< Sálmarnir 85 >

1 Drottinn, þú hefur baðað land þetta blessun! Þú hefur snúið hlutunum Ísrael í hag
In finem, filiis Core, Psalmus. Benedixisti Domine terram tuam: avertisti captivitatem Iacob.
2 og fyrirgefið syndir þjóðar þinnar, já, hulið þær allar!
Remisisti iniquitatem plebis tuæ: operuisti omnia peccata eorum.
3 Reiði þína hefur þú líka dregið í hlé.
Mitigasti omnem iram tuam: avertisti ab ira indignationis tuæ.
4 Dragðu okkur nær þér svo að við getum elskað þig heitar, að þú þurfir ekki að reiðast okkur á ný.
Converte nos Deus salutaris noster: et averte iram tuam a nobis.
5 (Eða mun reiði þín vara að eilífu, frá kynslóð til kynslóðar?)
Numquid in æternum irasceris nobis? aut extendes iram tuam a generatione in generationem?
6 Lífgaðu okkur við, þjóð þína, svo að við getum aftur lofað þig.
Deus tu conversus vivificabis nos: et plebs tua lætabitur in te.
7 Leyfðu okkur að njóta elsku þinnar og gæsku, ó Guð, og veittu okkur hjálp þína.
Ostende nobis Domine misericordiam tuam: et salutare tuum da nobis.
8 Þegar Drottinn talar til þjóðar sinnar, hlusta ég vel, þegar hann ávarpar sinn útvalda lýð. Hann flytur okkur frið og velgengni þegar við snúum hjörtum okkar til hans.
Audiam quid loquatur in me Dominus Deus: quoniam loquetur pacem in plebem suam. Et super sanctos suos: et in eos, qui convertuntur ad cor.
9 Vissulega njóta þeir hjálpar hans þeir sem hlýða honum og heiðra hann. Velgengni og blessun hans mun breiðast yfir allt landið.
Verumtamen prope timentes eum salutare ipsius: ut inhabitet gloria in terra nostra.
10 Miskunn og sannleikur munu mætast, réttlæti og friður kyssast!
Misericordia, et veritas obviaverunt sibi: iustitia, et pax osculatæ sunt.
11 Trúfestin eflist á jörðu og réttlætið brosir frá himni!
Veritas de terra orta est: et iustitia de cælo prospexit.
12 Drottinn blessar landið og það ber margfalda uppskeru.
Etenim Dominus dabit benignitatem: et terra nostra dabit fructum suum.
13 Réttlæti og friður fylgir Drottni.
Iustitia ante eum ambulabit: et ponet in via gressus suos.

< Sálmarnir 85 >