< 1 Korintierne 8 >

1 Men vedkomande avgudsoffer, so veit me at me alle hev kunnskap. - Kunnskapen blæs upp, men kjærleiken byggjer upp.
Næst er það spurning ykkar um neyslu þess sem fórnað hefur verið skurðgoðum. Um þetta mál finnst öllum sitt svar vera hið eina rétta. En þótt við þykjumst hafa vit á öllu, þá er kærleikurinn nauðsynlegur til að efla kirkjuna.
2 Um nokon tykkjest kjenna noko, han hev aldri kjent noko soleis som ein skal kjenna det.
Telji einhver sig vita svör við öllu, þá sýnir hann með því fáfræði sína.
3 Men um nokon elskar Gud, so er han kjend av honom. -
Sá einn, sem elskar Guð, er opinn og móttækilegur fyrir þekkingu frá Guði.
4 Vedkomande eting av avgudsoffer, so veit me at ingen avgud i verdi er til, og at det finst ingen annan Gud enn ein.
Nú, hvað um það? Ættum við að neyta kjöts sem fórnfært hefur verið skurðgoðum? Við vitum öll að skurðgoð er ekki raunverulegur Guð, það er aðeins einn Guð og enginn annar.
5 For um det og er dei som vert kalla gudar anten i himmelen eller på jordi - som det er mange gudar og mange herrar -
Sumir segja að til séu fjölmargir guðir, bæði á himni og jörðu.
6 so finst det då for oss berre ein Gud, Faderen, som alle ting er av, og me til honom, og ein Herre, Jesus Kristus, som alle ting er til ved, og me ved honom.
En við vitum að Guð er aðeins einn, faðirinn, sem skapaði alla hluti, okkur líka, og einn Drottinn Jesús Kristur, sem allt var skapað fyrir og gefur okkur líf.
7 Men den kunnskap er ikkje hjå alle; men sume gjer seg endå samvit for avguden skuld og et det som avgudsoffer, og då samvitet deira er veikt, vert det ureint.
Samt gera sumir kristnir menn sér ekki grein fyrir þessu. Alla sína ævi hafa þeir vanist því að hugsa sér skurðgoð sem lifandi máttarvöld og trúað því að kjöti, sem fórnað er skurðgoðunum, sé raunverulega fórnað lifandi guðum. Þegar þeir svo neyta slíks kjöts, veldur það þeim áhyggjum og særir viðkvæma samvisku þeirra.
8 Men mat gjev oss ikkje verd for Gud; korkje vinn me noko um me et, eller taper noko um me ikkje et.
Gleymið því ekki, að Guð lætur sig engu skipta hvort við borðum slíkt kjöt eða ekki, það gerir okkur hvorki gott né illt.
9 Men sjå til at ikkje denne fridomen dykkar vert til støyt for dei veike!
En gætið þó að er þið notið frelsi ykkar og borðið þennan mat, að þið leiðið ekki afvega einhvern kristinn bróður, eða systur, sem hefur viðkvæmari samvisku en þið.
10 For um nokon ser deg som hev kunnskap sitja til bords i avgudshuset, vert då ikkje samvitet hjå honom som er veik, tilstyrkt til å eta avgudsoffer?
Sjáið nú til, þetta getur gerst: Einhver sem telur rangt að neyta fórnarkjöts, sér þig – sem veist að það er skaðlaust borða það, þá mun hann líkja eftir þér, þótt honum finnist það vera rangt.
11 Og den veike bror, som Kristus døydde for, vert då fortapt for din kunnskap skuld!
Með þekkingu þinni (um að neysla þess sé skaðlaus) veldur þú viðkvæmum trúbróður miklum andlegum skaða, manni sem Kristur dó fyrir.
12 Men når de soleis syndar imot brørne og sårar deira veike samvit, so syndar de mot Kristus.
Það er synd gegn Kristi, að syndga gegn trúbróður með því að hvetja hann til einhvers sem honum finnst rangt.
13 Difor, dersom mat valdar støyt for bror min, so vil eg i all æva ikkje eta kjøt, so eg ikkje skal valda støyt for bror min. (aiōn g165)
Ef neysla kjöts, sem fórnað hefur verið skurðgoðum, leiðir trúbróður afvega, mun ég ekki neyta þess svo lengi sem ég lifi, til þess að ég valdi honum ekki slíku tjóni. (aiōn g165)

< 1 Korintierne 8 >