< Iohannem 15 >

1 Ego sum vitis vera: et Pater meus agricola est.
„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn.
2 Omnem palmitem in me non ferentem fructum, tollet eum: et omnem, qui fert fructum, purgabit eum, ut fructum plus afferat.
Sérhverja grein sem ekki ber ávöxt, sker hann af, en hinar sem bera ávöxt, hreinsar hann, svo að þær beri enn meiri ávöxt.
3 Iam vos mundi estis propter sermonem, quem locutus sum vobis.
Þið eruð þegar hreinir, vegna þess að þið hafið trúað orðum mínum.
4 Manete in me: et ego in vobis. Sicut palmes non potest fere fructum a semetipso, nisi manserit in vite: sic nec vos, nisi in me manseritis.
Verið í mér, og þá lifi ég í ykkur. Því að eins og greinin getur ekki borið ávöxt, nema hún sé á vínviðinum, þannig getið þið ekki borið ávöxt án mín.
5 Ego sum vitis, vos palmites: qui manet in me, et ego in eo, hic fert fructum multum: quia sine me nihil potestis facere.
Ég er vínviðurinn, þið eruð greinarnar. Sá sem lifir í mér og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt, en án mín getið þið alls ekkert gert.
6 Si quis in me non manserit: mittetur foras sicut palmes, et arescet, et colligent eum, et in ignem mittent, et ardet.
Þeim sem hefur yfirgefið mig, verður kastað burt eins og ónýtum greinum. Þeim er síðan safnað saman og brennt.
7 Si manseritis in me, et verba mea in vobis manserint: quodcumque volueritis petetis, et fiet vobis.
Ef þið eruð í mér og hlýðið boðum mínum, þá biðjið um hvað sem þið viljið og það mun veitast ykkur!
8 In hoc clarificatus est Pater meus, ut fructum plurimum afferatis, et efficiamini mei discipuli.
Þeir sem eru sannir lærisveinar mínir, bera mikinn ávöxt og verða föður mínum til dýrðar.
9 Sicut dilexit me Pater, et ego dilexi vos. Manete in dilectione mea.
Eins og faðirinn hefur elskað mig, hef ég elskað ykkur, verið því stöðugir í elsku minni.
10 Si praecepta mea servaveritis, manebitis in dilectione mea, sicut et ego Patris mei praecepta servavi, et maneo in eius dilectione.
Ef þið hlýðið mér, verðið þið stöðugir í elsku minni, eins og ég hlýði föður mínum og lifi í elsku hans.
11 Haec locutus sum vobis: ut gaudium meum in vobis sit, et gaudium vestrum impleatur.
Þetta segi ég ykkur, svo að fögnuður minn fylli ykkur – svo að gleði ykkar verði fullkomin.
12 Hoc est praeceptum meum ut diligatis invicem, sicut dilexi vos.
Ég krefst þess af ykkur að þið elskið hver annan jafn innilega og ég elska ykkur.
13 Maiorem hac dilectionem nemo habet, ut animam suam ponat qui pro amicis suis.
Og nú skal ég segja ykkur hvernig við getum prófað kærleikann: Sá elskar mest, sem fórnar lífi sínu fyrir vini sína.
14 Vos amici mei estis, si feceritis quae ego praecipio vobis.
Þið eruð vinir mínir, ef þið gerið eins og ég segi.
15 Iam non dicam vos servos: quia servus nescit quid faciat dominus eius. Vos autem dixi amicos: quia omnia quaecumque audivi a Patre meo, nota feci vobis.
Ég kalla ykkur ekki framar þjóna, því að húsbóndinn getur ekki treyst þjónum sínum. Þið eruð vinir mínir og því til staðfestingar hef ég sagt ykkur allt sem faðirinn sagði mér.
16 Non vos me elegistis: sed ego elegi vos, et posui vos ut eatis, et fructum afferatis: et fructus vester maneat: ut quodcumque petieritis Patrem in nomine meo, det vobis.
Ekki hafið þið valið mig, heldur hef ég valið ykkur. Ég valdi ykkur til að fara og bera eilífan ávöxt kærleikans, svo að faðirinn veiti ykkur hvað sem þið biðjið hann um í mínu nafni.
17 Haec mando vobis, ut diligatis invicem.
Þetta býð ég ykkur: Elskið hver annan.
18 Si mundus vos odit: scitote quia me priorem vobis odio habuit.
Heimurinn mun hata ykkur, en vitið, að hann hataði mig áður en hann hataði ykkur.
19 Si de mundo fuissetis: mundus quod suum erat diligeret: quia vero de mundo non estis, sed ego elegi vos de mundo, propterea odit vos mundus.
Ef þið tilheyrðuð heiminum, mundi heimurinn elska ykkur, en vegna þess að ég hef valið ykkur úr heiminum, þá hatar hann ykkur.
20 Mementote sermonis mei, quem ego dixi vobis: non est servus maior domino suo. Si me persecuti sunt, et vos persequentur: si sermonem meum servaverunt, et vestrum servabunt.
Munið hvað ég sagði ykkur: Ekki er þjónninn æðri húsbónda sínum – og fyrst þeir hafa ofsótt mig, munu þeir vissulega ofsækja ykkur líka. Hafi þeir hins vegar hlustað á mig, þá munu þeir einnig hlusta á ykkur.
21 Sed haec omnia facient vobis propter nomen meum: quia nesciunt eum, qui misit me.
Heimurinn þekkir ekki Guð, sem sendi mig, og þar sem þið tilheyrið mér, þá munu þeir ofsækja ykkur.
22 Si non venissem, et locutus non fuissem eis, peccatum non haberent: nunc autem excusationem non habent de peccato suo.
Mennirnir væru án saka, ef ég hefði ekki komið og sagt þeim sannleikann, en nú þekkja þeir hann og hafa því enga afsökun fyrir syndum sínum.
23 Qui me odit: et Patrem meum odit.
Sá sem hatar mig, hatar þar með föður minn.
24 Si opera non fecissem in eis, quae nemo alius fecit, peccatum non haberent: nunc autem et viderunt, et oderunt et me, et Patrem meum.
Ef ég hefði ekki gert þessi kraftaverk, hefði heimurinn afsökun, en nú hefur hann séð þau og þó hatar hann bæði mig og föður minn.
25 Sed ut adimpleatur sermo, qui in lege eorum scriptus est: Quia odio habuerunt me gratis.
Þetta er uppfylling orða spámannsins um Krist: „Þeir hötuðu mig án saka.“
26 Cum autem venerit Paraclitus, quem ego mittam vobis a Patre, spiritum veritatis, qui a Patre procedit, ille testimonium perhibebit de me:
En ég mun senda ykkur hjálparann, heilagan anda, uppsprettu sannleikans. Hann mun koma til ykkar frá föðurnum og fræða ykkur um mig.
27 et vos testimonium perhibebitis, qui ab initio mecum estis.
En þið verðið einnig að bera mér vitni, því að þið hafið verið með mér frá byrjun.“

< Iohannem 15 >