< Psalmorum 102 >

1 Oratio pauperis, cum anxius fuerit, et in conspectu Domini effuderit precem suam. Domine exaudi orationem meam: et clamor meus ad te veniat.
Drottinn, heyrðu bæn mína! Hlustaðu á ákall mitt!
2 Non avertas faciem tuam a me: in quacumque die tribulor, inclina ad me aurem tuam. In quacumque die invocavero te, velociter exaudi me.
Snúðu ekki baki við mér á ógæfutímum. Hneigðu eyra þitt að mér og svaraðu mér fljótt.
3 Quia defecerunt sicut fumus dies mei: et ossa mea sicut cremium aruerunt.
Ævi mín líður svo hratt, dagarnir fljúga hver af öðrum.
4 Percussus sum ut fœnum, et aruit cor meum: quia oblitus sum comedere panem meum.
Heilsan er búin, hjartað er sjúkt – ég er eins og visið strá. Maturinn er bragðlaus, ég er hættur að finna bragð.
5 A voce gemitus mei adhæsit os meum carni meæ.
Ég er ekkert nema skinn og bein.
6 Similis factus sum pellicano solitudinis: factus sum sicut nycticorax in domicilio.
Ég er líkastur pelikan í eyðimörk eða uglu í húsarúst.
7 Vigilavi, et factus sum sicut passer solitarius in tecto.
Ég ligg andvaka og styn eins og einmana fugl á þaki.
8 Tota die exprobrabant mihi inimici mei: et qui laudabant me adversum me iurabant.
Óvinir mínir hæða mig og spotta dag eftir dag.
9 Quia cinerem tamquam panem manducabam, et potum meum cum fletu miscebam.
Fæða mín er aska, ekki brauð, og drykkur minn blandast tárum mínum.
10 A facie iræ et indignationis tuæ: quia elevans allisisti me.
Þú ert mér reiður Drottinn og hefur varpað mér burt frá þér.
11 Dies mei sicut umbra declinaverunt: et ego sicut fœnum arui.
Líf mitt líður burt eins og kvöldskuggi. Ég visna eins og gras
12 Tu autem Domine in æternum permanes: et memoriale tuum in generationem et generationem.
en þú Drottinn ríkir í dýrð þinni að eilífu. Þinn orðstír mun lifa frá kynslóð til kynslóðar.
13 Tu exurgens misereberis Sion: quia tempus miserendi eius, quia venit tempus.
Ég veit að þú munt koma og vægja Jerúsalem. – Gerðu það núna! – Efndu loforð þitt um hjálp.
14 Quoniam placuerunt servis tuis lapides eius: et terræ eius miserebuntur.
Því að þjóð þín elskar hvern stein í múr hennar og jafnvel rykið á strætum hennar.
15 Et timebunt Gentes nomen tuum Domine, et omnes reges terræ gloriam tuam.
Þjóðirnar og konungar þeirra skjálfi fyrir Drottni og hans miklu dýrð,
16 Quia ædificavit Dominus Sion: et videbitur in gloria sua.
því að Drottinn mun endurreisa Jerúsalem og birtast þar í dýrð!
17 Respexit in orationem humilium: et non sprevit precem eorum.
Hann hlustar á bænir fátæklinganna, gefur gaum að beiðni þeirra.
18 Scribantur hæc in generatione altera: et populus, qui creabitur, laudabit Dominum:
Þetta hef ég skráð til þess að komandi kynslóðir lofi Drottin fyrir öll hans verk. Fólk sem enn hefur ekki séð dagsins ljós mun vegsama hann.
19 Quia prospexit de excelso sancto suo: Dominus de cælo in terram aspexit:
Segið þeim að Drottinn leit niður frá musteri sínu á himnum.
20 Ut audiret gemitus compeditorum: ut solveret filios interemptorum:
Hann heyrði stunur þjóðar sinnar í ánauðinni – hún var dauðans matur – og hann frelsaði hana!
21 Ut annuncient in Sion nomen Domini: et laudem eius in Ierusalem.
Þess vegna streyma þúsundir til musteris hans í Jerúsalem og lofa hann og vegsama um alla borgina.
22 In conveniendo populos in unum, et reges ut serviant Domino.
Konungar jarðarinnar eru í þeim hópi.
23 Respondit ei in via virtutis suæ: Paucitatem dierum meorum nuncia mihi.
Hann hefur tekið frá mér lífskraftinn og stytt ævi mína.
24 Ne revoces me in dimidio dierum meorum: in generationem et generationem anni tui.
En ég hrópaði til hans: „Þú, Guð sem lifir að eilífu, láttu mig ekki deyja fyrir aldur fram!
25 Initio tu Domine terram fundasti: et opera manuum tuarum sunt cæli.
Í upphafi lagðir þú undirstöður jarðarinnar og himnarnir eru verk handa þinna.
26 Ipsi peribunt, tu autem permanes: et omnes sicut vestimentum veterascent. Et sicut opertorium mutabis eos, et mutabuntur:
Þau munu hverfa en þú ert að eilífu. Þau fyrnast, líkt og slitin föt sem lögð eru til hliðar.
27 tu autem idem ipse es, et anni tui non deficient.
En þú ert hinn sami og ár þín taka aldrei enda.
28 Filii servorum tuorum habitabunt: et semen eorum in sæculum dirigetur.
En afkomendur okkar munu lifa og þú munt varðveita þá, kynslóð fram af kynslóð.“

< Psalmorum 102 >