< Lúkas 6 >

1 Svo bar við á helgidegi að Jesús fór um akur ásamt lærisveinunum og þeir tíndu sér kornöx, neru þau með höndunum og átu.
Now it came to pass for him to be going through the grain fields on a particular sabbath, and his disciples were plucking the ears and were eating, rubbing them in their hands.
2 „Þetta er bannað“sögðu farísearnir. „Lærisveinar þínir eru að uppskera korn og lögum samkvæmt er það bannað á helgidögum.“
But some of the Pharisees said to them, Why do ye what is not permitted to do on the sabbath day?
3 Jesús svaraði: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð konungur gerði þegar hann og menn hans hungraði?
And having answered them, Jesus said, Have ye not read even this, what David did when he was hungry, and those who were with him,
4 Hann fór inn í Guðs hús, tók skoðunarbrauðin og át, ásamt mönnum sínum, en það var óheimilt.“
how he entered into the house of God, and took and ate the loaves of the presentation, and also gave to those who were with him, which is not permitted to eat, except the priests alone?
5 Og Jesús bætti við: „Ég er herra helgidagsins.“
And he said to them, The Son of man is lord also of the sabbath.
6 Á öðrum helgidegi var hann að kenna í samkomuhúsinu. Þar var þá staddur fatlaður maður – hægri höndin var máttlaus.
And it also came to pass on another sabbath for him to enter into the synagogue and teach. And a man was there, and his right hand was withered.
7 Farísearnir og fræðimennirnir höfðu gætur á því hvort Jesús læknaði manninn á helgidegi – til þess að þeir gætu fundið eitthvað til að kæra hann fyrir.
And the scholars and the Pharisees watched if he would heal on the sabbath, so that they might find an accusation against him.
8 En Jesús vissi hvað þeir hugsuðu. Hann sagði við fatlaða manninn: „Stattu upp og komdu hingað.“Maðurinn stóð upp og kom til hans.
But he knew their thoughts, and he said to the man who had the withered hand, Rise up, and stand forth in the midst. And having risen, he stood up.
9 Þá sagði Jesús við faríseana og lögvitringana: „Nú spyr ég ykkur: Hvort er leyfilegt að gera gott eða illt á helgidegi? Bjarga lífi eða deyða?“
Then Jesus said to them, I will question you. What? Is it permitted on the sabbath to do good, or to do harm, to save life, or to kill?
10 Hann horfði á þá einn af öðrum og sagði síðan við manninn: „Réttu fram höndina.“Maðurinn hlýddi og um leið varð hönd hans heilbrigð!
And having looked around on them all, he said to him, Stretch forth thy hand. And he did, and his hand was restored whole as the other.
11 Óvinir Jesú urðu ævareiðir og töluðu saman um hvað þeir gætu gert honum.
But they were filled with fury, and deliberated with each other what they might do to Jesus.
12 Um þetta leyti fór Jesús til fjalla til að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn.
And he happened in these days to go out onto the mountain to pray, and he was continuing all night in prayer to God.
13 Í dögun kallaði hann saman fylgjendur sína og valdi tólf þeirra til að vera postula sína eða sendiboða.
And when it became day, he called his disciples, and chose twelve from them, whom he also named apostles:
14 Þeir hétu: Símon (Jesús kallaði hann einnig Pétur), Andrés (bróðir Símonar), Jakob, Jóhannes, Filippus, Bartólómeus, Matteus, Tómas, Jakob Alfeusson, Símon (félagi í flokki Selóta, byltingarsinnuðum stjórnmálaflokki), Júdas Jakobsson og Júdas Ískaríot (sem síðar sveik Jesú).
Simon, whom he also named Peter, and Andrew his brother, James and John, Philip and Bartholomew,
Matthew and Thomas, James the son of Alphaeus, and Simon who was called the Zealot,
Judas the son of James, and Judas Iscariot who also became a traitor.
17 Þegar þeir komu aftur niður á sléttlendi, var þar fyrir mikill hópur lærisveina hans og fjöldi fólks úr allri Júdeu, Jerúsalem, og jafnvel norðan frá strandhéruðum Týrusar og Sídonar, til að hlusta á hann og fá lækningu. Þarna rak hann út marga illa anda.
