< Thessalonicenses I 5 >

1 De temporibus autem, et momentis fratres non indigetis ut scribamus vobis.
Hvenær verður þetta? Reyndar er óþarfi fyrir mig að ræða það, kæru vinir,
2 Ipsi enim diligenter scitis quia dies Domini, sicut fur in nocte, ita veniet.
því að ykkur er sjálfum ljóst að það veit enginn. Dagur Drottins kemur fyrirvaralaust – eins og þjófur um nótt.
3 cum enim dixerint pax, et securitas: tunc repentinus eis superveniet interitus, sicut dolor in utero habentis, et non effugient.
Fólk segir: „Nú er friður og ró og allt í besta lagi, “– en þá mun skelfingin dynja yfir, eins og fæðingarhríðir hjá konu sem er að því komin að ala barn. Fólk þetta mun ekki sjá neina undankomuleið – hvergi mun skjól að finna.
4 Vos autem fratres non estis in tenebris, ut vos dies illa tamquam fur comprehendat:
Kæru vinir, ég veit að ykkur er þetta ljóst og þegar dagur Drottins kemur, kemur hann ykkur ekki í opna skjöldu eins og óvinur,
5 omnes enim vos filii lucis estis, et filii diei: non sumus noctis, neque tenebrarum.
því að öll eruð þið börn ljóssins og börn dagsins. Þið heyrið ekki nóttunni til né myrkrinu.
6 Igitur non dormiamus sicut et ceteri, sed vigilemus, et sobrii simus.
Verið því allsgáð og sofið ekki á verðinum eins og sumir. Vakið og væntið komu Drottins!
7 Qui enim dormiunt, nocte dormiunt: et qui ebrii sunt, nocte ebrii sunt.
Nóttina nota menn til svefns og sumir til að drekka sig fulla,
8 Nos autem, qui diei sumus, sobrii simus, induti loricam fidei, et charitatis, et galeam spem salutis:
en við, sem lifum í ljósinu skulum vera allsgáð, vernduð brynju trúar og kærleika og með hjálm hjálpræðisins á höfði.
9 quoniam non posuit nos Deus in iram, sed in acquisitionem salutis per Dominum nostrum Iesum Christum,
Guð hefur ekki kallað okkur til refsingar,
10 qui mortuus est pro nobis: ut sive vigilemus, sive dormiamus, simul cum illo vivamus.
heldur til eilífs lífs með sér, hvort sem við verðum lífs eða liðin þann dag er Drottinn kemur aftur.
11 Propter quod consolamini invicem: et aedificate alterutrum, sicut et facitis.
Uppörvið því hvert annað og hjálpist að, hér eftir sem hingað til.
12 Rogamus autem vos fratres ut noveritis eos, qui laborant inter vos, et praesunt vobis in Domino, et monent vos,
Kæru vinir, sýnið leiðtogum safnaðar ykkar tilhlýðilega virðingu. Þeir leggja hart að sér ykkar vegna og vara ykkur við öllu því sem rangt er.
13 ut habeatis illos abundantius in charitate propter opus illorum: et pacem habete cum eis.
Hugsið vel til þeirra og berið umhyggju fyrir þeim, því að þeir gera sitt besta til að hjálpa ykkur. Haldið svo frið hvert við annað.
14 Rogamus autem vos fratres, corripite inquietos, consolamini pusillanimes, suscipite infirmos, patientes estote ad omnes.
Kæru vinir, áminnið þá sem latir eru og uppörvið þá sem kjarklitlir eru. Sýnið nærgætni og umhyggjusemi þeim sem viðkvæmir eru og verið þolinmóð hvert við annað.
15 Videte ne quis malum pro malo alicui reddat: sed semper quod bonum est sectamini in invicem, et in omnes.
Gætið þess að enginn gjaldi illt fyrir illt, en reynið í hvívetna að gera hvert öðru gott og einnig þeim sem ekki eru kristnir.
16 Semper gaudete.
Verið ávallt glöð.
17 Sine intermissione orate.
Verið stöðug í bæninni.
18 In omnibus gratias agite: haec est enim voluntas Dei in Christo Iesu in omnibus vobis.
Þakkið Guði í öllum kringumstæðum, því það er vilji Guðs með þá sem Kristi tilheyra.
19 Spiritum nolite extinguere.
Hindrið ekki heilagan anda
20 Prophetias nolite spernere.
með því að ávíta þá sem koma með spádóm frá Guði,
21 Omnia autem probate: quod bonum est tenete.
en sannprófið það sem þeir segja í ljósi Guðs orðs, til að ganga úr skugga um hvort það sé rétt, og ef svo er, þá takið við því.
22 Ab omni specie mala abstinete vos:
Haldið ykkur frá öllu sem illt er.
23 Ipse autem Deus pacis sanctificet vos per omnia: ut integer spiritus vester, et anima, et corpus sine querela in adventu Domini nostri Iesu Christi conservetur.
Ég bið þess að Guð friðarins hreinsi ykkur algjörlega og varðveiti líkama ykkar, sál og anda, allt til þess dags er Drottinn Jesús Kristur kemur aftur.
24 Fidelis est, qui vocavit vos: qui etiam faciet.
Guð, sem kallaði ykkur til að verða börn sín, mun koma þessu til leiðar, eins og hann hefur lofað.
25 Fratres orate pro nobis.
Kæru vinir, biðjið fyrir okkur.
26 Salutate fratres omnes in osculo sancto.
Skilið kveðju frá mér til allra bræðranna.
27 Adiuro vos per Dominum ut legatur epistola haec omnibus sanctis fratribus.
Ég bið þess og krefst í nafni Drottins að þið látið lesa þetta bréf upp fyrir öllum söfnuðinum.
28 Gratia Domini nostri Iesu Christi vobiscum. Amen.
Drottinn blessi ykkur ríkulega, eitt og sérhvert. Páll

< Thessalonicenses I 5 >