< Sálmarnir 80 >

1 Þú hirðir Ísraels sem leiðir þjóð þína eins og hjörð. Þú Guð sem situr á hásæti uppi yfir verndarenglunum, beygðu þig niður og hlustaðu á bæn mína. Láttu veldi þitt birtast í geisladýrð!
In finem, Pro iis, qui commutabuntur, testimonium Asaph, Psalmus. Qui regis Israel, intende: qui deducis velut ovem Ioseph. Qui sedes super cherubim, manifestare
2 Leyfðu ættkvíslum Efraíms, Benjamíns og Manasse að verða vitni að því er þú frelsar okkur með mætti þínum.
coram Ephraim, Beniamin, et Manasse. Excita potentiam tuam, et veni, ut salvos facias nos.
3 Dragðu okkur til þín á ný, ó Guð. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, það er okkar eina von.
Deus converte nos: et ostende faciem tuam, et salvi erimus.
4 Ó, Drottinn, þú Guð sem stjórnar hersveitum himnanna, hve lengi ætlar þú að draga bænheyrsluna og láta reiði þína haldast?
Domine Deus virtutum, quousque irasceris super orationem servi tui?
5 Þú hefur alið okkur á sorg og sút
Cibabis nos pane lacrymarum: et potum dabis nobis in lacrymis in mensura?
6 og gert okkur að andstyggð í augum nágrannaþjóðanna sem hæða okkur og spotta.
Posuisti nos in contradictionem vicinis nostris: et inimici nostri subsannaverunt nos.
7 Drottinn hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, annars er úti um okkur.
Deus virtutum converte nos: et ostende faciem tuam: et salvi erimus.
8 Þú fluttir okkur frá Egyptalandi eins og gæðavínvið, upprættir heiðingjana og gróðursettir okkur í landinu.
Vineam de Ægypto transtulisti: eiecisti Gentes, et plantasti eam.
9 Þú plægðir jörðina og braust landið, við skutum rótum og klæddum hæðirnar.
Dux itineris fuisti in conspectu eius: plantasti radices eius, et implevit terram.
10 Við skyggðum á fjöllin og breiddum úr okkur eins og greinar sedrustrésins,
Operuit montes umbra eius: et arbusta eius cedros Dei.
11 þöktum landið frá Miðjarðarhafi og allt til Evfrat.
Extendit palmites suos usque ad mare: et usque ad flumen propagines eius.
12 En nú hefur þú brotið niður múra okkar og eftir stöndum við varnarlausir.
Ut quid destruxisti maceriam eius: et vindemiant eam omnes, qui prætergrediuntur viam?
13 Landið hefur verið eytt og er nú orðið að bústað villidýra.
Exterminavit eam aper de silva: et singularis ferus depastus est eam.
14 Við biðjum þig, þú Guð hinna himnesku hersveita, komdu og blessaðu okkur. Líttu niður af himni, sjáðu þjáningar okkar og hlúðu að þessum vínviði þínum!
Deus virtutum convertere: respice de cælo, et vide, et visita vineam istam.
15 Vernda það sem þú sjálfur gróðursettir, einkasoninn þinn!
Et perfice eam, quam plantavit dextera tua: et super filium hominis, quem confirmasti tibi.
16 Óvinirnir lögðu okkur að velli og kveiktu í borgunum. Þeir farast fyrir augliti þínu!
Incensa igni, et suffossa ab increpatione vultus tui peribunt.
17 Styrktu manninn sem þú elskar, soninn sem þú valdir
Fiat manus tua super virum dexteræ tuæ: et super filium hominis, quem confirmasti tibi.
18 og við munum aldrei snúa við þér baki. Lífgaðu okkur á nýjan leik og þá skulum við ákalla þig.
Et non discedimus a te, vivificabis nos: et nomen tuum invocabimus.
19 Drottinn, Guð hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu niður til okkar og láttu okkur sjá velþóknun þína.
Domine Deus virtutum converte nos: et ostende faciem tuam, et salvi erimus.

< Sálmarnir 80 >