And having come down with them, he stood on a level place. And a company of his disciples, and a large number of the people from all Judea and Jerusalem, and the maritime Tyre and Sidon, were those who came to hear him, and to be healed from their diseases,
also those who were afflicted with unclean spirits. And they were healed.
19 Allir reyndu að snerta hann, því þegar fólk gerði það, þá streymdi lækningakraftur frá honum, svo það læknaðist.
And all the multitude sought to touch him, because power came forth from him, and healed them all.
20 Jesús sneri sér að lærisveinunum og sagði: „Sælir eruð þið, fátækir, því ykkar er guðsríki!
And having lifted up his eyes on his disciples, he said, Blessed are the poor, because the kingdom of God is what belongs to you.
21 Sælir eruð þið sem þolið hungur, því þið munuð saddir verða. Sælir eruð þið sem nú grátið, því þið munuð hlæja af gleði!
Blessed are those who hunger now, because ye will be filled. Blessed are those who weep now, because ye will laugh.
22 Þið eruð sælir þegar menn hata ykkur og útskúfa, smána og baktala mín vegna.
Blessed are ye, when men will hate you, and when they will exclude you, and revile you, and cast out your name as evil, because of the Son of man.
23 Fagnið þá og látið gleðilátum! Gleðjist, því laun ykkar verða mikil á himnum. Þannig var einnig farið með spámenn Guðs forðum.
Rejoice ye in that day, and leap, for behold, your reward is great in heaven, for their fathers did in the same way to the prophets.
24 En þið sem ríkir eruð – ykkar bíður mikil ógæfa. Gleði ykkar er öll hér á jörðu.
However, woe to you the rich, because ye have received your consolation.
25 Þótt þið nú séuð saddir og vegni vel, þá bíður ykkar mikill skortur. Nú hlæið þið kæruleysislega, en þá munuð þið sýta og gráta.
Woe to you who are filled now, because ye will hunger. Woe to you who laugh now, because ye will mourn and weep.
26 Einnig bíður mikið böl þeirra, sem nú eiga hylli fjöldans – falsspámenn hafa alla tíð verið vinsælir.
Woe when men will speak well of you, for their fathers did in the same way to the false prophets.
27 Takið eftir! Elskið óvini ykkar! Verið þeim góðir sem hata ykkur.
But I say to you, to those who hear, love your enemies. Do good to those who hate you.
28 Blessið þá sem bölva ykkur, og biðjið fyrir þeim sem valda ykkur tjóni.
Bless those who curse you. Pray for those who mistreat you.
29 Þeim sem slær þig á aðra kinnina, skaltu bjóða hina! Láttu þann sem heimtar yfirhöfn þína fá skyrtuna að auki.
To him who strikes thee on the cheek offer the other also, and from him who takes away thy cloak, also do not withhold thy coat.
30 Gefðu þeim sem biður þig, og sé eitthvað haft af þér, reyndu þá ekki að ná því aftur.
Give to every man who asks thee, and from him who takes away thy personal things do not demand them back.
31 Komið fram við aðra eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur!
And as ye desire that men would do to you, do ye also to them likewise.
32 Haldið þið að þið eigið hrós skilið fyrir að elska þá sem elska ykkur? Nei, það gera einnig guðleysingjarnir.
And if ye love those who love you, what credit is for you? For even sinners love those who love them.
33 Hvað er stórkostlegt við það að vera góður við þá sem eru góðir við þig? Það gerir hvaða syndari sem er!
And if ye do good to those who do good to you, what credit is for you? For even sinners do the same.
34 Og hvaða góðverk er það að lána þeim einum fé, sem geta endurgreitt? Jafnvel verstu illmenni lána fé – en þau vænta líka fullrar endurgreiðslu!
And if ye lend to whom ye hope to receive, what credit is for you? For even sinners lend to sinners, to receive as much again.
35 Nei – elskið óvini ykkar! Gerið þeim gott! Lánið þeim og hafið ekki áhyggjur, þótt þið vitið að þeir muni ekki endurgreiða það. Þá munu laun ykkar verða mikil á himnum og framkoma ykkar sýna að þið eruð synir Guðs, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda.
