< Sálmarnir 87 >

1 Hátt á hinu heilaga fjalli, stendur Jerúsalem, borg Guðs – 2 borgin sem hann elskar öllum borgum framar. 3 Vel er um þig talað, þú borg Guðs! 4 Ef ég í vinahópi minnist á Egyptaland eða Babýlon, Filisteu eða Týrus eða hið fjarlæga Bláland, þá hrósa þeir sér sem fæddir eru á þessum stöðum. 5 En mestur heiður fylgir Jerúsalem! Hún er móðirin og gott er að vera fæddur þar! Hann, hinn hæsti Guð, mun sjálfur vernda hana. 6 Þegar Drottinn lítur yfir þjóðskrárnar, mun hann merkja við þá sem hér eru fæddir! 7 Á hátíðum og tyllidögum munu menn syngja: „Jerúsalem, uppsprettur lífs míns eru í þér!“

< Sálmarnir 87 >