< Marcum 1 >

1 Initium Evangelii Iesu Christi, Filii Dei.
Hér hefst hin einstæða frásaga af Jesú Kristi, syni Guðs.
2 Sicut scriptum est in Isaia propheta: Ecce ego mitto angelum meum ante faciem tuam, qui praeparabit viam tuam ante te.
Í bók Jesaja spámanns stendur að Guð muni senda son sinn til jarðarinnar, en áður en hann komi, muni sérstakur sendiboði koma fram og búa heiminn undir komu hans.
3 Vox clamantis in deserto: Parate viam Domini, rectas facite semitas eius.
Jesaja sagði: „Þessi sendiboði mun búa í óbyggðinni og predika að sérhver maður verði að bæta líferni sitt til að vera viðbúinn komu Drottins.“
4 Fuit Ioannes in deserto baptizans, et praedicans baptismum poenitentiae in remissionem peccatorum.
Þessi sendiboði var Jóhannes skírari. Hann dvaldist í óbyggðinni og boðaði að allir skyldu skírast og láta þannig opinberlega í ljós ákvörðun um að þeir sneru baki við syndinni og tækju á móti fyrirgefningu Guðs.
5 Et egrediebatur ad eum omnis Iudaeae regio, et Ierosolymitae universi, et baptizabantur ab illo in Iordanis flumine, confitentes peccata sua.
Fólk frá Jerúsalem og allri Júdeu fór út í Júdeueyðimörkina til að sjá Jóhannes og heyra, og þá sem játuðu syndir sínar skírði hann í ánni Jórdan.
6 Et erat Ioannes vestitus pilis camelorum, et zona pellicea circa lumbos eius, et locustas, et mel silvestre edebat.
Hann var í fötum úr úlfaldahári, hafði leðurbelti um mittið og nærðist á engisprettum og villihunangi.
7 Et praedicabat dicens: veniet fortior post me: cuius non sum dignus procumbens solvere corrigiam calceamentorum eius.
Hér er dæmi um predikun hans: „Innan skamms mun sá koma sem mér er máttugri, já, svo miklu meiri að ég er ekki einu sinni verður þess að vera þjónn hans.
8 Ego baptizavi vos aqua, ille vero baptizabit vos Spiritu sancto.
Ég skíri ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda.“
9 Et factum est: in diebus illis venit Iesus a Nazareth Galileae: et baptizatus est a Ioanne in Iordane.
Þá var það dag einn að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og Jóhannes skírði hann í Jórdan.
10 Et statim ascendens de aqua, vidit caelos apertos, et Spiritum Sanctum tamquam columbam descendentem, et manentem in ipso.
Um leið og Jesús steig upp úr vatninu, sá hann himnana opnast og heilagan anda koma yfir sig í dúfulíki.
11 Et vox facta est de caelis: Tu es Filius meus dilectus, in te complacui.
Og rödd af himnum sagði: „Þú ert minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“
12 Et statim Spiritus expulit eum in desertum.
Strax að skírninni lokinni knúði heilagur andi Jesú út í eyðimörkina, og þar var hann einn í fjörutíu daga og Satan freistaði hans. Jesús hafðist þar við meðal eyðimerkurdýranna og englar þjónuðu honum.
13 Et erat in deserto quadraginta diebus, et quadraginta noctibus: et tentabatur a satana: eratque cum bestiis, et angeli ministrabant illi.
14 Postquam autem traditus est Ioannes, venit Iesus in Galilaeam, praedicans Evangelium regni Dei,
Eftir að Heródes konungur hafði látið fangelsa Jóhannes fór Jesús til Galíleu og boðaði þar fagnaðarerindi Guðs.
15 et dicens: Quoniam impletum est tempus, et appropinquavit regnum Dei: poenitemini, et credite Evangelio.
„Stundin er komin, “sagði hann. „Guðsríki er nálægt! Snúið ykkur frá syndinni og trúið gleðiboðskapnum.“
16 Et praeteriens secus Mare Galilaeae, vidit Simonem, et Andream fratrem eius, mittentes retia in mare, (erant enim piscatores)
Dag einn er Jesús gekk fram með Galíleuvatninu sá hann bræðurna Símon og Andrés, þeir voru fiskimenn og voru einmitt þessa stundina að leggja netin.
17 et dixit eis Iesus: Venite post me, et faciam vos fieri piscatores hominum.
Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!“
18 Et protinus relictis retibus, secuti sunt eum.
Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum.
19 Et progressus inde pusillum, vidit Iacobum Zebedaei, et Ioannem fratrem eius, et ipsos componentes retia in navi:
Í öðrum bát, skammt frá, voru synir Sebedeusar, Jakob og Jóhannes, að bæta net sín.
20 et statim vocavit illos. Et relicto patre suo Zebedaeo in navi cum mercenariis, secuti sunt eum.
Hann kallaði einnig á þá og þeir skildu Sebedeus og verkamennina eftir í bátnum og fóru á eftir honum.
21 Et ingrediuntur Capharnaum: et statim sabbatis ingressus in synagogam, docebat eos.
Jesús og félagar hans komu nú til bæjarins Kapernaum og að morgni helgidagsins fóru þeir til samkomuhússins þar sem Gyðingar héldu guðsþjónustur sínar. Þar predikaði Jesús og
22 Et stupebant super doctrina eius: erat enim docens eos, quasi potestatem habens, et non sicut Scribae.
fólkið undraðist ræðu hans, því að hann talaði eins og sá sem hefur mikið vald en reyndi ekki að sanna mál sitt með sífelldum tilvitnunum í orð annarra eins og venja var.
