< Rómverjabréfið 5 >

1 Fyrst við erum sýknuð og réttlát í augum Guðs vegna trúarinnar á fyrirheit hans, þá getum við lifað í friði og sátt við hann vegna þess sem Jesús Kristur, Drottinn okkar, gerði fyrir okkur.
Etant donc justifiés par la foi, nous avons la paix avec Dieu, par notre Seigneur Jésus-Christ,
2 Vegna trúar okkar hefur hann veitt okkur hin æðstu forréttindi og þannig er aðstaða okkar nú. Við horfum með djörfung og gleði fram til alls þess sem Guð ætlar okkur að verða.
Qui, par la foi, nous a aussi fait avoir accès à cette grâce, dans laquelle nous demeurons fermes, et nous nous glorifions dans l'espérance de la gloire de Dieu;
3 Þegar við lendum í erfiðleikum og raunum þá getum við líka glaðst, því að við vitum að slíkt verður okkur til góðs. Það eflir þolgæði okkar,
Et non seulement en cela, mais nous nous glorifions même dans les afflictions, sachant que l'affliction produit la patience,
4 styrkir persónuleikann og það auðveldar okkur að treysta Guði æ betur, eða þangað til trú okkar verður að lokum sterk og óhagganleg.
Et la patience la vertu éprouvée, et la vertu éprouvée l'espérance.
5 Þegar þessu marki er náð, getum við verið hughraust, hvað sem á dynur því að þá vitum við að allt muni fara vel. Við vitum að Guð elskar okkur og hann hefur gefið okkur heilagan anda og fyllt hjörtu okkar af kærleika sínum. Við finnum að við erum umvafin kærleika hans!
Or, l'espérance ne trompe point, parce que l'amour de Dieu est répandu dans nos cœurs, par l'Esprit-Saint qui nous a été donné.
6 Við vorum hjálparvana og sáum enga undankomuleið. Þá kom Kristur á réttum tíma og dó fyrir okkur syndarana, enda þótt við bæðum hann ekki um slíkt.
Car, lorsque nous étions encore sans force, Christ est mort en son temps, pour des impies.
7 Þess er varla að vænta að nokkur hafi viljað deyja fyrir okkur, jafnvel þótt við hefðum verið góðir menn, þó að það sé auðvitað hugsanlegt.
Car, à peine mourrait-on pour un juste; peut-être se résoudrait-on à mourir pour un homme de bien.
8 En Guð sýndi okkur takmarkalausan kærleika sinn, er hann sendi Krist í dauðann fyrir okkur meðan við vorum enn fjötruð í synd og aðskilin frá honum.
Mais Dieu fait éclater son amour envers nous, en ce que, lorsque nous étions encore des pécheurs, Christ est mort pour nous.
9 Allt þetta gerði Kristur fyrir okkur syndarana með dauða sínum og hversu miklu meira skyldi hann þá ekki vilja gera fyrir okkur nú, eftir að hann hefur sýknað okkur? Nú vill hann forða okkur undan dómi Guðs sem er í vændum.
Étant donc maintenant justifiés par son sang, à plus forte raison serons-nous sauvés par lui de la colère de Dieu.
10 Við vorum óvinir Guðs, en fyrst hann, þrátt fyrir það, leiddi okkur aftur til sín fyrir dauða sonar síns, hvílíka blessun hlýtur hann þá ekki að hafa búið okkur nú, eftir að við erum orðnir vinir hans?
Car si, lorsque nous étions ennemis, nous avons été réconciliés avec Dieu par la mort de son Fils; à plus forte raison, étant déjà réconciliés, serons-nous sauvés par sa vie?
11 Við gleðjumst vegna þessa nýja og undursamlega sambands okkar við Guð og allt er það að þakka því sem Jesús Kristur, Drottinn okkar, gerði, þegar hann dó fyrir syndir okkar og sætti okkur við Guð.
Non seulement cela; mais nous nous glorifions même en Dieu, par notre Seigneur Jésus-Christ, par lequel nous avons maintenant obtenu la réconciliation.
