< Lucam 19 >

1 Et ingressus perambulabat Iericho.
Í Jeríkó bjó maður sem Sakkeus hét.
2 Et ecce vir nomine Zachæus: et hic princeps erat publicanorum, et ipse dives:
Hann var yfirskattheimtumaður Rómverja og því mjög ríkur.
3 et quærebat videre Iesum, quis esset: et non poterat præ turba, quia statura pusillus erat.
Þegar Jesús var á leið um borgina reyndi Sakkeus, sem var mjög lágvaxinn, að sjá Jesú, en hann gat það ekki vegna mannfjöldans.
4 Et præcurrens ascendit in arborem sycomorum ut videret eum: quia inde erat transiturus.
Hann hljóp því fram fyrir og klifraði upp í mórberjatré, sem stóð við veginn, til að fá góða yfirsýn.
5 Et cum venisset ad locum, suspiciens Iesus vidit illum, et dixit ad eum: Zachæe festinans descende: quia hodie in domo tua oportet me manere.
Þegar Jesús kom þar að, leit hann upp til Sakkeusar og kallaði: „Sakkeus! Komdu niður! Ég ætla að heimsækja þig í dag.“
6 Et festinans descendit, et excepit illum gaudens.
Sakkeus varð mjög glaður. Hann flýtti sér niður úr trénu, fullur eftirvæntingar, og fór með Jesú heim til sín.
7 Et cum viderent omnes, murmurabant, dicentes quod ad hominem peccatorem divertisset.
Þá lét mannfjöldinn óánægju sína í ljós og sagði: „Hví leyfir hann sér að heimsækja slíkan syndara?“
8 Stans autem Zachæus, dixit ad Dominum: Ecce dimidium bonorum meorum, Domine, do pauperibus: et si quid aliquem defraudavi, reddo quadruplum.
En á meðan stóð Sakkeus frammi fyrir Drottni og sagði: „Herra, héðan í frá ætla ég að gefa fátækum helming auðæfa minna. Og hafi ég látið einhvern greiða of háa skatta, þá mun ég refsa sjálfum mér með því að greiða honum fjórfalt aftur.“
9 Ait Iesus ad eum: Quia hodie salus domui huic facta est: eo quod et ipse filius sit Abrahæ.
Þá sagði Jesús við hann: „Þetta sýnir, að í dag hefur hjálp Guðs veist þessu heimili. Þú varst einn hinna týndu sona Abrahams. Ég, Kristur, er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“
10 Venit enim Filius hominis quærere, et salvum facere quod perierat.
11 Hæc illis audientibus adiiciens, dixit parabolam, eo quod esset prope Ierusalem: et quia existimarent quod confestim regnum Dei manifestaretur.
Þegar Jesús var kominn í námunda við Jerúsalem, sagði hann dæmisögu til að leiðrétta þá sem héldu að ríki Guðs stæði fyrir dyrum:
12 Dixit ergo: Homo quidam nobilis abiit in regionem longinquam accipere sibi regnum, et reverti.
„Höfðingi, sem bjó í skattlandi einu, var kvaddur til höfuðborgar ríkisins, en þar átti að krýna hann konung yfir skattlandinu.
13 Vocatis autem decem servis suis, dedit eis decem mnas, et ait ad illos: Negotiamini dum venio.
Áður en hann fór, kallaði hann saman tíu aðstoðarmenn sína og afhenti hverjum um sig hálfa milljón króna, sem þeir áttu að versla með meðan hann væri í burtu.
14 Cives autem eius oderant eum: et miserunt legationem post illum, dicentes: Nolumus hunc regnare super nos.
Sumum landsmanna var illa við hann og því sendu þeir honum sjálfstæðisyfirlýsingu. Þeir tóku fram að þeir hefðu gert byltingu og myndu ekki líta á hann sem konung sinn.
15 Et factum est ut rediret accepto regno: et iussit vocari servos, quibus dedit pecuniam, ut sciret quantum quisque negotiatus esset.
Þegar hann kom heim aftur, kallaði hann til sín menn þá sem hann hafði afhent peningana. Nú vildi hann fá að vita hvernig þeim hefði gengið og hver ágóði hans yrði.
