< Corinthios I 1 >

1 Paulus vocatus Apostolus Iesu Christi per voluntatem Dei, et Sosthenes frater,
Frá: Páli, sem Guð hefur kjörið sendiboða Jesú Krists, og bróður Sósþenesi.
2 Ecclesiae Dei, quae est Corinthi, sanctificatis in Christo Iesu, vocatis sanctis, cum omnibus, qui invocant nomen Domini nostri Iesu Christi, in omni loco ipsorum, et nostro.
Til: Kristinna manna í Korintu sem Guð hefur kallað sér til eignar og Jesús Kristur hefur helgað honum; og til: Allra kristinna manna, hvar sem þeir eru, þeirra sem ákalla nafn Jesú Krists, sem er Drottinn okkar allra.
3 Gratia vobis, et pax a Deo Patre nostro, et Domino Iesu Christo.
Guð, faðir okkar, og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur og veiti frið í hug og hjarta. Fyrst Guð hefur blessað ykkur, hvers vegna eruð þið þá ósátt?
4 Gratias ago Deo meo semper pro vobis in gratia Dei, quae data est vobis in Christo Iesu:
Ég get ekki látið af að þakka Guði fyrir alla þá náð sem hann hefur gefið ykkur í Jesú Kristi.
5 quod in omnibus divites facti estis in illo, in omni verbo, et in omni scientia:
Hann hefur auðgað allt líf ykkar, gert ykkur kleift að bera honum vitni og aukið ykkur skilning á sannleikanum.
6 sicut testimonium Christi confirmatum est in vobis:
Það sem ég sagði að Kristur gæti gert fyrir ykkur, hefur gerst!
7 ita ut nihil vobis desit in ulla gratia, expectantibus revelationem Domini nostri Iesu Christi,
Nú njótið þið blessunar hans í ríkum mæli og skortir enga náðargjöf meðan þið bíðið endurkomu Drottins Jesú Krists.
8 qui et confirmabit vos usque in finem sine crimine, in die adventus Domini nostri Iesu Christi.
Og Guð mun gera ykkur staðföst svo að enginn geti ásakað ykkur á endurkomudegi hans.
9 Fidelis Deus: per quem vocati estis in societatem filii eius Iesu Christi Domini nostri.
Guð, sem kallaði ykkur til samfélags við son sinn, Jesú Krist, Drottin okkar, mun standa við allt sem hann hefur lofað ykkur – hann er vissulega trúfastur.
10 Obsecro autem vos fratres per nomen Domini nostri Iesu Christi: ut idipsum dicatis omnes, et non sint in vobis schismata: sitis autem perfecti in eodem sensu, et in eadem scientia.
En, kæru vinir, ég bið ykkur í nafni Drottins Jesú Krists. Hættið þessum deilum ykkar í milli en gætið þess að lifa í sátt og samlyndi, svo að ekki sé klofningur í söfnuðinum. Ég grátbið ykkur: Verið einhuga – sameinuð í hugsun og verki.
11 Significatum est enim mihi de vobis fratres mei ab iis, qui sunt Chloes, quia contentiones sunt inter vos.
Nokkrir þeirra sem búa heima hjá Klóe hafa sagt mér frá rifrildi ykkar og deilum, kæru vinir.
12 Hoc autem dico, quod unusquisque vestrum dicit: Ego quidem sum Pauli: ego autem Apollo: ego vero Cephae: ego autem Christi.
Sum ykkar segja: „Ég fylgi Páli!“Aðrir segjast fylgja Apollós eða Pétri, og enn aðrir Kristi.
13 Divisus est Christus: Numquid Paulus crucifixus est pro vobis? aut in nomine Pauli baptizati estis?
Þannig hafið þið í reynd skipt Kristi í marga hluta! Hef ég, Páll, þá dáið fyrir syndir ykkar? Eða var nokkurt ykkar skírt í mínu nafni?
14 Gratias ago Deo meo, quod neminem vestrum baptizavi, nisi Crispum, et Caium:
Ég er mjög feginn því að ég skuli ekki hafa skírt neitt ykkar, nema þá Krispus og Gajus,
15 nequis dicat quod in nomine meo baptizati estis.
því annars gæti einhver haldið að ég hafi verið að stofna nýjan söfnuð, „Pálssöfnuðinn!“
16 Baptizavi autem et Stephanae domum: ceterorum autem nescio si quem alium vestrum baptizaverim.
Jú, reyndar skírði ég líka fjölskyldu Stefanasar, en ekki man ég til að hafa skírt fleiri.
17 Non enim misit me Christus baptizare, sed evangelizare: non in sapientia verbi, ut non evacuetur crux Christi.
Því að Kristur sendi mig ekki til að skíra, heldur til að flytja gleðiboðskapinn. Og predikun mín einkennist ekki af skrúðmælgi eða háfleygum orðum, því að þá ætti ég á hættu að draga úr þeim mikla mætti sem boðskapurinn um krossdauða Krists býr yfir.
