< Matteus 13 >

1 Síðar sama dag fór Jesús að heiman og settist við vatnið,
On that day Jesus went out of the house and sat beside the sea.
2 þar safnaðist að honum mikill mannfjöldi. Hann steig út í bát og kenndi þaðan, en fólkið stóð á ströndinni og hlustaði. Hann sagði margar dæmisögur, þar á meðal þessa: „Bóndi sáði korni í akur sinn.
A very large crowd gathered around him, so he got into a boat and sat in it, while the whole crowd stood on the beach.
3
Then Jesus said many things to them in parables. He said, “Behold, a farmer went out to sow seed.
4 Meðan hann var að sá féll sumt af sáðkorninu við götuna og fuglar komu og átu það upp.
As he sowed, some seeds fell beside the road, and the birds came and devoured them.
5 Sumt féll í grýtta jörð þar sem gróðurmold var lítil. Það óx fljótt,
Other seeds fell on rocky ground, where they did not have much soil. Immediately they sprang up, because the soil had no depth.
6 en þegar brennheit sólin skein, skrælnaði það og dó, því ræturnar voru litlar.
But when the sun had risen, they were scorched because they had no root, and they withered away.
7 Sumt lenti meðal þyrna sem uxu upp og kæfðu það.
Other seeds fell among the thorn plants. The thorn plants grew up and choked them.
8 En sumt féll í góða jörð og bar þrítugfalda, sextugfalda og jafnvel hundraðfalda uppskeru.
Other seeds fell on good soil and produced a crop, some one hundred times as much, some sixty, and some thirty.
9 Þetta skuluð þið muna!“
He who has ears, let him listen.”
10 Lærisveinar Jesú komu til hans og spurðu: „Hvers vegna notar þú þessar flóknu dæmisögur þegar þú talar til fólks?“
The disciples came and said to Jesus, “Why do you talk to the crowd in parables?”
11 Þá sagði hann, að lærisveinunum einum væri ætlað að öðlast skilning á ríki himnanna, öðrum ekki.
Jesus answered and said to them, “You have been given the privilege of understanding mysteries of the kingdom of heaven, but to them it is not given.
12 „Þeim sem hefur“sagði hann, „mun verða gefið enn meira, en frá þeim sem ekkert á, mun jafnvel verða tekið það litla sem hann hefur. Ég nota þessar líkingar til að fólkið heyri og sjái, en skilji ekki.
For whoever has will be given more, and he will have an abundance. But whoever does not have, even what he has will be taken away from him.
This is why I talk to them in parables: Though they are seeing, they do not see; and though they are hearing, they do not hear, or understand.
14 Þannig rætast þessi orð Jesaja: „Þeir heyra, en skilja ekki, þeir horfa, en sjá ekki.
To them the prophecy of Isaiah is fulfilled, that which says, 'While hearing you will hear, but you will in no way understand; while seeing you will see, but you will in no way perceive.
15 Hugurinn er sljór og heyrnin dauf. Þeir sofa og sjá því hvorki né heyra það sem gæti veitt þeim skilning og leitt þá aftur til Guðs svo þeir hlytu lækningu.“
For this people's heart has become dull, and they are hard of hearing, and they have closed their eyes, so they should not see with their eyes, or hear with their ears, or understand with their hearts, so they would turn again, and I would heal them.'
16 En ykkar augu eru blessuð, því þau sjá, og eyru ykkar eru líka blessuð, því þau hlusta.
But blessed are your eyes, for they see; and your ears, for they hear.
17 Margir spámenn og trúað fólk þráði að sjá það sem þið sjáið og heyra það sem þið heyrið, en fengu það ekki.“
Truly I say to you that many prophets and righteous men desired to see the things that you see, and did not see them. They desired to hear the things that you hear, and did not hear them.
18 „Merking sögunnar, sem ég sagði ykkur áðan um bóndann sem var að sá, er þessi:
Listen then to the parable of the farmer who sowed his seed.
19 Gatan, þar sem sumt af sáðkorninu féll, táknar hjarta manns sem heyrir gleðitíðindin um guðsríki, en skilur þau ekki. Þá kemur Satan og rænir því, sem sáð var í hjarta hans.
When anyone hears the word of the kingdom but does not understand it, the evil one comes and snatches away what has been sown in his heart. This is the seed that was sown beside the road.
20 Grunni, grýtti jarðvegurinn táknar hjarta þess sem heyrir boðskapinn og tekur strax við honum með miklum fögnuði.
What was sown on rocky ground is the person who hears the word and immediately receives it with joy,
21 Honum er þó ekki mikil alvara og fræið nær ekki að skjóta djúpum rótum. Síðar þegar erfiðleikar eða trúarofsóknir herja, missir hann allan áhuga.
yet he has no root in himself and he endures for a while. When tribulation or persecution arises because of the word, he quickly falls away.