23 Et erat in synagoga eorum homo in spiritu immundo: et exclamavit,
Við guðsþjónustuna var maður haldinn illum anda sem tók að hrópa og kalla:
24 dicens: Quid nobis, et tibi Iesu Nazarene: venisti ante tempus perdere nos? scio quod sis, Sanctus Dei.
„Jesús frá Nasaret, af hverju læturðu okkur ekki í friði? Ertu kannski kominn til að gera út af við okkur illu andana? Ég veit hver þú ert, þú ert hinn heilagi sonur Guðs!“
25 Et comminatus est ei Iesus, dicens: Obmutesce, et exi de homine.
Jesús skipaði andanum að þegja og fara úr manninum.
26 Et discerpens eum spiritus immundus, et exclamans voce magna exiit ab eo.
Þá æpti illi andinn og hristi manninn ofsalega og fór síðan út af honum.
27 Et mirati sunt omnes, ita ut conquirerent inter se dicentes: Quidnam est hoc? quaenam doctrina haec nova? quia in potestate etiam spiritibus immundis imperat, et obediunt ei.
Fólkið varð forviða og spurði sín á milli: „Eru þetta ný trúarbrögð? Jafnvel illir andar hlýða honum!“
28 Et processit rumor eius statim in omnem regionem Galilaeae.
Og fréttin af atburði þessum barst hratt um alla Galíleu.
29 Et protinus egredientes de synagoga, venerunt in domum Simonis, et Andreae cum Iacobo, et Ioanne.
Þegar Jesús og lærisveinar hans yfirgáfu samkomuhúsið fóru þeir heim til Símonar og Andrésar, þar sem tengdamóðir Símonar lá með mikinn hita. Þeir sögðu Jesú þegar frá henni.
30 Decumbebat autem socrus Simonis febricitans: et statim dicunt ei de illa.
31 Et accedens elevavit eam, apprehensa manu eius: et continuo dimisit eam febris, et ministrabat eis.
Hann gekk að rúminu, tók um hönd hennar og hjálpaði henni að setjast upp og um leið fór hitinn úr henni. Hún klæddi sig og gaf þeim að borða.
32 Vespere autem facto cum occidisset sol, afferebant ad eum omnes male habentes, et daemonia habentes:
Um kvöldið fylltist garðurinn við húsið af sjúklingum sem færðir höfðu verið til Jesú, ásamt öðrum sem haldnir voru illum öndum. Mikill fjöldi bæjarbúa stóð fyrir utan og fylgdist með.
33 et erat omnis civitas congregata ad ianuam.
34 Et curavit multos, qui vexabantur variis languoribus, et daemonia multa eiiciebat, et non sinebat ea loqui, quoniam sciebant eum.
Þetta kvöld læknaði Jesús mjög marga og rak illa anda út af mörgum. (Hann bannaði öndunum að tala, því þeir vissu hver hann var.)
35 Et diluculo valde surgens, egressus abiit in desertum locum, ibique orabat.
Morguninn eftir var Jesús kominn á fætur löngu fyrir dögun og fór einn á óbyggðan stað til að biðjast fyrir.
36 Et prosecutus est eum Simon, et qui cum illo erant.
Símon og hinir leituðu hann uppi og þegar þeir höfðu fundið hann sögðu þeir: „Allir eru að spyrja um þig.“
37 Et cum invenissent eum, dixerunt ei: Quia omnes quaerunt te.
38 Et ait illis: Eamus in proximos vicos, et civitates, ut et ibi praedicem: ad hoc enim veni.
En hann svaraði: „Við verðum einnig að fara til hinna þorpanna og predika þar, því til þess er ég kominn.“
39 Et erat praedicans in synagogis eorum, et in omni Galilaea, et daemonia eiiciens.
Og Jesús ferðaðist um alla Galíleu, predikaði í samkomuhúsunum og leysti marga undan valdi illu andanna.
40 Et venit ad eum leprosus deprecans eum: et genu flexo dicit ei: Si vis, potes me mundare.
Eitt sinn kom holdsveikur maður, kraup frammi fyrir honum og bað um lækningu. „Þú getur læknað mig ef þú vilt, “sagði hann biðjandi.
41 Iesus autem misertus eius, extendit manum suam: et tangens eum, ait illi: Volo: Mundare.
Jesús fann til með honum, snerti hann og sagði: „Ég vil það! Læknist þú!“
42 Et cum dixisset, statim discessit ab eo lepra, et mundatus est.
Samstundis hvarf holdsveikin og maðurinn varð heilbrigður.
43 Et comminatus est ei, statimque eiecit illum:
Jesús sagði við hann, ákveðinni röddu: „Farðu nú til prestanna og láttu þá skoða þig. Hafðu hvergi viðdvöl og talaðu ekki við neinn á leiðinni. Taktu með fórnina, sem Móse fyrirskipar þeim, sem læknast af holdsveiki, og þá munu allir sjá að þú ert orðinn heilbrigður.“
44 et dicit ei: Vide nemini dixeris: sed vade, ostende te principi sacerdotum, et offer pro emundatione tua, quae praecepit Moyses in testimonium illis.
45 At ille egressus coepit praedicare, et diffamare sermonem, ita ut iam non posset manifeste introire in civitatem, sed foris in desertis locis esset, et conveniebant ad eum undique.
En maðurinn sagði öllum sem hann mætti á leiðinni að hann væri heill og þar af leiðandi gat Jesús ekki komið opinberlega til neins bæjar án þess að forvitinn mannfjöldi þyrptist að honum. Hann varð því að hafast við úti í óbyggðinni og þangað streymdi fólkið til hans hvaðanæva að.

< Marcum 1 >