< Salme 94 >

1 HERRE du hævnens Gud, du Hævnens Gud, træd frem i Glans;
Drottinn, þú ert Guð hefndarinnar – sá Guð sem réttir hlut þeirra sem ranglæti eru beittir. Láttu dýrð þína birtast.
2 stå op, du Jordens Dommer, øv Gengæld mod de hovmodige!
Rís upp, þú dómari jarðar. Refsaðu ofstopamönnum fyrir illverk þeirra.
3 Hvor længe skal gudløse, HERRE, hvor længe skal gudløse juble?
Drottinn, hve lengi eiga óguðlegir að hrósa sigri?
4 De fører tøjlesløs Tale, hver Udådsmand ter sig som Herre;
Þeir eru að springa af monti! Hlustaðu á grobbið í þeim!
5 de underkuer, o HERRE, dit Folk og undertrykker din Arvelod;
Drottinn, líttu á hvernig þeir kúga þjóð þína og kvelja fólkið sem þú elskar.
6 de myrder Enke og fremmed faderløse slår de ihjel;
Þeir myrða ekkjur og munaðarleysingja og líka útlendinga sem hér hafa sest að.
7 de siger: "HERREN kan ikke se, Jakobs Gud kan intet mærke!"
„Drottinn sér þetta ekki, “segja þeir, „hann lætur sér fátt um finnast.“
8 Forstå dog, I Tåber blandt Folket! Når bliver I kloge, I Dårer?
Heimskingjar!
9 Skulde han, som plantede Øret, ej høre, han, som dannede Øjet, ej se?
Haldið þið að Guð sé blindur og heyrnarlaus, hann sem skapar bæði augu og eyru!
10 Skulde Folkenes Tugtemester ej revse, han som lærer Mennesket indsigt?
Hann refsar þjóðunum – og nú er komið að ykkur. Enginn hlutur er honum hulinn. Eins og hann viti ekki hvað þið hafið gert!
11 HERREN kender Menneskets Tanker, thi de er kun Tomhed.
Drottinn þekkir skammsýni og hégómleika mannanna
12 Salig den Mand, du tugter, HERRE, og vejleder ved din Lov
og því agar hann okkur til góðs.
13 for at give ham Ro for onde Dage, indtil der graves en Grav til den gudløse;
Það gerir hann til þess að við göngum á hans vegum og gefumst ekki upp í mótlæti.
14 thi HERREN bortstøder ikke sit Folk og svigter ikke sin Arvelod.
Drottinn afneitar ekki lýð sínum né yfirgefur þjóð sína.
15 Den retfærdige kommer igen til sin Ret, en Fremtid har hver oprigtig af Hjertet.
Dómar hans eru réttlátir og fylgjendur hans fagna af hreinu hjarta.
16 Hvo står mig bi mod Ugerningsmænd? hvo hjælper mig mod Udådsmænd?
Hver vill vernda mig fyrir illgjörðamönnum? Hver vill vera skjöldur minn?
17 Var HERREN ikke min Hjælp, snart hviled min Sjæl i det stille.
Án Drottins væri ég dauðans matur.
18 Når jeg tænkte: "Nu vakler min Fod", støtted din Nåde mig, HERRE;
Ég æpti: „Drottinn, ég er að hrapa!“og af gæsku sinni frelsaði hann mig.
19 da mit Hjerte var fuldt af ængstede Tanker, husvaled din Trøst min Sjæl.
Drottinn, þegar efasemdir ásækja mig og hjarta mitt er fullt af angist, þá gefðu mér frið þinn og endurnýjaðu gleði mína.
20 står du i Pagt med Fordærvelsens Domstol, der skaber Uret i Lovens Navn?
Vilt þú vernda og viðhalda spilltri valdsstjórn sem hallar réttlætinu? Leyfir þú slíkt?
21 Jager de end den ret, færdiges Liv og dømmer uskyldigt Blod,
Hefur þú þóknun á þeim sem dæma saklausa til dauða?
22 HERREN er dog mit Bjærgested, min Gud er min Tilflugtsklippe;
Nei! Drottinn, Guð minn, er vígi mitt, kletturinn þar sem ég leita skjóls.
23 han vender deres Uret imod dem selv, udsletter dem for deres Ondskab; dem udsletter HERREN vor Gud.
Guð lætur syndir óguðlegra koma þeim sjálfum í koll. Illverk þeirra verða þeim að falli.

< Salme 94 >