< Iohannem 20 >

1 Una autem sabbati, Maria Magdalene venit mane, cum adhuc tenebrae essent, ad monumentum: et vidit lapidem sublatum a monumento.
Snemma að morgni sunnudagsins, meðan enn var dimmt, kom María Magdalena að gröfinni og sá hún þá að steinninn hafði verið færður frá grafardyrunum.
2 Cucurrit ergo, et venit ad Simonem Petrum, et ad alium discipulum, quem amabat Iesus, et dicit illis: Tulerunt Dominum de monumento, et nescimus ubi posuerunt eum.
Hún hleypur því burt, finnur Símon Pétur og mig og segir: „Þeir hafa tekið líkama Drottins úr gröfinni og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann!“
3 Exiit ergo Petrus, et ille alius discipulus, et venerunt ad monumentum.
Við hlupum út að gröfinni til að athuga þetta. Ég hljóp hraðar en Pétur og náði því þangað á undan honum
4 Currebant autem duo simul, et ille alius discipulus praecucurrit citius Petro, et venit primus ad monumentum.
5 Et cum se inclinasset, vidit posita linteamina, non tamen introivit.
og gægðist inn. Sá ég þá léreftsdúkinn liggja þar, en ekki fór ég inn.
6 Venit ergo Simon Petrus sequens eum, et introivit in monumentum, et vidit linteamina posita,
Rétt í því bar Símon Pétur að og fór hann rakleitt inn í gröfina. Hann sá líka dúkinn
7 et sudarium, quod fuerat super caput eius, non cum linteaminibus positum, sed separatim involutum in unum locum.
og klútinn, sem hulið hafði höfuð Jesú.
8 Tunc ergo introivit et ille discipulus, qui venerat primus ad monumentum: et vidit, et credidit:
Þá fór ég einnig inn á eftir honum. Ég sá og trúði (að hann hefði risið upp)
9 nondum enim sciebant Scripturam, quia oportebat eum a mortuis resurgere.
en til þessa höfðum við ekki skilið orð Biblíunnar um upprisu hans.
10 Abierunt ergo iterum discipuli ad semetipsos.
Við snerum aftur heimleiðis,
11 Maria autem stabat ad monumentum foris, plorans: Dum ergo fleret, inclinavit se, et prospexit in monumentum:
en um svipað leyti fór María aftur út að gröfinni og stóð þar úti fyrir og grét. Hún gægðist grátandi inn í gröfina.
12 et vidit duos angelos in albis, sedentes, unum ad caput, et unum ad pedes, ubi positum fuerat corpus Iesu.
Sá hún þá tvo engla í hvítum kyrtlum sitja þar, annan við höfðalagið, en hinn til fóta, þar sem líkami Jesú hafði legið.
13 Dicunt ei illi: Mulier, quid ploras? Dicit eis: Quia tulerunt Dominum meum: et nescio ubi posuerunt eum.
„Hví grætur þú?“spurðu englarnir. „Vegna þess að þeir hafa tekið Drottin minn í burtu og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“
14 Haec cum dixisset, conversa est retrorsum, et vidit Iesum stantem: et non sciebat quia Iesus est.
Síðan leit hún um öxl rétt sem snöggvast og sá einhvern standa fyrir aftan sig. Það var Jesús, en hún þekkti hann ekki.
15 Dicit ei Iesus: Mulier, quid ploras? quem quaeris? Illa existimans quia hortulanus esset, dicit ei: Domine, si tu sustulisti eum, dicito mihi ubi posuisti eum: et ego eum tollam.
„Hvers vegna grætur þú?“spurði hann, „og að hverjum ertu að leita?“Hún hélt að þetta væri eftirlitsmaður garðsins og sagði: „Herra, segðu mér hvar þú hefur lagt hann, ef þú hefur farið með hann burt, svo að ég geti sótt hann.“
16 Dicit ei Iesus: Maria. Conversa illa, dicit ei: Rabboni (quod dicitur Magister.)
„María!“sagði Jesús. Hún sneri sér að honum. „Meistari!“hrópaði hún.
17 Dicit ei Iesus: Noli me tangere, nondum enim ascendi ad Patrem meum: vade autem ad fratres meos, et dic eis: Ascendo ad Patrem meum, et Patrem vestrum, Deum meum, et Deum vestrum.
