< Opinberun Jóhannesar 11 >

1 Nú var mér fengin mælistika og mér sagt að fara og mæla musteri Guðs, þar með talið svæðið umhverfis altarið. Auk þess átti ég að telja þá sem þar biðjast fyrir.
וינתן לי קנה דומה למטה ויעמד המלאך ויאמר קום ומד את היכל יהוה ואת המזבח ואת המשתחוים בו׃
2 „Þú skalt ekki mæla forgarðinn fyrir utan musterið, “var sagt við mig, „því að hann er fyrir heiðingjana og þeir munu fótum troða borgina heilögu í fjörutíu og tvo mánuði.
ואת החצר אשר לפנימה להיכל השלך חוצה ואל תמדנה כי נתנה לגוים ורמסו את העיר הקדשה ארבעים ושנים חדשים׃
3 Vottana mína tvo mun ég láta spá, tötrum klædda, í 1.260 daga.“
ואתן לשני עדי ונבאו ימים אלף ומאתים וששים מתכסים בשקים׃
4 Þessir tveir spámenn eru ólífutrén tvö og lamparnir tveir, sem standa frammi fyrir Guði allrar jarðarinnar.
אלה הם שני הזיתים ושתי המנרות העמדים לפני אלהי הארץ׃
5 Eldtungurnar, sem ganga út af munni þeirra, munu deyða hvern þann sem reynir að valda þeim tjóni.
וכי יבקש איש להרע להם תצא אש מפיהם ואכלה את איביהם וכן כל המבקש להרע להם מות יומת׃
6 Þeir hafa vald til að loka himninum, svo að ekki rigni þau þrjú og hálft ár sem þeir eru að spá. Þeir mega líka breyta ám og höfum í blóð og leiða alls konar plágur yfir jörðina, eins oft og þeir vilja.
ולהם השלטן לעצר את השמים ולא יהיה מטר בימי נבואתם וישלטו על המים להפכם לדם ועל הארץ להכתה בכל נגע מדי יחפצו׃
7 Þegar þeir hafa borið vitni í þrjú og hálft ár, mun harðstjórinn, sem stígur upp úr undirdjúpunum, lýsa yfir stríði gegn þeim, sigra þá og drepa. (Abyssos g12)
ואחרי השלימם עדותם החיה העלה מן התהום תעשה עמהם מלחמה ותוכל להם והרגתם׃ (Abyssos g12)
8 Líkamar þeirra munu verða til sýnis í Jerúsalem í þrjá og hálfan dag – borginni þar sem Drottinn þeirra var krossfestur (en henni má líkja við Sódómu eða Egyptaland). Enginn mun fá að jarða þá og fólk frá mörgum þjóðum mun þyrpast að til að skoða líkin.
והיתה נבלתם ברהוב העיר הגדולה הנקראת כפי הרוח בשם סדום ומצרים אשר שם נצלב גם אדנינו׃
9
ורבים מן העמים והמשפחות והלשנות והגוים יראו את נבלתם ימים שלשה וחצי ולא יתנו את גויתם לשום בקברים׃
10 Fagnaðarlæti munu brjótast út um allan heim. Fólk mun gleðjast hvarvetna, gefa hvert öðru gjafir og halda hátíð vegna dauða spámannanna tveggja, sem svo mikið höfðu kvalið það.
וישבי הארץ ישמחו עליהם ויעלזו וישלחו מנות זה לזה כי שני הנביאים האלה הכאיבו את ישבי הארץ׃
11 En þegar þessir þrír og hálfi dagur eru liðnir, mun lífsandi frá Guði koma í þá og þeir munu rísa á fætur. Þá mun mikil skelfing grípa um sig meðal allra.
ויהי אחרי ימים שלשה וחצי ותבא בהם רוח חיים מאת האלהים ויעמדו על רגליהם ואימה גדולה נפלה על כל ראיהם׃
12 Þá mun kallað frá himni sterkri röddu: „Komið hingað upp!“Mennirnir tveir munu þá stíga upp til himna í skýi og óvinir þeirra horfa á eftir þeim.
וישמעו קול גדול מן השמים מדבר אליהם לאמר עלו הנה ויעלו בענן השמימה ושנאיהם ראים אתם׃
13 Á sömu stundu mun gífurlegur jarðskjálfti verða og tíundi hluti borgarinnar jafnast við jörðu. Sjö þúsund manns munu láta lífið. Mikil skelfing grípur um sig meðal þeirra sem komast af og þeir munu gefa Guði himnanna dýrðina.
ובשעה ההיא היה רעש גדול ותפל עשירית העיר ושבעת אלפים שמות בני אדם נהרגו ברעש והנשארים רעדה אחזתם ויתנו כבוד לאלהי השמים׃
14 Önnur hörmungin er liðin hjá, en sú þriðja er skammt undan.
הצרה השנית חלפה הלכה לה והנה הצרה השלישית מהרה תבוא׃
15 Rétt í því blés engillinn í lúðurinn. Þá heyrðist hrópað hárri röddu frá himnum: „Nú er allur heimurinn á valdi Drottins og í hendi Krists og hann mun ríkja um aldir alda.“ (aiōn g165)
והמלאך השביעי תקע בשופר ויהי קלות גדולים בשמים ויאמרו הנה ממלכת העולם היתה לאדיניו ולמשיחו והוא ימלך לעולמי עולמים׃ (aiōn g165)
16 Öldungarnir tuttugu og fjórir, sem sitja í hásætum sínum frammi fyrir Guði, fleygðu sér nú fram í tilbeiðslu og sögðu:
ועשרים וארבעה הזקנים הישבים לפני האלהים על כסאותם נפלו על פניהם וישתחוו לאלהים׃
17 „Við þökkum þér, Drottinn Guð, þú hinn almáttki, sem ert og varst, því að nú hefur þú tekið völdin í þínar hendur og gjörst konungur að eilífu.
ויאמרו מודים אנחנו לך יהוה אלהים צבאות ההוה והיה ויבוא כי לבשת עזך הגדול ותמלך׃
18 Þjóðirnar reiddust þér, en nú er röðin komin að þér að reiðast! Nú er kominn tími til að dæma þá dauðu og gefa þjónum þínum launin – spámönnunum og þeim sem þú hefur helgað þér, stórum og smáum, öllum sem hlýða þér – og eyða þeim sem spillt hafa jörðinni.“
והגוים קצפו ויבא קצפך ועת המתים להשפט ולתת שכר לעבדיך הנביאים ולקדשים וליראי שמך למקטנם ועד גדולם ולהשחית את משחיתי הארץ׃
19 Nú var musteri Guðs á himnum opnað og þar gat að líta sáttmálsörk hans! Og þrumur og eldingar komu og mikið hagl dundi yfir. Heimurinn nötraði í hrikalegum jarðskjálfta.
ויפתח היכל יהוה בשמים וירא ארון בריתו בהיכל ויהי ברקים וקלות ורעמים ורעש וברד כבד׃

< Opinberun Jóhannesar 11 >