< Hechos 12 >

1 Durante estos días, el Rey Herodes comenzó a perseguir a algunos miembros de la iglesia.
Um þetta leyti tók Heródes konungur að ofsækja söfnuðinn í Jerúsalem
2 Y mandó a matar a espada a Santiago, el hermano de Juan.
og lét hann taka Jakob postula (bróður Jóhannesar) af lífi.
3 Y cuando vio que los judíos se complacían en esto, mandó a arrestar a Pedro también. (Esto sucedió durante la Fiesta de los Panes sin Levadura).
Þegar Heródes sá að leiðtogum Gyðinga líkaði þetta vel, lét hann handtaka Pétur, meðan á páskahátíðinni stóð,
4 Después de arrestar a Pedro, lo enviaron a la prisión, con cuatro escuadrones de soldados para vigilarlo. Su plan era traer a Pedro a un juicio público después de la Pascua.
og varpa honum í fangelsi. Þar var Péturs gætt af sextán hermönnum. Ætlun Heródesar var að koma Pétri í hendur Gyðingunum og láta taka hann af lífi þegar páskarnir væru liðnir.
5 Y mientras Pedro estaba en la cárcel, la iglesia oraba fervientemente a Dios por él.
Meðan Pétur var í fangelsinu var söfnuðurinn stöðugt í bæn til Guðs fyrir honum.
6 La noche antes de que Herodes lo llevara a juicio, Pedro estaba durmiendo entre dos soldados, encadenado a cada uno de ellos, y había guardas que vigilaban la puerta.
Kvöldið áður en aftakan átti að fara fram svaf Pétur þar sem hann lá hlekkjaður milli tveggja hermanna. Aðrir verðir voru úti fyrir fangelsisdyrunum.
7 De repente, un ángel del Señor apareció, y una luz resplandeció en la celda. El ángel sacudió a Pedro para despertarlo, diciendo: “¡Rápido! ¡Levántate!” Entonces las cadenas se cayeron de sus manos,
Skyndilega birti í klefanum. Engill frá Drottni var kominn og stóð hjá Pétri. Engillinn ýtti við honum, vakti hann og sagði: „Fljótur! Á fætur með þig!“Þá féllu handjárnin af Pétri.
8 y el ángel le dijo: “Vístete y ponte tus sandalias”. Y así lo hizo Pedro. Entonces el ángel le dijo: “Ponte tu abrigo y sígueme”.
„Klæddu þig, farðu í skóna og yfirhöfnina og eltu mig!“sagði hann. Pétur hlýddi.
9 Así que Pedro lo siguió hasta afuera. Y no se daba cuenta de que lo que el ángel hacía estaba sucediendo en realidad, pues pensaba que estaba teniendo una visión.
Pétur yfirgaf klefann og fylgdi englinum. Hann hélt að annað hvort væri þetta draumur eða vitrun – hann trúði ekki að þetta væri raunveruleiki.
10 Luego pasaron la primera y segunda guardia, y llegaron hasta la puerta de hierro que conducía hasta la ciudad. Y esta se abrió por sí sola. Entonces salieron y descendieron por la calle, cuando de repente el ángel lo dejó.
Þeir gengu nú fram hjá fyrstu og síðan annarri varðsveit fangelsisins og komu að járnhliðinu við götuna, sem opnaðist af sjálfu sér! Þeir gengu út á götuna og fram með húsaröðinni, en þá hvarf engillinn.
11 Cuando Pedro volvió en sí, dijo: “¡Ahora me doy cuenta de que esto realmente sucedió! El Señor envió un ángel para rescatarme del poder de Herodes, y de todo lo que el pueblo judío había planeado”.
Skyndilega áttaði Pétur sig á hvað gerst hafði. „Þetta er þá raunveruleiki!“sagði hann við sjálfan sig. „Drottinn hefur sent engil og bjargað mér úr höndum Heródesar og frá áformum Gyðinganna.“
12 Y ahora que Pedro estaba consciente de lo que había sucedido, fue a la casa de María, la madre de Juan Marcos. Y muchos creyentes se habían reunido allí y estaban orando.
Eftir stutta umhugsun ákvað hann að fara heim til Maríu, móður Jóhannesar Markúsar, en þar voru margir samankomnir til að biðja,
13 Cuando Pedro tocó la puerta, una sierva llamada Rode salió a abrirle.
Hann barði að dyrum og fór þá stúlka, Róde að nafni, fram til að opna.