22 Jarðvegurinn þar sem þyrnarnir uxu, táknar mann sem heyrir boðskapinn, en lætur áhyggjur lífsgæðakapphlaupsins kæfa orð Guðs, og fjarlægist Guð smátt og smátt. (aiōn g165)
What was sown among the thorn plants, this is the person who hears the word, but the cares of the world and the deceitfulness of riches choke the word, and he becomes unfruitful. (aiōn g165)
23 Frjósami jarðvegurinn táknar þann mann sem hlustar á boðskapinn, skilur hann, fer af stað og leiðir þrjátíu, sextíu eða jafnvel hundrað aðra inn í ríki Guðs.“
What was sown on the good soil, this is the person who hears the word and understands it. He bears fruit and makes a crop, some yielding one hundred times as much as was planted, some sixty, and some thirty times as much.”
24 Hann sagði þeim einnig þessa dæmisögu: „Himnaríki er líkt bónda sem sáði góðu sæði í akur sinn.
Jesus presented another parable to them. He said, “The kingdom of heaven is like a man who sowed good seed in his field.
25 Nótt eina, meðan hann svaf, kom óvinur hans og sáði illgresi meðal hveitisins.
But while people slept, his enemy came and also sowed weeds among the wheat and then went away.
26 Þegar hveitið kom upp, kom illgresið einnig upp.
When the blades sprouted and then produced their crop, then the weeds appeared also.
27 Vinnumenn bóndans komu til hans og sögðu: „Húsbóndi! Akurinn, sem þú sáðir góða hveitinu í, er fullur af illgresi.“
The servants of the landowner came and said to him, 'Sir, did you not sow good seed in your field? How does it now have weeds?'
28 „Því hefur einhver óvinur sáð, “svaraði bóndinn. „Eigum við að reyta illgresið?“spurðu þeir.
He said to them, 'An enemy has done this.' The servants said to him, 'So do you want us to go and pull them out?'
29 „Nei, “svaraði hann, „því þá gætuð þið einnig slitið hveitið upp.
The landowner said, 'No. Because while you are pulling out the weeds, you might uproot the wheat with them.
30 Látið hvort tveggja vaxa til uppskerutímans, og þá mun ég segja kornskurðarmönnunum að skilja illgresið frá og brenna það, en setja hveitið í hlöðuna“.“
Let both grow together until the harvest. At the time of the harvest I will say to the reapers, “First pull out the weeds and tie them in bundles to burn them, but gather the wheat into my barn.”'”
31 „Hér er enn ein líking. Ríki himnanna er líkt örsmáu sinnepsfræi sem sáð var í akur. Það er allra sáðkorna minnst, en plantan verður þó hæst allra kryddjurta og verður að tré, þar sem fuglar leita sér skjóls.“
Then Jesus presented another parable to them. He said, “The kingdom of heaven is like a mustard seed which a man took and sowed in his field.
This seed is indeed the smallest of all seeds. But when it has grown, it is greater than the garden plants. It becomes a tree, so that the birds of the air come and nest in its branches.”
33 Jesús sagði þeim einnig þessa dæmisögu: „Himnaríki er líkt konu sem bakaði brauð. Fyrst mældi hún mjöl, síðan bætti hún geri í og hnoðaði uns gerið hafði gegnsýrt deigið.“
Jesus then told them another parable. “The kingdom of heaven is like yeast that a woman took and mixed with three measures of flour until all the dough had risen.”
34 Jesús notaði ávallt slíkar dæmisögur þegar hann talaði við fólkið og það gerði hann í ákveðnum tilgangi. Spámennirnir höfðu reyndar sagt fyrir að hann myndi nota líkingar. Spádómur þeirra var á þessa leið:
All these things Jesus said to the crowds in parables; and he said nothing to them without a parable.
35 „Ég mun tala í dæmisögum. Ég mun útskýra leyndardóma sem legið hafa í þagnargildi frá örófi alda.“
This was in order that what had been said through the prophet might come true, when he said, “I will open my mouth in parables. I will say things that were hidden from the foundation of the world.”
36 Jesús yfirgaf nú fólkið og gekk inn í hús. Lærisveinar hans báðu hann þá að útskýra líkinguna um illgresið og hveitið.
Then Jesus left the crowds and went into the house. His disciples came to him and said, “Explain to us the parable of the weeds of the field.”
37 „Það skal ég gera, “sagði hann. „Ég er bóndinn sem sáir góða sæðinu.
Jesus answered and said, “He who sows the good seed is the Son of Man.