But love your enemies, and do good, and lend, despairing nothing, and your reward will be great. And ye will be sons of the Most High, because he is good toward the ungrateful and bad.
36 Verið miskunnsamir eins og faðir ykkar er miskunnsamur.
Become ye therefore merciful, even as your Father is merciful.
37 Verið ekki dómharðir og sakfellið ekki, þá verðið þið ekki heldur sakfelldir. Verið tillitssamir og þá mun ykkur einnig verða sýnd tillitssemi.
And do not criticize, and ye will, no, not be criticized. And do not condemn, and ye will, no, not be condemned. Forgive, and ye will be forgiven.
38 Gefið og ykkur mun gefið verða! Þið munuð fá ríkulega endurgoldið. Laun ykkar verða mæld með sama mæli og þið mælið öðrum, hvort sem hann er lítill eða stór.“
Give, and it will be given to you, good measure, pressed down, shaken together, and running over, they will give into your bosom. For with the same measure with which ye measure, it will be measured again to you.
39 Jesús sagði einnig þessar líkingar í ræðum sínum: „Getur blindur leitt blindan? Nei, því þá falla báðir í sömu gryfjuna!
And he spoke a parable to them. Can a blind man lead a blind man? Will they not both fall into a ditch?
40 Ekki er nemandinn meiri en kennarinn, en sé hann iðinn og námfús, verður hann eins og kennarinn.
A disciple is not above his teacher, but every disciple who is fully developed will be as his teacher.
41 Hvers vegna sérðu flís í auga bróður þíns – einhver smá mistök sem hann kann að hafa gert – en tekur ekki eftir plankanum í þínu eigin auga!
And why do thou see the speck in thy brother's eye, but do not perceive the beam in thine own eye?
42 Hvernig geturðu sagt við hann: „Bróðir, leyfðu mér að losa flísina úr auga þér, “meðan þú sérð varla til vegna plankans í þínu eigin auga? Hræsnari! Fjarlægðu fyrst plankann úr þínu auga og þá sérðu nógu vel til að draga út flísina í auga hans.
Or how can thou say to thy brother, Brother, allow me to take out the speck that is in thine eye, when thou thyself do not see the beam in thine own eye? Thou hypocrite, first take out the beam from thine own eye, and then thou will see clearly to take out the speck in thy brother's eye.
43 Gott tré ber ekki skemmda ávexti og lélegt tré ber ekki góða ávexti.
For a good tree is not producing corrupt fruit, nor a corrupt tree producing good fruit.
44 Tré þekkist af ávexti sínum. Hvorki tína menn fíkjur af þyrnirunnum né vínber af þistlum.
For each tree is known from its own fruit. For they do not gather figs from thorns, nor do they harvest grapes from a bramble bush.
45 Góður maður kemur góðu til leiðar, því hann hefur gott hjartalag, en vondur maður verður til ills, vegna síns spillta hugarfars. Orð þín lýsa innra manni.
The good man out of the good treasure of his heart brings forth the good, and the bad man out of the bad treasure of his heart brings forth the bad, for out of the abundance of the heart his mouth speaks.
46 Hvers vegna kallið þið mig „Herra“en viljið svo ekki hlýða mér?
And why do ye call me, Lord, Lord, and not do the things that I say?
47 Sá sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim, er líkur manni sem byggði hús. Hann gróf djúpt og lagði undirstöðuna á klöpp. Þegar vatnsflóð kom, skall beljandi straumurinn á húsinu, en það haggaðist ekki, því það stóð á traustri undirstöðu.
Every man who comes to me, and hears my sayings, and does them, I will show you to whom he is like.
He is like a man who builds a house, who dug and excavated, and laid a foundation upon the rock. And when a flood developed, the stream beat upon that house, and could not shake it, for it had been founded upon the rock.
49 En sá sem heyrir orð mín, og fer ekki eftir þeim, er líkur manni sem byggði hús án undirstöðu. Þegar beljandi flóðið skall á því, hrundi það.“
But he who heard, and not having done, is like a man who built a house upon the soil without a foundation, on which the stream beat, and straightaway it fell. And the ruin of that house became great.

< Lúkas 6 >