14 Pero al reconocer la voz de Pedro, en su emoción, no abrió la puerta sino que corrió hacia adentro, gritando: “¡Pedro está en la puerta!”
Þegar hún heyrði að þetta var Pétur varð hún afar glöð og hljóp aftur inn til að segja öllum að Pétur stæði fyrir utan.
15 “¡Estás loca!” le dijeron. Pero ella siguió insistiendo en que era cierto. Entonces dijeron: “Debe ser su ángel”.
En þau trúðu henni ekki og sögðu: „Þú ert ekki með öllum mjalla!“En hún sat föst við sinn keip. Þá sagði einhver: „Þetta hlýtur þá að vera engill hans.“
16 Pero Pedro siguió tocando a la puerta. Cuando finalmente la abrieron, lo vieron y estaban conmocionados.
Meðan á þessum samræðum stóð hélt Pétur áfram að berja og þegar þau fóru fram og opnuðu, urðu þau orðlaus af undrun.
17 Pedro levantó su mano para indicarles que guardaran silencio, y entonces les explicó cómo el Señor lo había sacado de la cárcel. “Hagan saber de esto a Santiago y a los hermanos”, les dijo, y luego se marchó a otro lugar.
Hann gaf þeim merki um að hafa ekki hátt og sagði frá hvað gerst hafði, hvernig Drottinn hefði leyst hann úr fangelsinu og bætti svo við: „Segið Jakobi og hinum frá þessu.“Því næst fór hann burt á öruggari stað.
18 Cuando llegó el amanecer, había una total confusión entre los soldados respecto a lo que le había sucedido a Pedro.
Þegar birti komst allt í uppnám í fangelsinu. Hvað var orðið af Pétri?
19 Herodes mandó a realizar una minuciosa búsqueda de él, pero no lo encontraron. Y después de interrogar a los soldados, Herodes ordenó la ejecución de todos ellos. Entonces Herodes se fue de Judea y se quedó en Cesarea.
Heródes hafði sent menn til að sækja hann, en þegar hann fannst ekki lét hann handtaka verðina sextán, dró þá fyrir rétt og lét lífláta þá. Eftir það fór hann til Sesareu og dvaldist þar um hríð.
20 Ahora Herodes estaba furioso con el pueblo de Tiro y Sidón. Entonces enviaron una delegación para verlo y lograron ganarse el favor de Blasto, el asistente personal del rey, para que los ayudara. Ellos suplicaban paz a Herodes porque dependían del territorio del rey para conseguir el alimento.
Meðan Heródes var í Sesareu kom þangað sendinefnd frá Týrus og Sídon til fundar við hann. Honum var meinilla við íbúa þessara borga og því komu þeir sér í mjúkinn hjá Blastusi, ritara hans, og fóru fram á friðsamleg samskipti, því að borgir þeirra áttu mikið undir verslun við land Heródesar.
21 Cuando llegó la hora de encontrarse con el rey, Herodes se puso sus vestidos reales, se sentó en su trono, y dio un discurso para ellos.
Sendinefndin fékk loforð um fund með Heródesi og þegar stundin nálgaðist, klæddist hann konungsskrúða sínum, settist í hásætið og ávarpaði þá.
22 La audiencia gritó como respuesta: “¡Esta es la voz de un dios, no de un hombre!”
Að ræðunni lokinni hrópaði fólkið af fögnuði: „Þetta var ekki rödd manns – heldur Guðs!“
23 De inmediato el ángel del Señor lo derribó, porque no le dio la gloria a Dios. Y fue consumido por los gusanos y murió.
Samstundis lagði engill frá Drottni sjúkdóm á Heródes, svo hann fylltist af ormum og lést. Ástæðan var sú að hann leyfði fólkinu að tilbiðja sig, en gaf Guði ekki dýrðina.
24 Pero la Palabra de Dios se esparcía, y cada vez más personas creían.
Fagnaðarerindi Guðs breiddist nú hratt út og margir snerust til trúar.
25 Bernabé y Saulo regresaron de Jerusalén una vez terminaron su misión, trayendo conmigo a Juan Marco con ellos.
Strax og Barnabas og Páll höfðu lokið erindi sínu í Jerúsalem, sneru þeir aftur til Antíokkíu og tóku Jóhannes Markús með sér þangað.

< Hechos 12 >