< Sálmarnir 16 >

1 Bjarga mér, ó Guð, því að hjá þér leita ég skjóls.
Tituli inscriptio ipsi David. Conserva me Domine, quoniam speravi in te.
2 Ég sagði við Drottin: „Þú ert minn Drottinn, þú ert mín eina hjálp.“
Dixi Domino: Deus meus es tu, quoniam bonorum meorum non eges.
3 Ég þrái samfélag við trúaða fólkið í landinu, á því hef ég alla mína velþóknun.
Sanctis, qui sunt in terra eius, mirificavit omnes voluntates meas in eis.
4 Þeir sem kjósa sér annan guð uppskera þrengingu og tár. Ekki vil ég snerta við fórnum þeirra né nefna guði þeirra á nafn.
Multiplicatæ sunt infirmitates eorum: postea acceleraverunt. Non congregabo conventicula eorum de sanguinibus: nec memor ero nominum eorum per labia mea.
5 Drottinn er arfleifð mín. Hann er fjársjóður minn og fögnuður alla daga! Hann verndar allar eigur mínar.
Dominus pars hereditatis meæ, et calicis mei: tu es, qui restitues hereditatem meam mihi.
6 Hann hefur gefið mér unaðsreit að erfð.
Funes ceciderunt mihi in præclaris: etenim hereditas mea præclara est mihi.
7 Ég lofa Drottin sem gefur mér góð ráð. Á nóttunni leiðbeinir hann mér og segir mér hvað gera skuli.
Benedicam Dominum, qui tribuit mihi intellectum: insuper et usque ad noctem increpuerunt me renes mei.
8 Drottinn hverfur mér aldrei úr huga. Af því að hann er með mér hrasa ég hvorki né fell.
Providebam Dominum in conspectu meo semper: quoniam a dextris est mihi, ne commovear.
9 Nú fagnar andi minn, líkami og sál
Propter hoc lætatum est cor meum, et exultavit lingua mea: insuper et caro mea requiescet in spe.
10 því að þú munt ekki skilja mig eftir meðal hinna dánu né leyfa að þinn elskaði rotni í gröfinni. (Sheol h7585)
Quoniam non derelinques animam meam in inferno: nec dabis sanctum tuum videre corruptionem. (Sheol h7585)
11 Þú hefur leyft mér að lifa og fagna. Ég mun njóta þeirrar miklu gleði að lifa með þér að eilífu!
Notas mihi fecisti vias vitæ, adimplebis me lætitia cum vultu tuo: delectationes in dextera tua usque in finem.

< Sálmarnir 16 >