< Iacobi 1 >

1 Iacobus Dei, et Domini nostri Iesu Christi servus, duodecim tribubus, quae sunt in dispersione, salutem.
Frá Jakobi, þjóni Guðs og Drottins Jesú Krists. Til kristinna Gyðinga, hvar sem þeir eru. Sæl verið þið!
2 Omne gaudium existimate fratres mei, cum in tentationes varias incideritis:
Kæru vinir, hafið þið mætt miklum freistingum og erfiðleikum? Ef svo er, gleðjist þá!
3 scientes quod probatio fidei vestrae patientiam operatur.
En hvers vegna? Vegna þess að trú ykkar og þolinmæði vex ekki nema þið þolið mótlæti.
4 Patientia autem opus perfectum habet: ut sitis perfecti et integri in nullo deficientes.
Leyfið henni að vaxa! Reynið ekki að flýja vandamálin, því að þegar þolinmæði ykkar hefur náð fullum þroska, getur ekkert sett ykkur úr jafnvægi. Þá hafið þið eignast stöðuga skapgerð.
5 Si quis autem vestrum indiget sapientia, postulet a Deo, qui dat omnibus affluenter, et non improperat: et dabitur ei.
Ef ykkur langar til að vita hver er vilji Guðs með ykkur, þá spyrjið hann og hann mun fúslega segja ykkur það. Hann er reiðubúinn að miðla vísdómi sínum, þeim sem um það biðja.
6 Postulet autem in fide nihil haesitans: qui enim haesitat, similis est fluctui maris, qui a vento movetur et circumfertur.
Þegar þið biðjið, þá verðið þið að vænta bænheyrslu. Ef þið efist, eruð þið eins og sjávaralda, sem rís og hrekst fyrir vindi.
7 non ergo aestimet homo ille quod accipiat aliquid a Domino.
Þá verða líka allar ákvarðanir ykkar óákveðnar og þið vitið varla í hvorn fótinn þið eigið að stíga. Ef þið biðjið ekki í trú, skuluð þið ekki heldur vænta svars frá Drottni.
8 Vir duplex animo inconstans est in omnibus viis suis.
9 Glorietur autem frater humilis in exaltatione sua:
Kristnu vinir, sé einhver ykkar lítils metinn í þessum heimi, hefur hann ástæðu til að gleðjast, því að hann er mikils virði í augum Drottins.
10 dives autem in humilitate sua, quoniam sicut flos foeni transibit:
Og sá ríki gleðjist af því að Drottinn er ekki háður auðæfum hans. Innan skamms er hann dáinn, eins og blómið, sem skrælnar í sólarbreiskjunni og missir fegurð sína. Þannig fer fyrir hinum ríku, þeir lifa um stund, en deyja svo frá öllu sínu amstri.
11 exortus est enim sol cum ardore, et arefecit foenum, et flos eius decidit, et decor vultus eius deperiit: ita et dives in itineribus suis marcescet.
12 Beatus vir, qui suffert tentationem: quoniam cum probatus fuerit, accipiet coronam vitae, quam repromisit Deus diligentibus se.
Sæll er sá sem stenst freistingu, það styrkir hann gegn hinu illa. Að launum mun hann hljóta kórónu lífsins, sem Guð hefur lofað þeim sem elska hann.
13 Nemo cum tentatur, dicat quoniam a Deo tentatur: Deus enim intentator malorum est: ipse autem neminem tentat.
Munið að Guð freistar aldrei nokkurs manns, enda verður hann sjálfur aldrei fyrir freistingu hins illa.
14 Unusquisque vero tentatur a concupiscentia sua abstractus, et illectus.
Freistingarnar spretta af illum ásetningi og óhreinum hugsunum.
15 Deinde concupiscentia cum conceperit, parit peccatum: peccatum vero cum consummatum fuerit, generat mortem.
Slíkar hvatir leiða til illverka og refsingin, sem af þeim leiðir, er dauðinn.
16 Nolite itaque errare fratres mei dilectissimi.
Kæru vinir, gætið þess að villast ekki af leið!
17 Omne datum optimum, et omne donum perfectum desursum est, descendens a Patre luminum, apud quem non est transmutatio, nec vicissitudinis obumbratio.
Allt, sem gott er og fullkomið, kemur frá Guði, skapara ljóssins. Ljómi hans er eilífur og óumbreytanlegur og á hann fellur ekki skuggi.
18 Voluntarie enim genuit nos verbo veritatis, ut simus initium aliquod creaturae eius.
Með krafti orða sinna kveikti hann nýtt líf í hjörtum okkar – endurfæddi okkur og þar með urðum við fyrstu börnin í hans nýju fjölskyldu.
19 Scitis fratres mei dilectissimi. Sit autem omnis homo velox ad audiendum: tardus autem ad loquendum, et tardus ad iram.
Kæru vinir, hér er góð regla: Hlustið og takið vel eftir öllu, segið fátt og reiðist ekki.
20 Ira enim viri, iustitiam Dei non operatur.
Guð vill að við séum góð, en reiðin er aðeins til ills.
21 Propter quod abiicientes omnem immunditiam, et abundantiam malitiae, in mansuetudine suscipite insitum verbum, quod potest salvare animas vestras.
Leggið nú af allt illt, hvort sem það er í orði, verki eða hugsun, en gleðjist heldur yfir þeim mikla boðskap sem við höfum meðtekið, því að nái hann tökum á okkur, getur hann frelsað sálir okkar.
22 Estote autem factores verbi, et non auditores tantum: fallentes vosmetipsos.
Og munið: Ekki nægir aðeins að hlusta á boðskapinn, honum verður einnig að hlýða, athugið það!
23 Quia si quis auditor est verbi, et non factor: hic comparabitur viro consideranti vultum nativitatis suae in speculo:
Sá sem lætur sér nægja að hlusta, en fer ekki eftir því sem hann heyrir, er líkur manni sem horfir á sjálfan sig í spegli,
24 consideravit enim se, et abiit, et statim oblitus est qualis fuerit.
en gleymir svo útliti sínu jafnskjótt og hann er genginn frá speglinum.
25 Qui autem perspexerit in lege perfectae libertatis, et permanserit in ea, non auditor obliviosus factus, sed factor operis: hic beatus in facto suo erit.
En sá sem sífellt rannsakar orð Guðs og hjálpræðisverk hans og fer eftir því, mun hljóta blessun við allt sem hann gerir.
26 Si quis autem putat se religiosum esse, non refrenans linguam suam, sed seducens cor suum, huius vana est religio.
Sá sem telur sig kristinn, en hefur ekki taumhald á tungu sinni, blekkir sjálfan sig og trú hans er einskis virði.
27 Religio munda, et immaculata apud Deum et Patrem, haec est: Visitare pupillos, et viduas in tribulatione eorum, et immaculatum se custodire ab hoc saeculo.
Í augum Guðs birtist sönn trú í því að annast ekkjur og munaðarlausa, og vera Drottni trúr – og óhreinka sig ekki af hinu illa.

< Iacobi 1 >