< Psalmorum 5 >

1 In finem pro ea, quæ hereditatem consequitur, Psalmus David. Verba mea auribus percipe Domine, intellige clamorem meum.
Drottinn, hlustaðu á orð mín. Heyr þú mína einlægu bæn.
2 Intende voci orationis meæ, rex meus et Deus meus.
Hlustaðu á kveinstafi mína, þú Guð, konungur minn, því að ég mun aldrei biðja til neins nema þín.
3 Quoniam ad te orabo: Domine mane exaudies vocem meam.
Á hverjum morgni horfi ég til himins, já til þín, og legg bænir mínar fram fyrir þig.
4 Mane astabo tibi et videbo: quoniam non Deus volens iniquitatem tu es.
Ég veit að þú fyrirlítur óguðleika og að þeir sem iðka hið illa fá ekki að dveljast hjá þér.
5 Neque habitabit iuxta te malignus: neque permanebunt iniusti ante oculos tuos.
Hrokafullir syndarar standast augnaráð þitt ekki, því að þú hatar illgjörðir þeirra.
6 Odisti omnes, qui operantur iniquitatem: perdes omnes, qui loquuntur mendacium. Virum sanguinum et dolosum abominabitur Dominus:
Þú munt eyða þeim sem tala lygi og þú hefur andstyggð á morðum og svikum.
7 ego autem in multitudine misericordiæ tuæ. Introibo in domum tuam: adorabo ad templum sanctum tuum in timore tuo.
En hvað um mig? Af náð þinni fæ ég að ganga inn í musteri þitt, umvafinn vernd þinni og ást. Ég vil tilbiðja þig í djúpri lotningu.
8 Domine deduc me in iustitia tua: propter inimicos meos dirige in conspectu tuo viam meam.
Drottinn, leiddu mig eins og þú lofaðir mér, annars munu óvinir mínir sigra mig. Segðu mér skýrt hvað ég á að gera, og hvert ég á að fara,
9 Quoniam non est in ore eorum veritas: cor eorum vanum est.
því að þeir reyna að blekkja mig. Hjörtu þeirra eru full af illsku. Tortíming og dauði býr í ráðum þeirra og þeir nota svik og pretti sér til framdráttar.
10 Sepulchrum patens est guttur eorum, linguis suis dolose agebant, iudica illos Deus. Decidant a cogitationibus suis, secundum multitudinem impietatum eorum expelle eos, quoniam irritaverunt te Domine.
Ó, Guð láttu þá fá makleg málagjöld. Þeir lendi í eigin gildru. Hrintu þeim burt vegna hinna mörgu afbrota þeirra, því að þeir storka þér.
11 Et lætentur omnes, qui sperant in te, in æternum exultabunt: et habitabis in eis. Et gloriabuntur in te omnes, qui diligunt nomen tuum,
En þeir sem treysta þér gleðjast og kætast. Þeir hrópa af gleði því þú verndar þá. Þeir sem elska þig gleðjast yfir þér.
12 quoniam tu benedices iusto. Domine, ut scuto bonæ voluntatis tuæ coronasti nos.
Því að þú, ó Guð, blessar hinn trúaða, þú verndar hann með skildi elsku þinnar.

< Psalmorum 5 >