Eldur féll af himni og eyddi illmennum þessum.
Et exarsit ignis in synagoga eorum: flamma combussit peccatores.
19 Þeir gerðu sér líkneski af nauti, sem étur gras,
Et fecerunt vitulum in Horeb: et adoraverunt sculptile.
20 og tilbáðu það í stað hins dýrlega Guðs!
Et mutaverunt gloriam suam in similitudinem vituli comedentis fœnum.
21 Þannig óvirtu þeir Guð, frelsara sinn,
Obliti sunt Deum, qui salvavit eos, qui fecit magnalia in Ægypto,
22 sem gert hafði undur og tákn í Egyptalandi og við hafið rauða.
mirabilia in Terra Cham: terribilia in mari rubro.
23 Þess vegna áformaði Guð að eyða þeim öllum. En Móse, hans útvaldi þjónn, tók sér stöðu milli fólksins og Guðs og bað hann að láta af reiði sinni og tortíma þeim ekki.
Et dixit ut disperderet eos: si non Moyses electus eius stetisset in confractione in conspectu eius: Ut averteret iram eius ne disperderet eos:
24 Og ekki vildu þeir inn í fyrirheitna landið, þeir treystu ekki að Guð mundi vernda þá.
et pro nihilo habuerunt terram desiderabilem: Non crediderunt verbo eius,
25 Þeir kvörtuðu í tjöldum sínum og fyrirlitu skipun hans.
et murmuraverunt in tabernaculis suis: non exaudierunt vocem Domini.
26 Þá ákvað hann að láta þá deyja í eyðimörkinni,
Et elevavit manum suam super eos: ut prosterneret eos in deserto:
27 tvístra afkomendum þeirra meðal þjóðanna og herleiða þá til annarra landa.
Et ut deiiceret semen eorum in Nationibus: et dispergeret eos in regionibus.
28 Og hjá Peór gengu forfeður okkar í lið með fylgjendum Baals og báru fram fórnir til dauðra skurðgoða.
Et initiati sunt Beelphegor: et comederunt sacrificia mortuorum.
29 Það reitti Drottin til reiði og þess vegna braust út plága meðal þeirra.
Et irritaverunt eum in adinventionibus suis: et multiplicata est in eis ruina.
30 Hún hélst þar til Pínehas gekk fram og refsaði þeim sem henni höfðu valdið.
Et stetit Phinees, et placavit: et cessavit quassatio.
31 Hans verður ætíð minnst fyrir það réttlætisverk.
Et reputatum est ei in iustitiam, in generationem et generationem usque in sempiternum.
32 Hjá Meríba reitti Ísrael Drottin aftur til reiði og olli Móse miklum vanda,
Et irritaverunt eum ad Aquas contradictionis: et vexatus est Moyses propter eos:
33 – hann reiddist og talaði ógætileg orð.
quia exacerbaverunt spiritum eius. Et distinxit in labiis suis:
34 Og ekki útrýmdi Ísrael þjóðunum sem fyrir voru í landinu, eins og Guð hafði skipað þeim,
non disperdiderunt gentes, quas dixit Dominus illis.
35 heldur blönduðust þeir heiðingjunum og tóku upp ósiði þeirra.
Et commisti sunt inter gentes, et didicerunt opera eorum:
36 Þeir færðu skurðgoðum þeirra fórnir og leiddust burt frá Guði.
et servierunt sculptilibus eorum: et factum est illis in scandalum.
37 Þeir fórnuðu jafnvel börnum sínum til illra anda –
Et immolaverunt filios suos, et filias suas dæmoniis.
38 til hjáguða Kanverja – úthelltu saklausu blóði og vanhelguðu landið með morðum.
Et effuderunt sanguinem innocentem: sanguinem filiorum suorum et filiarum suarum, quas sacrificaverunt sculptilibus Chanaan. Et infecta est terra in sanguinibus,
39 Þeir saurguðust af illverkum þessum, því að með hjáguðadýrkun sinni rufu þeir trúnað við Guð.
et contaminata est in operibus eorum: et fornicati sunt in adinventionibus suis.
40 Vegna alls þessa reiddist Drottinn Ísrael, lýð sínum, og fékk viðbjóð á honum,
Et iratus est furore Dominus in populum suum: et abominatus est hereditatem suam.
41 og lét hann heiðnar þjóðir drottna yfir honum.
Et tradidit eos in manus gentium: et dominati sunt eorum qui oderunt eos.
42 Ísrael var stjórnað af óvinum sínum og þeir kúguðu hann.
Et tribulaverunt eos inimici eorum, et humiliati sunt sub manibus eorum:
43 Aftur og aftur leysti hann þá undan okinu, en þeir héldu áfram að óhlýðnast honum, uns syndir þeirra komu þeim á kné.
sæpe liberavit eos. Ipsi autem exacerbaverunt eum in consilio suo: et humiliati sunt in iniquitatibus suis.
44 Samt bænheyrði hann þá og linaði þjáningar þeirra.
Et vidit cum tribularentur: et audivit orationem eorum.
45 Hann minntist loforðsins sem hann gaf þeim og aumkaðist yfir þá í elsku sinni,
Et memor fuit testamenti sui: et pœnituit eum secundum multitudinem misericordiæ suæ.
46 svo að jafnvel þeir sem kúguðu þá, sýndu þeim miskunn.
Et dedit eos in misericordias in conspectu omnium qui ceperant eos.
47 Ó, frelsaðu okkur, Drottinn Guð! Safnaðu okkur saman frá þjóðunum svo að við getum sameiginlega þakkað þér og lofað nafn þitt.
Salvos nos fac Domine Deus noster: et congrega nos de Nationibus: Ut confiteamur nomini sancto tuo: et gloriemur in laude tua.
48 Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Og allt fólkið segi: „Amen!“Hallelúja.
Benedictus Dominus Deus Israel a sæculo et usque in sæculum: et dicet omnis populus: Fiat, fiat.

< Sálmarnir 106 >