< Apocalypsis 3 >

1 Et Angelo Ecclesiae Sardis scribe: Haec dicit qui habet septem Spiritus Dei, et septem stellas: Scio opera tua, quia nomen habes quod vivas, et mortuus es.
Þetta skaltu skrifa leiðtoga safnaðarins í Sardes: Þetta segir sá sem hefur hinn sjöfalda anda Guðs og stjörnurnar sjö. Ég veit að fólk segir að þú sért lifandi og starfandi söfnuður, en þú ert dauður!
2 Esto vigilans, et confirma cetera, quae moritura erant. Non enim invenio opera tua plena coram Deo meo.
Vaknaðu! Hleyptu lífi í það litla sem eftir er – því að jafnvel það er að deyja. Verk þín eru lítils virði í augum Guðs.
3 In mente ergo habe qualiter acceperis, et audieris, et serva, et poenitentiam age. Si ergo non vigilaveris, veniam ad te tamquam fur, et nescies qua hora veniam ad te.
Komdu til mín og snúðu þér aftur að því sem þú heyrðir og trúðir í upphafi og haltu fast við það. Ef þú gerir það ekki, mun ég koma til þín áður en þú veist af – óvænt – eins og þjófurinn og refsa þér.
4 Sed habes pauca nomina in Sardis, qui non inquinaverunt vestimenta sua: et ambulabunt mecum in albis, quia digni sunt.
Þarna í Sardes eru samt fáeinir sem ekki hafa óhreinkað sig á heiminum, og þeir munu ganga við hlið mér í hvítum klæðum, því að það eiga þeir sannarlega skilið.
5 Qui vicerit, sic vestietur vestimentis albis, et non delebo nomen eius de Libro vitae, et confitebor nomen eius coram Patre meo, et coram angelis eius.
Sá er sigrar, mun fá hvít klæði og nafnið hans mun ég ekki fjarlægja úr lífsbókinni. Ég mun viðurkenna hann frammi fyrir föður mínum og englum hans.
6 Qui habet aurem, audiat quid Spiritus dicat Ecclesiis.
Þið sem heyrið, hlustið á það sem andi Guðs segir söfnuðunum.
7 Et Angelo Philadelphiae ecclesiae scribe: Haec dicit Sanctus et Verus, qui habet clavem David: qui aperit, et nemo claudit: claudit, et nemo aperit:
Eftirfarandi bréf skaltu senda leiðtoga safnaðarins í Fíladelfíu: Þennan boðskap færð þú frá honum sem er heilagur og sannur. Ég hef lykil Davíðs og get opnað, svo að enginn fái læst og læst get ég, svo enginn opni.
8 Scio opera tua. Ecce dedi coram te ostium apertum, quod nemo potest claudere: quia modicam habes virtutem, et servasti verbum meum, et non negasti nomen meum.
Ég þekki þig – að þú hefur lítinn mátt, en hefur þó reynt að hlýðnast og ekki afneitað nafni mínu. Þess vegna hef ég opnað fyrir þér dyr sem enginn getur lokað.
9 Ecce dabo de synagoga satanae, qui dicunt se Iudaeos esse, et non sunt, sed mentiuntur: Ecce faciam illos ut veniant, et adorent ante pedes tuos: et scient quia ego dilexi te
Taktu nú eftir: Ég mun láta þá, sem vinna fyrir. Satan – þeir segjast reyndar tilheyra mér, en það er lygi því það gera þeir ekki – falla að fótum þér og viðurkenna að þú ert sá sem ég elska.
10 quoniam servasti verbum patientiae meae, et ego servabo te ab hora tentationis, quae ventura est in orbem universum tentare habitantes in terra.
Þið hafið hlýtt mér, þrátt fyrir ofsóknir, og því mun ég hlífa ykkur við þeirri miklu þrengingu sem koma mun yfir heiminn – en þá munu mennirnir verða reyndir.
