< Sálmarnir 108 >

1 Ó, Guð, nú vil ég lofa þig! Ég vil syngja og fagna frammi fyrir þér.
Canticum Psalmi ipsi David. Paratum cor meum Deus, paratum cor meum: cantabo, et psallam in gloria mea.
2 Vaknaðu, harpa og gígja! Við viljum bjóða morgunroðann velkominn með söng!
Exurge gloria mea, exurge psalterium, et cithara: exurgam diluculo.
3 Ég vil lofa þig um víða veröld, Drottinn, vegsama þig hjá hverri þjóð.
Confitebor tibi in populis Domine: et psallam tibi in nationibus.
4 Því að miskunn þín nær til skýjanna og trúfesti þín er ómælanleg!
Quia magna est super cælos misericordia tua: et usque ad nubes veritas tua:
5 Láttu tign þína og mátt birtast og dýrð þína breiðast yfir jörðina.
Exaltare super cælos Deus, et super omnem terram gloria tua:
6 Hlustaðu á ákall vina þinna og bjargaðu þeim með krafti þínum, já, bænheyrðu þá.
ut liberentur dilecti tui. Salvum fac dextera tua, et exaudi me:
7 Fögnum og gleðjumst því að við höfum fengið loforð frá Guði! Hann hefur lofað að gefa okkur Síkemland og Súkkótdal.
Deus locutus est in sancto suo: Exultabo, et dividam Sichimam, et convallem tabernaculorum dimetiar.
8 „Ég á Gíleað, ég á Manasse og Efraím er hjálmurinn á höfði mínu. Júda er veldissproti minn
Meus est Galaad, et meus est Manasses: et Ephraim susceptio capitis mei. Iuda rex meus:
9 en Móab og Edóm fyrirlít ég og yfir Filisteu æpi ég siguróp.“
Moab lebes spei meæ. In Idumæam extendam calceamentum meum: mihi alienigenæ amici facti sunt.
10 Hver nema Guð getur veitt mér styrk til að sigrast á víggirtum borgum? Hver nema hann getur opnað mér leið inn í Edóm?
Quis deducet me in civitatem munitam? quis deducet me usque in Idumæam?
11 Drottinn, hefur þú útskúfað okkur? Hefur þú gert her okkar óvígan?
Nonne tu Deus, qui repulisti nos, et non exibis Deus in virtutibus nostris?
12 Ó, veittu okkur lið gegn óvinum okkar, því að mannahjálp er gagnslaus.
Da nobis auxilium de tribulatione: quia vana salus hominis.
13 Með hjálp Guðs munum við vinna hetjudáð og hann mun gjörsigra óvini okkar.
In Deo faciemus virtutem: et ipse ad nihilum deducet inimicos nostros.

< Sálmarnir 108 >