< Lucam 8 >

1 Et factum est deinceps, et ipse iter faciebat per civitates, et castella praedicans, et evangelizans regnum Dei: et duodecim cum illo,
Skömmu síðar fór Jesús borg úr borg og þorp úr þorpi, predikaði og boðaði komu guðsríkisins.
2 et mulieres aliquae, quae erant curatae a spiritibus malignis, et infirmatibus: Maria, quae vocatur Magdalene, de qua septem daemonia exierant,
Með í förinni voru postularnir tólf, og einnig nokkrar konur, sem hann hafði rekið illa anda út af eða læknað. Þeirra á meðal voru María Magdalena (en út af henni hafði Jesús rekið sjö illa anda),
3 et Ioanna uxor Chusae procuratoris Herodis, et Susanna, et aliae multae, quae ministrabant ei de facultatibus suis.
Jóhanna (kona Kúsa, sem var ráðsmaður Heródesar konungs og hafði umsjón með höll hans og hirð), Súsanna og margar aðrar. Veittu þær Jesú og lærisveinum hans fjárhagslegan stuðning.
4 Cum autem turba plurima convenirent, et de civitatibus properarent ad eum, dixit per similitudinem:
Einu sinni sem oftar hópaðist fólkið að Jesú til að hlusta á hann. Fólkið kom víðs vegar að úr ýmsum bæjum. Þá sagði hann þessa dæmisögu:
5 Exiit qui seminat, seminare semen suum: et dum seminat, aliud cecidit secus viam, et conculcatum est, et volucres caeli comederunt illud.
„Bóndi gekk út á akur sinn til að sá korni. Meðan hann var að sá, féll sumt af útsæðinu á götuslóðann og tróðst niður, en síðan komu fuglar og átu það upp.
6 Et aliud cecidit supra petram: et natum aruit, quia non habebat humorem.
Annað féll þar sem grunnt var á klöpp. Það óx, en skrælnaði fljótlega og dó, því raka vantaði í grunnan jarðveginn.
7 Et aliud cecidit inter spinas, et simul exortae spinae suffocaverunt illud.
Sumt lenti meðal þyrna, sem kæfðu viðkvæma kornstönglana.
8 Et aliud cecidit in terram bonam: et ortum fecit fructum centuplum. Haec dicens clamabat: Qui habet aures audiendi, audiat.
En annað lenti í frjósömum jarðvegi og óx og gaf af sér hundraðfalda uppskeru. Um leið og Jesús sagði þetta hrópaði hann: „Hver sem hefur eyru til að heyra, hann heyri.“
9 Interrogabant autem eum discipuli eius, quae esset haec parabola.
Lærisveinarnir spurðu þá Jesú hvað sagan þýddi.
10 Quibus ipse dixit: Vobis datum est nosse mysterium regni Dei, ceteris autem in parabolis: ut videntes non videant, et audientes non intelligant.
Hann svaraði: „Guð hefur ætlað ykkur að skilja þessar líkingar, því þær kenna ykkur margt um guðsríki. Fólk almennt heyrir þær, en skilur ekki, rétt eins og spámennirnir fornu sögðu fyrir.
11 Est autem haec parabola: Semen est verbum Dei.
Merking sögunnar er þessi: Útsæðið er Guðs orð.
12 Qui autem secus viam, hi sunt qui audiunt: deinde venit diabolus, et tollit verbum de corde eorum, ne credentes salvi fiant.
Hjörtu margra sem heyra Guðs orð eru hörð eins og gatan, þar sem fræið féll. Síðan kemur djöfullinn, tekur burt orðið og kemur í veg fyrir að fólkið trúi og frelsist.
13 Nam qui supra petram: qui cum audierint, cum gaudio suscipiunt verbum: et hi radices non habent: quia ad tempus credunt, et in tempore tentationis recedunt.
Grýtti jarðvegurinn táknar þá sem taka við orðinu með fögnuði, en það festir ekki rætur hjá þeim. Þeir trúa um stund, en falla frá trúnni þegar á reynir.
14 Quod autem in spinas cecidit: hi sunt, qui audierunt, et a solicitudinibus, et divitiis, et voluptatibus vitae euntes, suffocantur, et non referunt fructum.
Kornið sem lenti meðal þyrnanna, táknar þá sem hlusta og trúa orðum Guðs. En síðar kafnar trú þeirra í áhyggjum, auðæfum og alls konar lífsgæðakapphlaupi. Það fólk ber engan þroskaðan ávöxt trúarinnar.
