< Timotheum I 6 >

1 Quicumque sunt sub iugo servi, dominos suos omni honore dignos arbitrentur, ne nomen Domini et doctrina blasphemetur.
Kristnir þrælar eiga að vinna vel fyrir eigendur sína og bera virðingu fyrir þeim – látum engan komast upp með að segja að kristið fólk sé lélegt til vinnu! Látum hvorki nafn Guðs né boðskap hans verða fyrir lasti í þessu sambandi.
2 Qui autem fideles habent dominos, non contemnant, quia fratres sunt: sed magis serviant, quia fideles sunt et dilecti, qui beneficii participes sunt. Haec doce, et exhortare.
Ef eigandi þrælanna er kristinn, þá er það ekki þrælunum tilefni til að svíkjast um, heldur ættu þeir að vinna af enn meira kappi, því að þannig hjálpa þeir kristnum meðbróður. Allt þetta skaltu kenna, Tímóteus, og hvetja fólk til að fara eftir því.
3 Si quis aliter docet, et non acquiescit sanis sermonibus Domini nostri Iesu Christi, et ei, quae secundum pietatem est, doctrinae:
Vera má að sumir hafni þessu en það er sannleikur þrátt fyrir það. Þetta er hin heilnæma kenning Drottins Jesú Krists og hún er undirstaða alls guðrækilegs lífernis. Þeir sem hafna henni, sýna þar með stolt sitt og heimsku.
4 superbus est, nihil sciens, sed languens circa quaestiones, et pugnas verborum: ex quibus oriuntur invidiae, contentiones, blasphemiae, suspiciones malae,
Þeir lenda í endalausum þrætum um skýringar á orðum Krists og vekja deilur, öfund og reiði, sem svo endar í skömmum, klögumálum og tortryggni.
5 conflictationes hominum mente corruptorum, et qui veritate privati sunt, existimantium quaestum esse pietatem.
Hugsanir þessara orðháka eru myrkvaðar synd og þeir kunna ekki að segja satt. Fyrir þeim er trúin aðeins leið til fjár og frama. Forðastu slíka menn.
6 Est autem quaestus magnus pietas cum sufficientia.
Hefur þú áhuga á að verða ríkur? Þú ert ríkur, ef þú óttast Guð og ert nægjusamur.
7 Nihil enim intulimus in hunc mundum: haud dubium quod nec auferre quid possumus.
Ekki höfum við neitt með okkur þegar við komum í þennan heim og við tökum ekki eina einustu krónu með okkur þegar við deyjum.
8 Habentes autem alimenta, et quibus tegamur, his contenti simus.
Verum því ánægð ef við höfum í okkur og á.
9 Nam qui volunt divites fieri, incidunt in tentationem, et in laqueum diaboli, et desideria multa inutilia, et nociva, quae mergunt homines in interitum et perditionem.
Þeir sem ríkir vilja verða, leiðast auðveldlega út í alls konar vitleysu, ef þeir halda að þar sé gróðavon og þannig hafa margir glatað sálarheill sinni.
10 Radix enim omnium malorum est cupiditas: quam quidam appetentes erraverunt a fide, et inseruerunt se doloribus multis.
Fégræðgin er upphaf margra synda og peninganna vegna hafa sumir snúið baki við Guði og lent í ógöngum.
11 Tu autem, o homo Dei haec fuge: sectare vero iustitiam, pietatem, fidem, charitatem, patientiam, mansuetudinem.
Kæri Tímóteus, þú ert Guðs maður! Forðastu allt illt, en snúðu þér í staðinn að því sem rétt er og gott. Lærðu að treysta Guði og elska aðra menn, og vertu þolinmóður og ljúfur.
12 Certa bonum certamen fidei, apprehende vitam aeternam, in qua vocatus es, et confessus bonam confessionem coram multis testibus. (aiōnios g166)
Manstu hve djarfur þú varst þegar þú játaðir í margra votta viðurvist að þú hefðir eignast eilífa lífið? Haltu fast í það, því að það var Guð sem gaf þér það. (aiōnios g166)
13 Praecipio tibi coram Deo, qui vivificat omnia, et Christo Iesu, qui testimonium reddidit sub Pontio Pilato, bonam confessionem:
Nú skipa ég þér, þar sem þú stendur frammi fyrir augliti Guðs, sem gefur öllu líf, og frammi fyrir Kristi Jesú, sem óhræddur bar fram játningu sína frammi fyrir Pontíusi Pílatusi.
14 ut serves mandatum sine macula, irreprehensibile usque in adventum Domini nostri Iesu Christi,
Framkvæm þú allt það sem Guð bauð þér að gera, svo að enginn geti fundið neitt að þér eða bent á óheiðarleika í fari þínu, allt þar til Jesús Kristur kemur aftur.
15 quem suis temporibus ostendet beatus et solus potens, Rex regum, et Dominus dominantium:
Þá mun Guð láta Krist birtast í dýrð sinni – hann, hinn sæla og máttuga Guð, konung konunganna, Drottin allra drottna,
16 qui solus habet immortalitatem, et lucem inhabitat inaccessibilem: quem nullus hominum vidit, sed nec videre potest: cui honor, et imperium sempiternum: Amen. (aiōnios g166)
hinn ódauðlega, sem býr í ljósi sem enginn fær nálgast. Enginn maður hefur nokkru sinni séð hann, né mun heldur sjá. Hans er mátturinn, dýrðin og valdið um aldir alda. Amen. (aiōnios g166)
17 Divitibus huius saeculi praecipe non sublime sapere, neque sperare in incerto divitiarum, sed in Deo vivo (qui praestat nobis omnia abunde ad fruendum) (aiōn g165)
Segðu þeim sem ríkir eru að forðast allan hroka og ekki treysta á peningana, því að þeir eyðast. Segðu þeim heldur að hrósa sér af Guði og setja traust sitt á hann, því að hann veitir okkur fúslega allt sem við þörfnumst. (aiōn g165)
18 bene agere, divites fieri in bonis operibus, facile tribuere, communicare,
Segðu þeim að nota peningana til þess sem gott er. Menn þessir ættu að vera ríkir af góðum verkum og gefa með glöðu geði, þeim sem þurfandi eru – vera reiðubúnir að deila með öðrum því sem Guð hefur gefið þeim.
19 thesaurizare sibi fundamentum bonum in futurum, ut apprehendant veram vitam.
Þannig gætu þeir safnað sér varanlegum fjársjóði á himnum og það er eina örugga fjárfestingin, ef eilífðin er höfð í huga! Þar að auki eiga þeir svo að lifa ávaxtaríku trúarlífi hér á jörðinni.
20 O Timothee, depositum custodi, devitans profanas vocum novitates, et oppositiones falsi nominis scientiae,
Kæri Tímóteus, láttu ekki dragast að gera það sem Guð hefur falið þér. Sumir stæra sig af þekkingu sinni, en opinbera þar með fáfræði sína. Forðastu heimskulegar deilur við slíka menn.
21 quam quidam promittentes, circa fidem exciderunt. Gratia tecum. Amen.
Sumir þeirra hafa týnt því sem mestu máli skiptir í lífinu: Þekkingunni á Guði. Náð Guðs sé með þér. Páll

< Timotheum I 6 >