38 Akurinn er allur heimurinn. Góða sæðið eru börn guðsríkisins. Illgresið er fólk sem fylgir óvininum.
The field is the world; and the good seed, these are the sons of the kingdom. The weeds are the sons of the evil one,
39 Óvinurinn, sem sáði illgresinu meðal hveitisins, er Satan. Uppskerutíminn er dómsdagur. Kornskurðarmennirnir eru englar. (aiōn g165)
and the enemy who sowed them is the devil. The harvest is the end of the age, and the reapers are angels. (aiōn g165)
40 Eins og illgresi er brennt, eins mun fara við endi veraldar. (aiōn g165)
Therefore, as the weeds are gathered up and burned with fire, so will it be at the end of the age. (aiōn g165)
41 Ég mun senda engla mína til að skilja frá alla vonda menn og allt sem veldur synd,
The Son of Man will send out his angels, and they will gather out of his kingdom all the things that cause sin and those who commit iniquity.
42 varpa á bál og brenna. Þar mun verða grátið og kveinað.
They will throw them into the furnace of fire, where there will be weeping and grinding of teeth.
43 En börn Guðs munu ljóma eins og sólin í ríki föðurins. Takið vel eftir þessu!“
Then will the righteous people shine like the sun in the kingdom of their Father. He who has ears, let him listen.
44 „Ríki himnanna er líkt fjársjóði sem maður fann í akri einum. Í ákafa sínum seldi hann allt sem hann átti, til að geta keypt akurinn – og náð fjársjóðnum!“
The kingdom of heaven is like a treasure hidden in a field. A man found it and hid it. In his joy he goes, sells everything he possesses, and buys that field.
45 „Himnaríki er einnig líkt perlukaupmanni, sem leitaði að dýrum perlum.
Again, the kingdom of heaven is like a man who is a merchant looking for valuable pearls.
46 Hann gerði góð kaup þegar hann fann afar verðmæta perlu, seldi allar eigur sínar og keypti hana.“
When he found one pearl of very great value, he went and sold everything that he possessed and bought it.
47 „Guðsríki má enn líkja við fiskimann. Hann kastar neti út í vatnið og veiðir í það fisk af ýmsum tegundum, bæði verðmætum og verðlausum. Þegar netið er orðið fullt dregur hann það á land og safnar ætu fiskunum saman, en fleygir hinum.
Again, the kingdom of heaven is like a net that was cast into the sea, and that gathered creatures of every kind.
When it was filled, the fishermen drew it up on the beach. Then they sat down and gathered the good things into containers, but the worthless things they threw away.
49 Þannig fer líka á dómsdegi. Englar munu koma, skilja hina óguðlegu frá hinum trúuðu og (aiōn g165)
It will be this way at the end of the age. The angels will come and separate the wicked from among the righteous. (aiōn g165)
50 kasta hinum óguðlegu á bálið. Þar verður grátið og kveinað.
They will throw them into the furnace of fire, where there will be weeping and grinding of teeth.
51 Skiljið þið þetta?“spurði Jesús. „Já, “svöruðu þeir.
Have you understood all these things?” The disciples said to him, “Yes.”
52 Þá bætti hann við og sagði: „Þeir sem vel eru að sér í Guðs orði og hafa gjörst lærisveinar mínir, eiga fjársjóð sem geymir bæði gamla og nýja þekkingu.“
Then Jesus said to them, “Therefore every scribe who has become a disciple to the kingdom of heaven is like a man who is the owner of a house, who draws out old and new things from his treasure.”
53 Þegar Jesús hafði sagt þessar dæmisögur, sneri hann aftur til Nasaret í Galíleu (þar sem hann hafði átt heima.) Hann kenndi í samkomuhúsinu og fólk undraðist visku hans og máttarverk. „Hvernig stendur á þessu?!“hrópaði það.
Then it came about that when Jesus had finished these parables, he departed from that place.
Then Jesus entered his own region and taught the people in their synagogue. The result was that they were astonished and said, “Where does this man get his wisdom and these miracles from?
55 „Er þetta ekki sonur smiðsins? Við þekkjum móður hans, Maríu, bræður hans, Jakob, Jósef, Símon og Júdas,
Is not this man the carpenter's son? Is not his mother called Mary? Are not his brothers James, Joseph, Simon, and Judas?
56 og systur hans eru hér allar. Hvaðan hefur hann þetta vald?“
Are not all his sisters with us? Where did he get all these things?”
57 Þeir hneyksluðust á honum. Þá sagði Jesús við þá: „Hvergi er spámaður minna metinn en á heimili sínu og meðal eigin fólks!“Hann gerði fá kraftaverk þar vegna vantrúar þeirra.
They were offended by him. But Jesus said to them, “A prophet is not without honor except in his own country and in his own family.”
He did not do many miracles there because of their unbelief.

< Matteus 13 >