15 Quod autem in bonam terram: hi sunt, qui in corde bono et optimo audientes verbum retinent, et fructum afferunt in patientia.
Sæðið sem lenti í frjósama jarðveginum táknar þá sem heyrt hafa orðið, geyma það í göfugu og góðu hjarta, og eru stöðuglyndir, þannig að ávextir trúarinnar sjást í lífi þeirra.“
16 Nemo autem lucernam accendens, operit eam vase, aut subtus lectum ponit: sed supra candelabrum ponit, ut intrantes videant lumen.
Seinna spurði Jesús: „Hafið þið nokkru sinni heyrt um mann sem kveikti á lampa, en stakk honum síðan undir stól, svo að hann lýsti ekki frá sér? Nei, því að lampar eru settir á góðan stað, svo að birtan dreifist vel.
17 Non est enim occultum, quod non manifestetur: nec absconditum, quod non cognoscatur, et in palam veniat.
Þetta auðveldar okkur að skilja að dag einn mun allt sem mannshugurinn geymir verða dregið fram í dagsljósið og verða öllum augljóst.
18 Videte ergo quomodo audiatis? Qui enim habet, dabitur illi: et quicumque non habet, etiam quod putat se habere, auferetur ab illo.
Gætið því vel að því sem þið heyrið. Því að þeim sem hefur, mun verða gefið enn meira, en frá þeim sem ekkert á, mun jafnvel verða tekið það sem hann telur sig eiga.“
19 Venerunt autem ad illum mater, et fratres eius, et non poterant adire eum prae turba.
Eitt sinn, er móðir Jesú og bræður komu og ætluðu að hitta hann, komust þau ekki inn í húsið þar sem hann var að kenna, vegna mannfjöldans.
20 Et nunciatum est illi: Mater tua, et fratres tui stant foris, volentes te videre.
Þegar Jesús heyrði að þau væru fyrir utan og vildu finna hann,
21 Qui respondens, dixit ad eos: Mater mea, et fratres mei hi sunt, qui verbum Dei audiunt, et faciunt.
sagði hann: „Móðir mín og bræður mínir eru þeir sem heyra orð Guðs og fara eftir því.“
22 Factum est autem in una dierum: et ipse ascendit in naviculam, et discipuli eius, et ait ad illos: Transfretemus trans stagnum. Et ascenderunt.
Dag einn var Jesús með lærisveinum sínum í báti úti á vatni. Lagði hann þá til að þeir færu yfir vatnið og í land hinum megin.
23 Et navigantibus illis, obdormivit, et descendit procella venti in stagnum, et compellebantur, et periclitabantur.
Á siglingunni sofnaði hann. Þá hvessti skyndilega á vatninu svo að gaf á hjá þeim og voru þeir hætt komnir.
24 Accedentes autem suscitaverunt eum, dicentes: Praeceptor, perimus. At ille surgens, increpavit ventum, et tempestatem aquae, et cessavit: et facta est tranquillitas.
Þeir þutu til, vöktu hann og hrópuðu: „Herra, við erum að farast!“Þá hastaði Jesús á storminn og sagði: „Hafðu hægt um þig!“Jafnskjótt lægði vindinn og öldurnar og gerði blíðalogn.
25 Dixit autem illis: Ubi est fides vestra? Qui timentes, mirati sunt ad invicem, dicentes: Quis putas hic est, quia ventis, et mari imperat, et obediunt ei?
Síðan sneri hann sér að lærisveinunum og spurði: „Hvar er trú ykkar?“Þá fundu þeir til ótta gagnvart honum og sögðu hver við annan: „Hver er hann eiginlega? Bæði vindar og vatn hlýða honum.“
26 Et navigaverunt ad regionem Gerasenorum, quae est contra Galilaeam.
Þeir komu að landi í Gerasena, en það er landsvæði við vatnið, gegnt Galíleu.
27 Et cum de navi egressus esset ad terram, occurrit illi vir quidam, qui habebat daemonium iam temporibus multis, et vestimento non induebatur, neque in domo manebat, sed in monumentis.
Þegar hann var að stíga upp úr bátnum, kom þar að maður frá nálægu þorpi. Maður þessi hafði lengi verið haldinn illum anda. Hann var heimilislaus og klæðlaus og hafðist við í gröfunum.