12 Þegar Adam syndgaði, kom syndin inn í líf allra manna. Með synd hans hélt dauðinn innreið sína í þennan heim og þar sem allir syndguðu, tók allt að hrörna og deyja.
C'est pourquoi, comme par un seul homme le péché est entré dans le monde, et par le péché la mort; de même la mort s'est étendue sur tous les hommes, parce que tous ont péché.
13 Við vitum að synd Adams var orsök alls þessa en þrátt fyrir syndir mannanna, allt frá dögum Adams og til Móse, þá dæmdi Guð þá ekki til dauða fyrir að brjóta lögin, því þá hafði hann ekki enn birt þeim þau né sagt þeim hvað hann vildi að þeir gerðu.
Car le péché a été dans le monde avant la loi; mais le péché n'est point imputé, quand il n'y a point de loi.
14 Þegar þessir menn dóu, var það ekki vegna þess að þeir höfðu syndgað, því að þeir höfðu aldrei brotið það boðorð Guðs að borða forboðna ávöxtinn, eins og Adam hafði gert.
Néanmoins la mort a régné depuis Adam jusqu'à Moïse, même sur ceux qui n'avaient point péché par une transgression semblable à celle d'Adam, qui est la figure de celui qui devait venir.
15 Hvílíkur reginmunur var á Adam og Kristi – honum sem koma átti. Hvílíkur munur einnig á synd mannsins og fyrirgefningu Guðs! Þessi eini maður, Adam, leiddi marga í dauðann með synd sinni. Jesús Kristur veitti mörgum fyrirgefningu vegna miskunnar Guðs.
Mais il n'en est pas du don gratuit comme du péché. Car, si par le péché d'un seul plusieurs sont morts, à plus forte raison la grâce de Dieu, et le don de la grâce qui vient d'un seul homme, savoir Jésus-Christ, s'est répandu abondamment sur plusieurs!
16 Annars vegar leiddi þessi eina synd Adams dauðadóm yfir marga, en hins vegar fjarlægir Kristur fúslega syndir hinna mörgu og gefur dýrlegt líf í staðinn.
Et il n'en est pas de ce don, comme de ce qui est arrivé par un seul qui a péché, car le jugement de condamnation vient d'un seul péché; mais le don gratuit, de plusieurs péchés, a tiré la justification.
17 Synd þessa eina manns, Adams, gerði dauðann að húsbónda í lífi mannanna en allir sem taka á móti gjöf Guðs – fyrirgefningu og sýknun – fá mátt til að lifa vegna hins eina manns, Jesú Krists.
Car, si par le péché d'un seul la mort a régné par un seul homme, à plus forte raison ceux qui reçoivent l'abondance de la grâce et du don de la justice, régneront-ils dans la vie par un seul, savoir, par Jésus-Christ!
18 Synd Adams leiddi hegningu yfir alla,
Ainsi donc, comme un seul péché a valu la condamnation à tous les hommes, de même par une seule justice tous les hommes recevront la justification qui donne la vie.
19 en réttlæti Krists leiddi hins vegar af sér, að margir verða þóknanlegir í augum Guðs.
Car, comme par la désobéissance d'un seul homme plusieurs ont été rendus pécheurs, ainsi par l'obéissance d'un seul plusieurs seront rendus justes.
20 Boðorðin tíu voru gefin mönnunum til þess að þeir sæju að í eigin mætti er þeim ómögulegt að hlýða lögum Guðs, því betur sem við sjáum syndina – því ljósari verður okkur takmarkalaus miskunn Guðs og fyrirgefning.
Or, la loi est intervenue pour faire abonder le péché; mais où le péché a abondé, la grâce a surabondé,
21 Áður fyrr ríkti syndin í lífi allra manna og dró þá til dauða, en nú ríkir gæska Guðs og hún veitir okkur á ný samfélag við Guð og hlut í eilífa lífinu sem fæst fyrir Jesú Krist, Drottin okkar og frelsara. (aiōnios g166)
Afin que, comme le péché a régné dans la mort, ainsi la grâce régnât par la justice pour donner la vie éternelle, par Jésus-Christ notre Seigneur. (aiōnios g166)

< Rómverjabréfið 5 >