< Sálmarnir 69 >

1 Frelsaðu mig, ó Guð, því að vatnið hækkar sífellt
Au maître de chant. Sur les lys. De David. Sauve-moi, ô Dieu, car les eaux montent jusqu'à mon âme.
2 og ég sekk æ dýpra í þessa botnlausu leðju.
Je suis enfoncé dans une fange profonde, et il n'y a pas où poser le pied. Je suis tombé dans un gouffre d'eau, et les flots me submergent.
3 Ég er útgrátinn og örmagna, hálsinn þurr og sár og augun þrútin. Góði Guð, bjargaðu mér!
Je m'épuise à crier; mon gosier est en feu; mes yeux se consument dans l'attente de mon Dieu.
4 Þeir eru margir sem hata mig að ástæðulausu, fjöldi manna sem brugga mér banaráð. Þó er ég saklaus. Þeir heimta að ég bæti það sem ég hef ekki brotið!
Ils sont plus nombreux que les cheveux de ma tête, ceux qui me haïssent sans cause; ils sont puissants ceux qui veulent me perdre, qui sont sans raison mes ennemis. Ce que je n'ai pas dérobé, il faut que je le rende.
5 Ó, Guð, þú þekkir heimsku mína og syndir.
O Dieu, tu connais ma folie, et mes fautes ne te sont pas cachées.
6 Drottinn Guð, þú sem ræður hersveitum himnanna, láttu mig ekki verða til hneykslunar þeim sem treysta þér. Þú Guð Ísraels, forðaðu mér frá því að valda þeim vonbrigðum,
Que ceux qui espèrent en toi n'aient pas à rougir à cause de moi, Seigneur, Yahweh des armées! Que ceux qui te cherchent ne soient pas confondus à mon sujet, Dieu d'Israël!
7 þó svo að þín vegna sé ég hæddur og smáður.
Car c'est pour toi que je porte l'opprobre, que la honte couvre mon visage.
8 Jafnvel bræður mínir sniðganga mig!
Je suis devenu un étranger pour mes frères, un inconnu pour les fils de ma mère.
9 Guð, þú ert í huga mér öllum stundum og um musteri þitt hugsa ég. Og vegna þess að ég held uppi málstað þínum, hata þeir mig, rétt eins og þig.
Car le zèle de ta maison me dévore, et les outrages de ceux qui t'insultent retombent sur moi.
10 Ég hef fastað og iðrast frammi fyrir þér, en þeir hæddu mig engu að síður.
Je verse des larmes et je jeûne: on m'en fait un sujet d'opprobre.
11 Ég klæddist hærusekk – tákni auðmýktar og iðrunar – og þá ortu þeir um mig níðvísu!
Je prends un sac pour vêtement, et je suis l'objet de leurs sarcasmes.
12 Ég er nýjasta fréttin í bænum og jafnvel rónarnir spotta mig!
Ceux qui sont assis à la porte parlent de moi, et les buveurs de liqueurs fortes font sur moi des chansons.
13 En ég held áfram að biðja til þín, Drottinn, og gefst ekki upp, því að þú hlustar! Svaraðu mér með blessun þinni og miskunnaðu mér.
Et moi, je t'adresse ma prière, Yahweh; dans le temps favorable, ô Dieu, selon ta grande bonté, exauce-moi, selon la vérité de ton salut.
14 Dragðu mig upp úr leðjunni, Drottinn, ég finn að ég er að sökkva! Forðaðu mér frá óvinum mínum, úr þessum hræðilega pytti!
Retire-moi de la boue, et que je n'y reste plus enfoncé; que je sois délivré de mes ennemis et des eaux profondes!
15 Láttu ekki flóðið taka mig, hringiðuna svelgja mig!
Que les flots ne me submergent plus, que l'abîme ne m'engloutisse pas, que la fosse ne se ferme pas sur moi!
16 Ó, Drottinn, svaraðu bænum mínum, vegna gæsku þinnar og náðar við mig.