28 Is, ut vidit Iesum, procidit ante illum: et exclamans voce magna, dixit: Quid mihi, et tibi est Iesu Fili Dei Altissimi? obsecro te, ne me torqueas.
Um leið og hann sá Jesú, rak hann upp vein, féll til jarðar og hrópaði: „Hvað viltu mér, Jesús, sonur hins hæsta Guðs? Ég bið þig að kvelja mig ekki.“
29 Praecipiebat enim spiritui immundo ut exiret ab homine. Multis enim temporibus arripiebat illum, et vinciebatur catenis, et compedibus custoditus. et ruptis vinculis agebatur a daemonio in deserta.
Jesús hafði skipað óhreina andanum að fara út af manninum. Oft hafði þessi maður verið hlekkjaður á höndum og fótum, en þegar illi andinn hafði hann á valdi sínu sleit hann í sundur hlekkina og æddi viti sínu fjær út á eyðimörkina.
30 Interrogavit autem illum Iesus, dicens: Quod tibi nomen est? At ille dixit: Legio: quia intraverant daemonia multa in eum.
„Hvað heitir þú?“spurði Jesús illa andann. „Hersing, “svaraði hann, því í manninum voru mjög margir illir andar.
31 Et rogabant illum ne imperaret illis ut in abyssum irent. (Abyssos g12)
Síðan báðu illu andarnir hann að senda sig ekki í botnlausa hyldýpið. (Abyssos g12)
32 Erat autem ibi grex porcorum multorum pascentium in monte: et rogabant eum, ut permitteret eis in illos ingredi. Et permisit illis.
Í fjallshlíðinni þar rétt hjá, var svínahjörð á beit. Nú báðu illu andarnir hann að leyfa sér að fara í svínin og leyfði hann það.
33 Exierunt ergo daemonia ab homine, et intraverunt in porcos: et impetu abiit grex per praeceps in stagnum, et suffocatus est.
Þeir fóru út af manninum og í svínin. Við það tók öll hjörðin á rás niður brekkuna og æddi fram af hengifluginu út í vatnið og drukknaði.
34 Quod ut viderunt factum qui pascebant, fugerunt, et nunciaverunt in civitatem, et in villas.
Þegar svínahirðarnir sáu þetta, flýðu þeir í dauðans ofboði til næsta bæjar og sögðu fréttir af atburðinum.
35 Exierunt autem videre quod factum est, et venerunt ad Iesum: et invenerunt hominem sedentem, a quo daemonia exierant, vestitum ac sana mente ad pedes eius, et timuerunt.
Menn fóru til að sjá með eigin augum hvað gerst hafði. Þeir sáu manninn, sem haft hafði illu andana, sitja við fætur Jesú, klæddan og alheilan! Og þeir urðu hræddir,
36 Nunciaverunt autem illis et qui viderant, quomodo sanus factus esset a legione:
en hinir sem séð höfðu atburðinn gerast, sögðu frá hvernig maðurinn hafði læknast.
37 et rogaverunt illum omnis multitudo regionis Gerasenorum ut discederet ab ipsis: quia magno timore tenebantur. Ipse autem ascendens navim, reversus est.
Fólkið bað Jesú að fara burt og leyfa sér að vera í friði, því mikil skelfing hafði gripið það. Hann steig því aftur í bátinn og fór yfir vatnið. Áður en hann fór,
38 Et rogabat illum vir, a quo daemonia exierant, ut cum eo esset. Dimisit autem eum Iesus, dicens:
bað maðurinn sem illu andarnir höfðu verið í, hann um að leyfa sér að koma með.
39 Redi in domum tuam, et narra quanta tibi fecit Deus. Et abiit per universam civitatem, praedicans quanta illi fecisset Iesus.
„Nei, “svaraði Jesús, „farðu heldur heim til þín og segðu frá hve mikla hluti Guð hefur gert fyrir þig.“Og maðurinn fór um alla borgina og sagði hve mikið Jesús hafði gert fyrir hann.
40 Factum est autem cum rediisset Iesus, excepit illum turba. erunt enim omnes expectantes eum.
Hinum megin vatnsins beið mannfjöldinn eftir Jesú og tók honum opnum örmum.
41 Et ecce venit vir, cui nomen Iairus, et ipse princeps synagogae erat: et cecidit ad pedes Iesu, rogans eum ut intraret in domum eius,
Þá kom þar að maður, Jaírus að nafni, stjórnandi samkomuhússins. Hann kraup að fótum Jesú og grátbað hann að koma heim með sér.