„Snertu mig ekki, “sagði hann ákveðinn, „því að ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. Farðu nú og finndu bræður þína og segðu þeim að ég muni stíga upp til föður míns og föður ykkar, Guðs míns og Guðs ykkar.“
18 Venit Maria Magdalene annuncians discipulis: Quia vidi Dominum, et haec dixit mihi.
María Magdalena fór og fann lærisveinana og sagði við þá: „Ég hef séð Drottin!“Síðan flutti hún þeim skilaboðin.
19 Cum ergo sero esset die illo, una sabbatorum, et fores essent clausae, ubi erant discipuli congregati propter metum Iudaeorum: venit Iesus, et stetit in medio, et dixit eis: Pax vobis.
Þetta kvöld komu lærisveinarnir saman og læstu að sér af ótta við leiðtoga þjóðarinnar. En skyndilega stóð Jesús þar mitt á meðal þeirra. „Friður sé með ykkur!“sagði hann.
20 Et cum hoc dixisset, ostendit eis manus, et latus. Gavisi sunt ergo discipuli, viso Domino.
Því næst sýndi hann þeim hendur sínar og síðusárið. Lærisveinarnir urðu mjög glaðir er þeir sáu Drottin.
21 Dixit ergo eis iterum: Pax vobis. Sicut misit me Pater, et ego mitto vos.
Þá talaði hann aftur til þeirra og sagði: „Friður sé með ykkur! Eins og faðirinn sendi mig, sendi ég ykkur líka.“
22 Haec cum dixisset, insufflavit: et dixit eis: Accipite Spiritum sanctum:
Síðan blés hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda.
23 quorum remiseritis peccata, remittuntur eis: et quorum retinueritis, retenta sunt.
Ef þið fyrirgefið einhverjum syndir hans, þá eru þær fyrirgefnar. Ef þið neitið honum um fyrirgefningu, þá fær hann hana ekki.“
24 Thomas autem unus ex duodecim, qui dicitur Didymus, non erat cum eis quando venit Iesus.
Einn af lærisveinunum, Tómas, kallaður „tvíburinn“, var ekki viðstaddur þegar þetta gerðist.
25 Dixerunt ergo ei alii discipuli: Vidimus Dominum. Ille autem dixit eis: Nisi videro in manibus eius fixuram clavorum, et mittam digitum meum in locum clavorum, et mittam manum meam in latus eius, non credam.
Seinna, þegar hinir sögðu honum að þeir hefðu séð Drottin, svaraði hann: „Ég trúi því ekki, nema ég sjái sárin eftir naglana í lófum hans og geti stungið fingrum mínum í þau og lagt höndina á síðusárið.“
26 Et post dies octo, iterum erant discipuli eius intus: et Thomas cum eis. Venit Iesus ianuis clausis, et stetit in medio, et dixit eis: Pax vobis.
Viku síðar voru lærisveinarnir aftur samankomnir og í þetta sinn var Tómas með þeim. Dyrunum hafði verið læst, en skyndilega – og á sama hátt og áður – stóð Jesús á meðal þeirra og sagði: „Friður sé með ykkur!“
27 Deinde dixit Thomae: Infer digitum tuum huc, et vide manus meas, et affer manum tuam, et mitte in latus meum: et noli esse incredulus, sed fidelis.
Síðan sagði hann við Tómas: „Stingdu fingri þínum í lófa mér og leggðu höndina á síðusárið. Vertu nú ekki vantrúaður heldur trúaður.“
28 Respondit Thomas, et dixit ei: Dominus meus, et Deus meus.
„Drottinn minn og Guð minn!“sagði Tómas.
29 Dixit ei Iesus: Quia vidisti me Thoma, credidisti: beati qui non viderunt, et crediderunt.
Jesús sagði þá við hann: „Þú trúðir af því að þú hefur séð mig, en sælir eru þeir sem ekki sáu, en trúðu þó!“
30 Multa quidem, et alia signa fecit Iesus in conspectu discipulorum suorum, quae non sunt scripta in libro hoc.
Lærisveinarnir sáu hann gera mörg önnur kraftaverk en þau sem hér hefur verið lýst. En þessi bók er rituð til þess að þú trúir að Jesús sé Kristur, Guðssonurinn, og til þess að þú, með trúnni, eignist lífið í samfélaginu við hann.
31 Haec autem scripta sunt ut credatis, quia Iesus est Christus Filius Dei: et ut credentes, vitam habeatis in nomine eius.

< Iohannem 20 >