16 Venit autem primus dicens: Domine, mna tua decem mnas acquisivit.
Sá fyrsti sagði frá stórkostlegum gróða – hann hafði tífaldað upphæðina!
17 Et ait illi: Euge bone serve, quia in modico fuisti fidelis, eris potestatem habens super decem civitates.
„Glæsilegt!“hrópaði konungurinn. „Mér líst vel á þig. Þú hefur reynst trúr í því litla sem ég fól þér og í staðinn skaltu fá að stjórna tíu borgum.“
18 Et alter venit, dicens: Domine, mna tua fecit quinque mnas.
Næsti maður hafði einnig góða sögu að segja, hann hafði fimmfaldað upphæðina.
19 Et huic ait: Et tu esto super quinque civitates.
„Gott!“sagði húsbóndi hans. „Þú skalt fá að stjórna fimm borgum.“
20 Et alter venit, dicens: Domine, ecce mna tua, quam habui repositam in sudario:
En sá þriðji skilaði aðeins sömu upphæð og hann hafði fengið og sagði: „Ég var hræddur og gætti peninganna vel, því að þú ert ekkert lamb að leika við. Þú tekur það sem þú átt ekki og hirðir jafnvel uppskeru annarra.“
21 timui enim te, quia homo austerus es: tollis quod non posuisti, et metis quod non seminasti.
22 Dicit ei: De ore tuo te iudico serve nequam. Sciebas quod ego homo austerus sum, tollens quod non posui, et metens quod non seminavi:
„Þú ert latur, þorparinn þinn, “hreytti konungurinn út úr sér og bætti síðan við: „Er ég harðskeyttur, ha? Já, það er ég og þannig verð ég einmitt við þig!
23 et quare non dedisti pecuniam meam ad mensam, ut ego veniens cum usuris utique exegissem illam?
Hvers vegna lagðir þú þá peningana ekki í banka svo ég fengi þó einhverja vexti, fyrst þú þekktir mig svona vel?“
24 Et astantibus dixit: Auferte ab illo mnam, et date illi, qui decem mnas habet.
Síðan sneri hann sér að hinum sem þar stóðu og sagði skipandi: „Takið af honum peningana og fáið þeim sem græddi mest.“
25 Et dixerunt ei: Domine, habet decem mnas.
„Já, herra, en er hann ekki þegar búinn að fá nóg?“spurðu þeir.
26 Dico autem vobis, quia omni habenti dabitur, et abundabit: ab eo autem, qui non habet, et quod habet auferetur ab eo.
„Jú, “svaraði konungurinn, „en sá sem hefur, mun fá enn meira, en sá sem lítið á, mun missa það fyrr en varir.
27 Verumtamen inimicos meos illos, qui noluerunt me regnare super se, adducite huc: et interficite ante me.
En varðandi þessa óvini mína sem gerðu uppreisn, þá náið í þá og takið þá af lífi að mér ásjáandi“.“
28 Et his dictis, præcedebat ascendens Ierosolymam.
Eftir að hafa sagt þessa sögu, hélt Jesús áfram til Jerúsalem og gekk á undan lærisveinunum.
29 Et factum est, cum appropinquasset ad Bethphage, et Bethaniam ad montem, qui vocatur Oliveti, misit duos discipulos suos,
Þegar þeir nálguðust þorpin Betfage og Betaníu á Olíufjallinu, sendi hann tvo þeirra á undan sér.
30 dicens: Ite in castellum, quod contra est: in quod introeuntes, invenietis pullum asinæ alligatum, cui nemo umquam hominum sedit: solvite illum, et adducite.
Hann sagði þeim að fara inn í þorpið, sem var nær, og þegar þangað kæmi skyldu þeir leita uppi asna í einni götunni. Þetta átti að vera foli, sem enginn hefði áður komið á bak. „Leysið hann, “sagði Jesús, „og komið með hann.
