< 3 Juan 1 >

1 Esta carta viene de parte del anciano a Gayo, mi querido amigo, a quien amo en la verdad.
Frá Jóhannesi – öldungnum. Til míns kæra Gajusar, sem ég elska í sannleika.
2 Amigo mío, por encima de todas las cosas oro para que estés bien y tengas buena salud, pues sé que espiritualmente estás bien.
Kæri vinur, það er bæn mín að þér líði vel, að þú sért jafn hraustur líkamlega og þú ert andlega.
3 Me alegré cuando vinieron algunos hermanos creyentes y me hablaron sobre tu compromiso con la verdad, y sobre cómo sigues viviendo conforme a ella.
Sumir bræðranna, sem komu hér við, glöddu mig stórlega þegar þeir sögðu mér að þú lifðir hreinu og góðu lífi eftir orði Guðs.
4 Nada me alegra más que escuchar que mis amados hermanos siguen la verdad.
Það er ekkert sem gleður mig jafnmikið og slíkar fréttir af börnum mínum.
5 Querido amigo, tu fidelidad se demuestra en lo que haces al cuidar de los hermanos, incluso los que no conoces.
Kæri vinur, þú vinnur Guði gott verk með því að sjá fyrir kennurum þeim og kristniboðum, sem leið eiga um hjá þér.
6 Ellos han dado buen testimonio de tu amor ante la iglesia. Por favor, al enviarlos de camino, trátalos de un modo que agrade a Dios,
Þeir hafa sagt söfnuðinum frá hlýhug þínum og kærleiksverkum. Það gleður mig að þú skulir leysa þá út með gjöfum,
7 pues viajan en su nombre, y no aceptan nada de los que no son creyentes.
því að Drottins vegna ferðast þeir um og þiggja hvorki mat, föt, húsaskjól né peninga af heiðingjunum, enda þótt þeir hafi flutt þeim Guðs orð.
8 Debemos apoyarlos para juntos ser partícipes de la verdad.
Af þessari ástæðu ber okkur að annast þá og með því verðum við samstarfsmenn þeirra í verki Drottins.
9 Le escribí sobre esto a la iglesia, pero Diótrefes, a quien le gusta hacerse cargo de las cosas, se niega a aceptar nuestra autoridad.
Ég sendi söfnuðinum stutt bréf um þessa hluti, en hinn stolti Díótrefes, sem sækist eftir að verða leiðtogi kristinna manna þar, viðurkennir ekki vald mitt og neitar að hlusta á mig.
10 Así que si logro ir a visitarlos, dejaré claro lo que él ha estado haciendo. Pues ha estado acusándonos falsamente. Y no satisfecho con eso, se niega a recibir a algún otro hermano. Tampoco permitirá que otros los reciban, y expulsa de la iglesia a quienes lo hacen.
Þegar ég kem mun ég segja þér hvað hann hefur gert, hvernig hann rægir mig og einnig hvers konar orðbragð hann notar. Það er ekki aðeins að hann neiti sjálfur að taka á móti kristniboðunum, sem þar fara um, heldur bannar hann líka öðrum að gera það og hlýði þeir ekki, reynir hann að reka þá úr söfnuðinum.
11 Amigo mío, no imites el mal, sino el bien. Los que hacen el bien le pertenecen a Dios; los que hacen el mal no lo conocen.
Kæri vinur, láttu þetta illa fordæmi ekki hafa áhrif á þig, heldur fylgdu því einu sem gott er. Mundu að þeir, sem gera rétt, sanna með því að þeir séu Guðs börn, en hinir, sem leggja stund á hið illa, sýna að þeir þekkja ekki Guð.
12 Todos hablan bien de Demetrio, ¡y la verdad también habla bien de él! Nosotros también hablamos bien de él, y ustedes saben que decimos la verdad.
Demetríus fær hins vegar gott orð hjá öllum og einnig hjá sjálfum sannleikanum. Sama segi ég, og þú veist að ég fer með rétt mál.
13 Tengo mucho que decirte, pero no quiero hacerlo escribiendo con tinta.
Það er margt sem ég þyrfti að segja þér, en um þá hluti vil ég ekki skrifa,
14 Espero verte pronto para que hablemos cara a cara. ¡Que la paz esté contigo! Los amigos que están aquí te envían sus saludos. Te ruego que saludes personalmente, y por nombre, a nuestros amigos de allá.
því að ég vona að ég muni sjá þig fljótlega og þá getum við rætt saman. Ég kveð þig hér með í þetta sinn. Vinirnir, sem hér eru, biðja kærlega að heilsa þér. Skilaðu sérstakri kveðju frá mér til allra vinanna, hvers um sig. Jóhannes

< 3 Juan 1 >