42 quia unica filia erat ei fere annorum duodecim, et haec moriebatur. Et contigit, dum iret, a turba comprimebatur.
Einkadóttir hans, tólf ára gömul, lá fyrir dauðanum. Jesús fór með honum og þeir ruddu sér leið gegnum mannþröngina.
43 Et mulier quaedam erat in fluxu sanguinis ab annis duodecim, quae in medicos erogaverat omnem substantiam suam, nec ab ullo potuit curari:
Á leiðinni gerðist það að kona ein, sem hafði innvortis blæðingar, kom að baki Jesú og snart hann. Hún hafði ekki fengið neina bót á meini sínu fram að þessu, þótt hún hefði eytt nær aleigu sinni í lækna. En jafnskjótt og hún snart faldinn á yfirhöfn Jesú stöðvuðust blæðingarnar.
44 accessit retro, et tetigit fimbriam vestimenti eius: et confestim stetit fluxus sanguinis eius.
45 Et ait Iesus: Quis est, qui me tetigit? Negantibus autem omnibus, dixit Petrus, et qui cum illo erant: Praeceptor, turbae te comprimunt, et affligunt, et dicis: Quis me tetigit?
„Hver kom við mig?“spurði Jesús. Þegar enginn gaf sig fram, sagði Pétur: „Meistari, hér er fullt af fólki sem þrengir að þér á allar hliðar.“
46 Et dicit Iesus: Tetigit me aliquis. nam et ego novi virtutem de me exiisse.
„Nei, einhver snart mig af ásettu ráði, því ég fann lækningakraft streyma út frá mér.“sagði Jesús.
47 Videns autem mulier, quia non latuit, tremens venit, et procidit ante pedes eius: et ob quam causam tetigerit eum, indicavit coram omni populo: et quemadmodum confestim sanata sit.
Þegar konan sá að Jesús hafði orðið var við þetta, kom hún skjálfandi og kraup við fætur hans. Síðan útskýrði hún hvernig í öllu lá og sagði að nú væri hún orðin heilbrigð.
48 At ipse dixit ei: Filia, fides tua salvam te fecit: vade in pace.
„Dóttir, trú þín hefur læknað þig. Farðu í friði, “sagði Jesús.
49 Adhuc illo loquente, venit quidam ad principem synagogae, dicens ei: Quia mortua est filia tua, noli vexare illum.
Meðan hann var að tala við konuna, kom maður heiman frá Jaírusi með þær fréttir að litla stúlkan væri dáin. „Hún er skilin við, “sagði maðurinn við föður hennar, „það er óþarfi að ónáða meistarann lengur.“
50 Iesus autem, audito hoc verbo, respondit patri puellae: Noli timere, crede tantum, et salva erit.
Þegar Jesús heyrði þetta, sagði hann við föður stúlkunnar: „Vertu ekki hræddur. Trúðu aðeins, og hún verður heilbrigð.“
51 Et cum venisset domum, non permisit intrare secum quemquam, nisi Petrum, et Iacobum, et Ioannem, et patrem, et matrem puellae.
Þegar Jesús kom að húsinu, leyfði hann engum að fara inn með sér nema Pétri, Jakobi og Jóhannesi, auk foreldra stúlkunnar.
52 Flebant autem omnes, et plangebant illam. At ille dixit: Nolite flere, non est mortua puella, sed dormit.
Inni í húsinu var margt syrgjandi fólk, sem grét hástöfum. „Hættið að gráta!“sagði Jesús, „hún er ekki dáin heldur sefur hún.“
53 Et deridebant eum, scientes quod mortua esset.
Þá kváðu við háðsglósur frá fólkinu, því allir vissu að stúlkan var dáin.
54 Ipse autem tenens manum eius clamavit, dicens: Puella, surge.
En Jesús tók í hönd stúlkunnar og kallaði: „Stúlka litla, rístu upp!“
55 Et reversus est spiritus eius, et surrexit continuo. Et iussit illi dari manducare.
Á sama andartaki lifnaði hún við og reis upp í rúminu! „Gefðu henni eitthvað að borða, “sagði Jesús við foreldrana sem voru frá sér numdir af gleði. Hann bað þau að segja engum hvernig þetta hefði gerst.
56 Et stupuerunt parentes eius, quibus praecepit ne alicui dicerent quod factum erat.

< Lucam 8 >