18 Verbum enim crucis pereuntibus quidem stultitia est: iis autem, qui salvi fiunt, id est nobis, Dei virtus est.
Mér er vel ljóst hve þeim sem glatast finnst heimskulegt að heyra að Jesús Kristur hafi dáið til að frelsa þá. En við, sem frelsumst, fáum að reyna að þessi boðskapur er sjálfur kraftur Guðs.
19 Scriptum est enim: Perdam sapientiam sapientium, et prudentiam prudentium reprobabo.
Því Guðs orð segir: „Ég mun gera að engu allar mannlegar tilraunir til að frelsast; hversu skynsamlegar sem þær virðast vera, og láta mig engu varða bestu hugmyndir manna, jafnvel þær snilldarlegustu.“
20 Ubi sapiens? ubi scriba? ubi conquisitor huius saeculi? Nonne stultam fecit Deus sapientiam huius mundi? (aiōn g165)
Og hvað um þessa spekinga, þessa lærðu menn og snjöllu, sem vit hafa á öllu milli himins og jarðar? Guð hefur gert þá alla hlægilega og sýnt fram á að speki þeirra er tóm vitleysa. (aiōn g165)
21 Nam quia in Dei sapientia non cognovit mundus per sapientiam Deum: placuit Deo per stultitiam praedicationis salvos facere credentes.
Því að Guð kom því svo fyrir af visku sinni að menn gætu aldrei fundið hann með mannlegri snilli. Síðan greip hann sjálfur inn í og frelsaði alla þá sem trúðu boðskap hans, sem heimurinn telur heimskulegt þvaður.
22 Quoniam et Iudaei signa petunt, et Graeci sapientiam quaerunt:
Gyðingum finnst hann fávíslegur, því að þeir vilja tákn frá himni sem sönnun þess að það sem boðað er sé satt. Heiðingjum hins vegar finnst hann þvaður, af því að þeir trúa því einu sem er í samræmi við heimspeki þeirra og það sem þeir kalla skynsemi.
23 nos autem praedicamus Christum crucifixum: Iudaeis quidem scandalum, Gentibus autem stultitiam,
Svo þegar við boðum að Kristur hafi dáið til að frelsa mennina, þá hneykslast Gyðingar, en heiðingjarnir segja að slíkur boðskapur nái ekki nokkurri átt.
24 ipsis autem vocatis Iudaeis, atque Graecis Christum Dei virtutem, et Dei sapientia:
En Guð hefur opnað augu þeirra sem kallaðir eru til að frelsast, bæði Gyðinga og heiðingja, svo að nú sjá þeir að Kristur er kraftur Guðs, þeim til hjálpræðis. Kristur er sjálfur þungamiðja hinnar máttugu fyrirætlunar Guðs þeim til björgunar.
25 quia quod stultum est Dei, sapientius est hominibus: et quod infirmum est Dei, fortius est hominibus.
Þessi svokallaða „heimskulega fyrirætlun Guðs“er mun skynsamlegri en gáfulegasta úrræði hinna mestu spekinga. Guð í vanmætti sínum – þegar Kristur dó á krossinum – er stórum máttugri en nokkur maður.
26 Videte enim vocationem vestram fratres, quia non multi sapientes secundum carnem, non multi potentes, non multi nobiles:
Takið eftir, vinir mínir, að fá ykkar sem fylgið Kristi eruð fræg, voldug eða rík.
27 sed quae stulta sunt mundi elegit Deus, ut confundat sapientes: et infirma mundi elegit Deus, ut confundat fortia:
Þess í stað hefur Guð af ásettu ráði kosið að nota það, sem heimurinn telur heimsku og fánýti, til að láta þá verða sér til minnkunar, sem heimurinn telur skynsama og mikla.
28 et ignobilia mundi, et contemptibilia elegit Deus, et ea, quae non sunt, ut ea quae sunt destrueret:
Hann hefur valið það, sem heimurinn fyrirlítur og metur einskis, og notar það til að gera að engu það sem heimurinn hrósar sér af,
29 ut non glorietur omnis caro in conspectu eius.
svo að enginn geti nokkurn tíma hreykt sér frammi fyrir Guði.
30 Ex ipso autem vos estis in Christo Iesu, qui factus est nobis sapientia a Deo, et iustitia, et sanctificatio, et redemptio:
Það er Guði að þakka að þið eigið samfélag við Jesú Krist og í Jesú hafið þið öðlast þekkingu á Guði. En Jesús gerði meira en það, hann hefur líka réttlætt ykkur, helgað og leyst ykkur frá afleiðingum syndafallsins.
31 ut quemadmodum scriptum est: Qui gloriatur, in Domino glorietur.
Ég tek því undir orð Biblíunnar: „Vilji einhver hrósa sér, þá hrósi hann sér aðeins af því sem Guð hefur gert.“

< Corinthios I 1 >