11 Ecce venio cito: tene quod habes, ut nemo accipiat coronam tuam.
Taktu eftir! Ég kem skjótt! Haltu fast því sem þú hefur, svo að enginn taki kórónu þína.
12 Qui vicerit, faciam illum columnam in templo Dei mei, et foras non egredietur amplius: et scribam super eum nomen Dei mei, et nomen civitatis Dei mei novae Ierusalem, quae descendit de caelo a Deo meo, et nomen meum novum.
Þann sem sigrar mun ég gera að máttarstólpa í musteri Guðs míns. Þar mun hann standa að eilífu og ekki haggast og á hann mun ég rita nafn Guðs míns. Hann mun tilheyra borg Guðs, hinni nýju Jerúsalem, sem kemur niður af himni frá Guði, og á hann mun verða skráð mitt nýja nafn.
13 Qui habet aurem, audiat quid Spiritus dicat Ecclesiis.
Þið sem heyrið, hlustið á það sem andi Guðs segir söfnuðunum.
14 Et Angelo Laodiciae ecclesiae scribe: Haec dicit: Amen, testis fidelis, et verus, qui est principium creaturae Dei.
Þetta skaltu skrifa leiðtoga safnaðarins í Laódíkeu: Þetta segir sá sem stöðugur stendur, votturinn trúi og sanni, upphafið að sköpun Guðs:
15 Scio opera tua: quia neque frigidus es, neque calidus: utinam frigidus esses, aut calidus:
Ég þekki þig – þú ert hvorki heitur né kaldur. Heldur vildi ég að þú værir annað hvort,
16 sed quia tepidus es, et nec frigidus, nec calidus, incipiam te evomere ex ore meo.
en fyrst þú ert aðeins volgur, þá mun ég skyrpa þér út úr munni mínum!
17 quia dicis: dives sum, et locupletatus, et nullius egeo: et nescis quia tu es miser, et miserabilis, et pauper, et caecus, et nudus.
Þú segir: „Ég er ríkur. Ég á allt sem ég þarf, mig skortir ekkert.“Þú veist ekki að þú hefur liðið andlegt skipbrot og að þú ert fátækur vesalingur, bæði blindur og nakinn.
18 Suadeo tibi emere a me aurum ignitum probatum ut locuples fias, et vestimentis albis induaris, ut non appareat confusio nuditatis tuae, et collyrio inunge oculos tuos ut videas.
En ég ráðlegg þér að kaupa hreint gull af mér, gull sem er hreinsað í eldi. Það er eina leiðin fyrir þig til að eignast sönn auðæfi. Ég ráðlegg þér einnig að kaupa hjá mér hvít klæði, hrein og flekklaus, svo að þú verðir þér ekki til skammar með nekt þinni. Þú ættir líka að fá hjá mér smyrsl til að lækna í þér augun, svo að þú fáir aftur sjónina.
19 Ego quos amo, arguo, et castigo. Aemulare ergo, et poenitentiam age.
Ég aga þá sem ég elska og refsa þeim – einnig þér. Vertu því skynsamur og gjörðu iðrun.
20 Ecce sto ad ostium, et pulso: siquis audierit vocem meam, et aperuerit mihi ianuam, intrabo ad illum, et coenabo cum illo, et ipse mecum.
Taktu eftir! Ég stend fyrir utan og ber að dyrum. Ef einhver heyrir til mín og opnar, mun ég fara inn til hans og setjast til borðs með honum og hann með mér.
21 Qui vicerit, dabo ei sedere mecum in throno meo: sicut et ego vici, et sedi cum patre meo in throno eius.
Þann sem sigrar, mun ég láta sitja mér við hlið í hásæti mínu, á sama hátt og ég sigraði og settist við hlið föður míns í hásæti hans.
22 Qui habet aurem, audiat quid Spiritus dicat Ecclesiis.
Þeir sem heyra, hlusti á það sem andi Guðs segir söfnuðunum.

< Apocalypsis 3 >