< Sálmarnir 110 >

1 Guð sagði við minn Drottin – við Krist: „Þú skalt ráða og ríkja mér við hlið. Ég mun sigra óvini þína og láta þá þjóna þér.“
Psalmus David. Dixit Dominus Domino meo: Sede a dextris meis: Donec ponam inimicos tuos, scabellum pedum tuorum.
2 Guð hefur reist þér hásæti í Jerúsalem og þaðan muntu drottna yfir óvinum þínum.
Virgam virtutis tuæ emittet Dominus ex Sion: dominare in medio inimicorum tuorum.
3 Þegar konungsvald þitt verður lýðum ljóst, mun þjóð þín flýta sér á þinn fund og æskufólk þitt íklæðast helgum skrúða. Eins og döggin er ný á hverjum morgni, eins mun styrkur minn endurnýjast dag eftir dag.
Tecum principium in die virtutis tuæ in splendoribus sanctorum: ex utero ante luciferum genui te.
4 Guð hefur unnið mér eið – og hann iðrast þess ekki – að þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks.
Iuravit Dominus, et non pœnitebit eum: Tu es sacerdos in æternum secundum ordinem Melchisedech.
5 Guð er þér til hægri handar til að vernda þig. Þegar reiðidómur hans verður birtur mun hann fella marga konunga til jarðar.
Dominus a dextris tuis, confregit in die iræ suæ reges.
6 Hann mun refsa þjóðunum, lík þeirra munu liggja út um allt. Hann mun mölva höfuð þeirra.
Iudicabit in nationibus, implebit ruinas: conquassabit capita in terra multorum.
7 Á leiðinni drekkur hann úr lindinni við veginn og ber höfuðið hátt.
De torrente in via bibet: propterea exaltabit caput.

< Sálmarnir 110 >