< Corinthios I 3 >

1 Et ego, fratres, non potui vobis loqui quasi spiritualibus, sed quasi carnalibus. Tamquam parvulis in Christo,
Kæru systkini, nú hef ég talað við ykkur eins og þið væruð enn ungbörn í trúnni eða eins og þeir sem ekki fylgja Drottni, heldur sínum eigin hvötum. Ég get ekki talað við ykkur eins og ég myndi tala við þroskaða menn, sem fylltir eru anda Guðs.
2 lac vobis potum dedi, non escam: nondum enim poteratis: sed nec nunc quidem potestis: adhuc enim carnales estis.
Ég hef orðið að næra ykkur á mjólk en ekki á kjarngóðum mat, af því að hann hafið þið ekki þolað og þið verðið jafnvel enn að láta ykkur nægja mjólkina.
3 Cum enim sit inter vos zelus, et contentio: nonne carnales estis, et secundum hominem ambulatis?
Þið eruð enn eins og smábörn og látið stjórnast af hvötum ykkar eingöngu, en ekki vilja Guðs. Þið eruð ennþá börn, sem fara sínu fram. Það sýnir afbrýðisemi ykkar hvers í annars garð og það að þið skiptið ykkur í deiluhópa. Satt að segja látið þið eins og fólk sem alls ekki tilheyrir Drottni.
4 Cum enim quis dicat: Ego quidem sum Pauli. Alius autem: Ego Apollo: nonne homines estis? Quid igitur est Apollo? quid vero Paulus?
Þarna eruð þið og rífist um hvort ég sé meiri en Apollós og kljúfið þar með söfnuðinn. Sýnir þetta ekki hve lítið þið hafið þroskast í Drottni?
5 Ministri eius, cui credidistis, ut unicuique sicut Dominus dedit.
Hver er ég, og hver er Apollós, að við skulum vera deiluefni ykkar? Við erum aðeins þjónar Guðs, hvor um sig með sína sérstöku hæfileika, og með hjálp okkar komust þið til trúar.
6 Ego plantavi, Apollo rigavit: sed Deus incrementum dedit.
Mitt verk var að sá fræinu, orði Guðs, í hjörtu ykkar og verk Apollóss var að vökva það en það var Guð, en ekki við, sem lét það vaxa.
7 Itaque neque qui plantat est aliquid, neque qui rigat: sed, qui incrementum dat, Deus.
Þeir sem sá og þeir sem vökva skipta ekki máli, en Guð skiptir öllu máli því að hann gefur vöxtinn.
8 Qui autem plantat, et qui rigat, unum sunt. Unusquisque autem propriam mercedem accipiet secundum suum laborem.
Við Apollós vinnum saman að sama markmiði, þótt hvor okkar um sig muni hljóta laun í samræmi við erfiði sitt.
9 Dei enim sumus adiutores: Dei agricultura estis, Dei aedificatio estis.
Við erum samverkamenn Guðs. Þið eruð akur Guðs en ekki okkar. Þið eruð hús Guðs en ekki okkar.
10 Secundum gratiam Dei, quae data est mihi, ut sapiens architectus fundamentum posui: alius autem superaedificat. Unusquisque autem videat quomodo superaedificet.
Guð hefur af gæsku sinni kennt mér hvernig á að byggja. Ég lagði grunninn en Apollós byggði ofan á, og sá sem byggir ofan á verður að gæta vel að hvernig hann byggir.
11 Fundamentum enim aliud nemo potest ponere praeter id, quod positum est, quod est Christus Iesus.
Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem þegar er lagður og er Jesús Kristur.
12 Si quis autem superaedificat super fundamentum hoc, aurum, argentum, lapides pretiosos, ligna, foenum, stipulam,
En margs konar efni er hægt að nota til að byggja ofan á þennan grunn. Sumir nota gull, silfur og dýra steina en aðrir nota tré, hey eða strá.
13 uniuscuiusque opus manifestum erit: dies enim Domini declarabit, quia in igne revelabitur: et uniuscuiusque opus quale sit, ignis probabit.
Þegar Kristur kemur að dæma heiminn, mun reyna á, hvers konar efni það er sem hver um sig hefur notað. Verk hvers og eins verður reynt í eldi, svo að allir geti séð hvort það stenst og hvort eitthvert gagn var að því.
14 Si cuius opus manserit quod superaedificavit, mercedem accipiet.
Þá mun hver sá hljóta laun, sem stenst prófið, það er að segja sá sem hefur byggt ofan á grunninn úr réttu efni.
15 Si cuius opus arserit, detrimentum patietur: ipse autem salvus erit: sic tamen quasi per ignem.
Brenni hins vegar það sem einhver hefur reist, þá mun hann verða fyrir miklu tjóni. Sjálfur mun hann þó frelsast eins og sá sem bjargast úr eldi.
16 Nescitis quia templum Dei estis, et Spiritus Dei habitat in vobis?
Skiljið þið ekki að þið eruð öll hús Guðs og andi Guðs býr með ykkur í því húsi?
17 Si quis autem templum Dei violaverit, disperdet illum Deus. Templum enim Dei sanctum est, quod estis vos.
Ef einhver óhreinkar eða spillir húsi Guðs, þá mun Guð eyða honum, því að hús Guðs er heilagt og hreint og slíkt hús eruð þið.
18 Nemo se seducat: si quis videtur inter vos sapiens esse in hoc saeculo, stultus fiat ut sit sapiens. (aiōn g165)
Hættið að blekkja sjálf ykkur! Ef þið teljið ykkur vel greind, eftir mati þessa heims, leggið þá allt slíkt sjálfsmat á hilluna og teljið ykkur vankunnandi, annars missið þið af hinni sönnu visku frá Guði. (aiōn g165)
19 Sapientia enim huius mundi, stultitia est apud Deum. Scriptum est enim: Comprehendam sapientes in astutia eorum.
Viska þessa heims er heimska í augum Guðs. Eins og Jobsbók segir þá notar Guð snilli mannsins til að veiða hann í gildru. Hann hrasar um sína eigin speki og dettur.
20 Et iterum: Dominus novit cogitationes sapientium quoniam vanae sunt.
Og í Davíðssálmum er okkur sagt að Drottinn viti fullvel hvernig mannleg speki bregst við og hversu heimskuleg og fánýt þau viðbrögð séu.
21 Nemo itaque glorietur in hominibus.
Stærið ykkur ekki af visku einhverra spekinga. Guð hefur þegar gefið ykkur allt sem þið þurfið.
22 Omnia enim vestra sunt, sive Paulus, sive Apollo, sive Cephas, sive mundus, sive vita, sive mors, sive praesentia, sive futura: omnia enim vestra sunt:
Hann hefur gefið ykkur Pál og Apollós til hjálpar. Hann hefur gefið ykkur allan heiminn til afnota. Einnig lífið og dauðinn eru ykkur til þjónustu. Hann hefur gefið ykkur allt hið liðna og alla framtíð. Allt tilheyrir ykkur
23 vos autem Christi: Christus autem Dei.
og þið tilheyrið Kristi, og Kristur er Guðs.

< Corinthios I 3 >