Exauce-moi, Yahweh, car ta bonté est compatissante; dans ta grande miséricorde tourne-toi vers moi,
17 Snúðu ekki við mér bakinu, því að ég er í nauðum staddur! Flýttu þér! Komdu og frelsaðu mig!
Et ne cache pas ta face à ton serviteur; je suis dans l'angoisse, hâte-toi de m'exaucer.
18 Drottinn, komdu og bjargaðu mér! Leystu mig undan ofríki óvina minna.
Approche-toi de mon âme, délivre-la; sauve-moi à cause de mes ennemis.
19 Þú sérð þá og þekkir háðsglósur þeirra, hvernig þeir níða mig niður.
Tu connais mon opprobre, ma honte, mon ignominie; tous mes persécuteurs sont devant toi.
20 Háðsyrði þeirra hafa sært mig djúpu sári og andi minn örmagnast. Ó, ef einhver hefði sýnt mér samúð og einhver viljað hugga mig!
L'opprobre a brisé mon cœur et je suis malade; j'attends de la pitié, mais en vain; des consolateurs, et je n'en trouve aucun.
21 Þeir færðu mér eitraðan mat – malurt – og edik við þorstanum.
Pour nourriture ils me donnent l'herbe amère; dans ma soif, ils m'abreuvent de vinaigre.
22 Verði gleði þeirra að sorg og friður þeirra að skelfingu.
Que leur table soit pour eux un piège, un filet au sein de leur sécurité!
23 Myrkur komi yfir þá, blinda og ringulreið.
Que leurs yeux s'obscurcissent pour ne plus voir; fais chanceler leurs reins pour toujours.
24 Reiði þín upptendrist gegn þeim og eldur þinn tortími þeim.
Déverse sur eux ta colère, et que le feu de ton courroux les atteigne!
25 Leggðu hús þeirra í rúst svo að þar búi enginn framar.
Que leur demeure soit dévastée, qu'il n'y ait plus d'habitants dans leurs tentes!
26 Því að þeir ofsækja þann sem þú hefur slegið og hlæja að kvöl þess sem þú hefur gegnumstungið.
Car ils persécutent celui que tu frappes, ils racontent les souffrances de celui que tu blesses.
27 Skráðu hjá þér allar syndir þeirra, já láttu enga gleymast.
Ajoute l'iniquité à leur iniquité, et qu'ils n'aient point part à ta justice.
28 Strikaðu þá út af listanum yfir þá sem fá að lifa, leyfðu þeim ekki að njóta lífsins með réttlátum.
Qu'ils soient effacés du livre de vie et qu'ils ne soient point inscrits avec les justes.
29 Ó, Guð, frelsaðu mig úr þessari neyð! Ég veit að þú munt bjarga mér!
Moi, je suis malheureux et souffrant; que ton secours, ô Dieu, me relève!
30 Ég lofa Guð í ljóði, mikla hann með lofsöng.
Je célébrerai le nom de Dieu par des cantiques, je l'exalterai par des actions de grâces;
31 Það mun gleðja hann meira en margs konar fórnir.
Et Yahweh les aura pour plus agréables qu'un taureau, qu'un jeune taureau avec cornes et sabots.
32 Hinir auðmjúku munu sjá að Drottinn hjálpar mér og þeir munu gleðjast. Já, gleðjist, þið sem leitið Guðs!
Les malheureux, en le voyant, se réjouiront, et vous qui cherchez Dieu, votre cœur revivra.
33 Því að Drottinn heyrir hróp hinna snauðu, og snýr ekki við þeim bakinu.
Car Yahweh écoute les pauvres, et il ne méprise point ses captifs.
34 Himinn og jörð, lofið Drottin, og hafið og allt sem í því er!
Que les cieux et la terre le célèbrent, les mers et tout ce qui s'y meut!
35 Því að Guð mun frelsa Jerúsalem og endurreisa borgirnar í Júda og þjóð hans mun búa við öryggi.
Car Dieu sauvera Sion et bâtira les villes de Juda, on s'y établira et l'on en prendra possession;
36 Börnin munu erfa landið og þeir sem elska Drottin njóta þar friðar og velgengni.
La race de ses serviteurs l'aura en héritage, et ceux qui aiment son nom y auront leur demeure.

< Sálmarnir 69 >