< Psalmorum 90 >

1 Oratio Moysi hominis Dei. Domine, refugium factus es nobis: a generatione in generationem.
Bæn guðsmannsins Móse. Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kynslóð til kynslóðar.
2 Priusquam montes fierent, aut formaretur terra, et orbis: a sæculo et usque in sæculum tu es Deus.
Áður en þú skapaðir fjöllin og jörðin varð til, varst þú, ó Guð – þú átt þér hvorki upphaf né endi!
3 Ne avertas hominem in humilitatem: et dixisti: Convertimini filii hominum.
Þú talar – og maðurinn verður aftur að dufti.
4 Quoniam mille anni ante oculos tuos, tamquam dies hesterna, quæ præteriit, Et custodia in nocte,
Þúsund ár eru eins og einn dagur fyrir þér, eins og klukkustund!
5 quæ pro nihilo habentur, eorum anni erunt.
Við berumst með straumi tímans og hverfum líkt og í draumi.
6 Mane sicut herba transeat, mane floreat, et transeat: vespere decidat, induret, et arescat.
Við erum eins og grasið sem grær að morgni en skrælnar að kvöldi, visnar og deyr.
7 Quia defecimus in ira tua, et in furore tuo turbati sumus.
Við föllum fyrir reiði þinni og hnígum fyrir bræði þinni.
8 Posuisti iniquitates nostras in conspectu tuo: sæculum nostrum in illuminatione vultus tui.
Þú hefur breitt úr syndum okkar frammi fyrir þér – einnig hinum leyndu syndum – engin þeirra er þér hulin.
9 Quoniam omnes dies nostri defecerunt: et in ira tua defecimus. Anni nostri sicut aranea meditabuntur:
Reiði þín er enginn leikur. Er að undra þótt ævin sé erfið og dagarnir líði sem andvarp.
10 dies annorum nostrorum in ipsis, septuaginta anni. Si autem in potentatibus octoginta anni: et amplius eorum, labor et dolor. Quoniam supervenit mansuetudo: et corripiemur.
Ævi okkar er sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár. En jafnvel bestu árin eru full af mæðu og hégóma. Þau eru horfin áður en varir og við á bak og burt!
11 Quis novit potestatem iræ tuæ: et præ timore tuo iram tuam
Hver þekkir ógnir reiði þinnar, og hvert okkar óttast þig eins og ber?
12 dinumerare? Dexteram tuam sic notam fac: et eruditos corde in sapientia.
Kenndu okkur að telja alla okkar daga og skilja hve ævin er stutt. Gefðu að við fáum notað hana til góðs.
13 Convertere Domine usquequo? et deprecabilis esto super servos tuos.
Ó, Drottinn, hve lengi er þess að bíða að þú dragir reiði þína í hlé og blessir okkur á nýjan leik?
14 Repleti sumus mane misericordia tua: et exultavimus, et delectati sumus omnibus diebus nostris.
Miskunna okkur á hverjum morgni að við megum gleðjast hvern einasta dag.
15 Lætati sumus pro diebus, quibus nos humiliasti: annis, quibus vidimus mala.
Já, gefðu okkur gleði í stað armæðu liðinna daga.
16 Respice in servos tuos, et in opera tua: et dirige filios eorum.
Leyfðu okkur aftur að reyna máttarverk þín svo að börn okkar sjái dýrð þína eins og við forðum.
17 Et sit splendor Domini Dei nostri super nos, et opera manuum nostrarum dirige super nos: et opus manuum nostrarum dirige.
Náð Drottins Guðs sé með okkur. Hann veiti okkur gæfu og gengi.

< Psalmorum 90 >