< Matteus 4 >

1 Eftir þetta leiddi heilagur andi Jesú út í óbyggðina, til þess að hans yrði freistað af Satan.
Then Jesus was led up by the Spirit into the wilderness to be tempted by the devil.
2 Þegar Jesús hafði verið þar matarlaus í fjörutíu sólarhringa var hungrið farið að sverfa að.
And when he had fasted forty days and forty nights, he was hungry afterward.
3 Þá reyndi Satan að fá hann til að breyta steinum í brauð og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, þá breyttu þessum steinum í brauð.“
And the tempter came and said to him, "If you are the Son of God, command that these stones become bread."
4 „Nei!“svaraði Jesús. „Biblían segir að fæðan sé manninum ekki hið eina nauðsynlega heldur það að fara eftir orði Guðs.“
But he answered and said, "It is written, 'Humankind cannot live by bread alone, but by every word that proceeds out of the mouth of God.'"
5 Satan fór þá með hann til Jerúsalem, upp á þak musterisins, og sagði:
Then the devil took him into the holy city. He set him on the pinnacle of the temple,
6 „Ef þú ert sonur Guðs þá kastaðu þér fram af þakbrúninni, því að Biblían segir: „Guð mun senda engla sína til að gæta þín, þeir munu vernda þig svo þú slasist ekki á steinunum fyrir neðan.““
and said to him, "If you are the Son of God, throw yourself down, for it is written, 'He will put his angels in charge of you.' and, 'In their hands they will lift you up, so that you will not strike your foot against a stone.'"
7 „Já, en hún segir einnig að enginn skuli leggja heimskulegar þrautir fyrir Drottin, Guð sinn!“svaraði Jesús byrstur.
Jesus said to him, "Again, it is written, 'Do not test the Lord your God.'"
8 Því næst fór Satan með Jesú upp á hátt fjall og sýndi honum þaðan þjóðir heimsins og alla dýrð þeirra.
Again, the devil took him to a very high mountain, and showed him all the kingdoms of the world, and their glory.
9 „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú krýpur fyrir mér og tilbiður mig.“
And he said to him, "I will give you all of these things, if you will fall down and worship me."
10 „Burt með þig Satan!“skipaði Jesús. „Guðs orð segir: „Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og hlýða honum einum.““
Then Jesus said to him, "Go away, Satan. For it is written, 'You are to worship the Lord your God, and serve him only.'"
11 Þá fór Satan burt, en englar komu og þjónuðu Jesú.
Then the devil left him, and look, angels came and served him.
12 Þegar Jesús frétti að Jóhannes hefði verið handtekinn, fór hann norður í Galíleu. Hann fluttist frá Nasaret og settist að í Kapernaum, sem er við Galíleuvatnið í héraði Sebúlóns og Naftalí.
Now when he heard that John was delivered up, he withdrew into Galilee.
And leaving Nazareth, he came and lived in Capernaum, which is by the sea, in the region of Zebulun and Naphtali,
14 Þá rættist þessi spádómur Jesaja:
that it might be fulfilled which was spoken through Isaiah the prophet, saying,
15 „Í landi Sebúlons og landi Naftalí við vatnið – héraðinu handan Jórdan og í Efri-Galíleu þar sem margir útlendingar búa – var fólkið í myrkri, en dag einn braust ljósið fram og skein á meðal þess.“
"The land of Zebulun and the land of Naphtali, toward the sea, beyond the Jordan, Galilee of the nations.
The people sitting in darkness have seen a great light, and those living in the land and shadow of death, on them a light has dawned."
17 Upp frá þessu tók Jesús að predika: „Snúið ykkur frá syndinni og til Guðs, því að ríki himnanna er nálægt.“
From that time on, Jesus began to preach and say, "Repent, for the kingdom of heaven is near."
18 Dag einn var hann á gangi við Galíleuvatnið. Þá hitti hann tvo menn á báti við ströndina. Þetta voru Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés bróðir hans. Þeir voru fiskimenn og voru að kasta neti í vatnið.
And walking by the sea of Galilee, he saw two brothers: Simon, who is called Peter, and Andrew, his brother, casting a net into the sea; for they were fishermen.
19 Jesús kallaði til þeirra: „Komið og fylgið mér, og ég skal kenna ykkur að veiða menn!“
And he said to them, "Come, follow me, and I will make you fishers of people."
20 Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum.
And they immediately left their nets and followed him.
21 Spölkorn þaðan sá hann tvo aðra menn við vatnið, Jakob og Jóhannes, sem einnig voru bræður. Þeir sátu þar í báti ásamt Sebedeusi föður sínum og bættu net. Jesús kallaði einnig á þá og
Going on from there, he saw two other brothers, James the son of Zebedee, and John his brother, in the boat with Zebedee their father, mending their nets, and he called them.
22 þeir stóðu samstundis upp frá vinnunni, skildu föður sinn eftir og fylgdu Jesú.
And they immediately left the boat and their father, and followed him.
23 Jesús ferðaðist um alla Galíleu og talaði í samkomuhúsum Gyðinga (en þar fóru guðþjónustur fram). Hann predikaði gleðiboðskapinn um guðsríki og læknaði hvers konar sjúkdóma og meinsemdir.
And Jesus went about in all Galilee, teaching in their synagogues, and preaching the Good News of the Kingdom, and healing every disease and every sickness among the people.
24 Fregnir af kraftaverkum hans bárust langt út fyrir Galíleu. Sjúkt fólk kom jafnvel alla leið frá Sýrlandi til að fá lækningu hjá honum. Hann læknaði alla sjúka (sama hver sjúkdómurinn var), einnig geðveika og lamaða, og þá sem haldnir voru illum öndum.
And the report about him went out into all Syria, and they brought to him all who were sick, afflicted with various diseases and torments, possessed with demons, and epileptics, and paralytics; and he healed them.
25 Mikill mannfjöldi fylgdi honum hvert sem hann fór – fólk frá Galíleu, bæjunum tíu austanvert við Galíleuvatnið, Jerúsalem, Júdeu og jafnvel frá landsvæðinu handan Jórdanar.
And large crowds from Galilee, and Decapolis, and Jerusalem, and Judea, and from beyond the Jordan followed him.

< Matteus 4 >