31 Et si quis vos interrogaverit: Quare solvitis? sic dicetis ei: Quia Dominus operam eius desiderat.
Ef einhver spyr hvað þið séuð að gera, skuluð þið segja: „Herrann þarf hans með.““
32 Abierunt autem qui missi erant: et invenerunt, sicut dixit illis, stantem pullum.
Þeir fóru og fundu asnann eins og Jesús hafði sagt,
33 Solventibus autem illis pullum, dixerunt domini eius ad illos: Quid solvitis pullum?
en meðan þeir voru að leysa hann, komu eigendurnir og kröfðust skýringar. „Hvað eruð þið að gera?“spurðu þeir, „hvers vegna eruð þið að leysa folann okkar?“
34 At illi dixerunt: Quia Dominus eum necessarium habet.
„Herrann þarf hans með, “svöruðu lærisveinarnir.
35 Et duxerunt illum ad Iesum. Et iacentes vestimenta sua supra pullum, imposuerunt Iesum.
Síðan fóru þeir með hann til Jesú og lögðu yfirhafnir sínar á bak folans, handa Jesú að sitja á.
36 Eunte autem illo, substernebant vestimenta sua in via.
Fólkið breiddi föt sín á veginn framundan. Þegar komið var þangað, sem vegurinn liggur niður af Olíufjallinu, tók öll fylkingin að hrópa og lofsyngja Guð fyrir öll undursamlegu kraftaverkin sem Jesús hafði gert.
37 Et cum appropinquaret iam ad descensum Montis Oliveti, cœperunt omnes turbæ discipulorum gaudentes laudare Deum voce magna super omnibus, quas viderant, virtutibus,
38 dicentes: Benedictus, qui venit rex in nomine Domini! Pax in cælo, et gloria in excelsis!
„Guð hefur gefið okkur konung!“hrópaði fólkið í gleði sinni. „Lengi lifi konungurinn! Gleðjist þið himnar! Dýrð sé Guði í hæstum himni!“
39 Et quidam Pharisæorum de turbis, dixerunt ad illum: Magister, increpa discipulos tuos.
En í hópnum voru nokkrir farísear sem sögðu: „Herra, þú verður að banna fylgjendum þínum að segja slíka hluti.“
40 Quibus ipse ait: Dico vobis, quia si hi tacuerint, lapides clamabunt.
Hann svaraði: „Ef þeir þegðu, myndu steinarnir hrópa gleðióp.“
41 Et ut appropinquavit, videns civitatem flevit super illam, dicens:
Þegar nær dró Jerúsalem og Jesús sá borgina, grét hann og sagði:
42 Quia si cognovisses et tu, et quidem in hac die tua, quæ ad pacem tibi, nunc autem abscondita sunt ab oculis tuis.
„Ó, ef þú hefðir aðeins þekkt veg friðarins, en nú er hann hulinn sjónum þínum.
43 Quia venient dies in te: et circumdabunt te inimici tui vallo, et circumdabunt te: et coangustabunt te undique:
Óvinir þínir munu reisa virki gegn borgarmúrum þínum, umkringja þig og inniloka.
44 et ad terram prosternent te, et filios tuos, qui in te sunt, et non relinquent in te lapidem super lapidem: eo quod non cognoveris tempus visitationis tuæ.
Þeir munu eyða þér og börnum þínum, svo að ekki standi steinn yfir steini – því þú hafnaðir boði Guðs.“
45 Et ingressus in templum, cœpit eiicere vendentes in illo, et ementes,
Jesús fór inn í musterið og rak kaupmennina frá borðum sínum
46 dicens illis: Scriptum est: Quia domus mea domus orationis est. Vos autem fecistis illam speluncam latronum.
og sagði: „Biblían segir: „Musteri mitt er bænastaður, en þið hafið breytt því í þjófabæli.“
47 Et erat docens quotidie in templo. Principes autem sacerdotum, et scribæ, et princeps plebis quærebant illum perdere:
Eftir þetta kenndi hann daglega í musterinu. Æðstu prestarnir, ásamt öðrum trúarleiðtogum og framámönnum þjóðarinnar, reyndu nú að finna leið til að losna við hann.
48 et non inveniebant quid facerent illi. Omnis enim populus suspensus erat, audiens illum.
En þeir fundu enga, því að fólkið leit á hann sem þjóðhetju – það var sammála öllu sem hann sagði.

< Lucam 19 >