< Lúkas 23 >

1 Síðan lagði allt ráðið af stað með Jesú til Pílatusar landstjóra.
ויקם כל קהלם ויוליכהו אל פילטוס׃
2 Er þangað kom, byrjuðu þeir strax að ákæra hann: „Þessi maður var að leiða þjóðina afvega. Hann segir að enginn eigi að borga skatta til rómversku yfirvaldanna og sjálfur segist hann vera Kristur konungurinn.“
ויחלו לדבר עליו שטנה לאמר את זה מצאנו מסית את העם ומנע אתו מתת מס אל הקיסר באמרו כי הוא מלך המשיח׃
3 „Ert þú Kristur – konungur þeirra?“spurði Pílatus. „Já, “svaraði Jesús, „það er eins og þú segir.“
וישאלהו פילטוס לאמר האתה הוא מלך היהודים ויען אתו ויאמר אתה אמרת׃
4 Þá sneri Pílatus sér að æðstu prestunum og mannfjöldanum og sagði: „Ég finn alls enga sök hjá honum.“
ויאמר פילטוס אל ראשי הכהנים ואל המון העם לא מצאתי דבר אשם באיש הזה׃
5 Þá æstust þeir um allan helming og sögðu: „Hann æsir til andófs gegn yfirvöldunum hvar sem hann fer, um allt skattlandið, allt frá Galíleu þar sem hann byrjaði og hingað til Jerúsalem.“
והם התאמצו לדבר מדיח הוא את העם בלמדו בכל יהודה החל מן הגליל ועד הנה׃
6 „Er hann frá Galíleu?“spurði Pílatus.
ויהי כשמע פילטוס את שם הגליל וישאל אם הוא איש גלילי׃
7 Þegar þeir játuðu því, sagði hann þeim að fara með Jesú til Heródesar konungs, því að Galílea væri lögsagnarumdæmi hans. Og þannig vildi til að Heródes var staddur í Jerúsalem um þetta leyti.
וכאשר ידע כי מממשלת הורדוס הוא שלחו אל הורדוס אשר היה גם הוא בירושלים בימים האלה׃
8 Heródesi þótti gaman að fá tækifæri til að sjá Jesú, því að hann hafði heyrt margt um hann og vonaðist til að sjá hann gera kraftaverk.
וישמח הורדוס עד מאד כראותו את ישוע כי מימים רבים אוה לראת אתו על כי שמע את שמעו ויקו לראת אות אשר יעשה׃
9 Hann spurði Jesú fjölmargra spurninga, en fékk ekkert svar.
וירב לשאל אותו והוא לא השיב אתו דבר׃
10 Á meðan stóðu æðstu prestarnir og hinir trúarleiðtogarnir þar hjá og ákærðu hann harðlega.
ויעמדו הכהנים הגדולים והסופרים ויתחזקו לדבר עליו שטנה׃
11 Síðan tóku Heródes og hermenn hans að hæða Jesú og spotta. Þeir klæddu hann í konunglega skikkju og sendu hann síðan aftur til Pílatusar.
ויבז אתו הורדוס עם צבאותיו ויהתל בו וילבש אותו בגד זהורית וישלחהו אל פילטוס׃
12 Þennan dag urðu Heródes og Pílatus vinir – en áður höfðu þeir verið svarnir óvinir.
ביום ההוא נהיו פילטוס והורדוס לאהבים יחדו כי מלפנים איבה היתה בינתם׃
13 Nú kallaði Pílatus saman æðstu prestana og leiðtoga Gyðinganna, ásamt fólkinu
ויקרא פילטוס את ראשי הכהנים ואת השרים ואת העם׃
14 og kunngjörði úrskurð sinn: „Þið komuð hingað með þennan mann og ákærðuð hann fyrir að stjórna uppreisn gegn rómversku yfirvöldunum. Ég hef rannsakað mál hans gaumgæfilega og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus.
ויאמר אליהם הבאתם לפני את האיש הזה כמסית את העם והנה אני חקרתיו לעיניכם ולא מצאתי באיש הזה אשמת מאומה מן הדברים אשר אתם טוענים עליו׃
15 Heródes er mér sammála og hann sendi hann aftur til okkar. Þessi maður hefur ekkert gert sem dauða er vert.
וגם הורדוס לא מצא כי שלחתי אתכם אליו והנה אין בו חטא משפט מות׃
16 Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan, enda er venja að náða einn fanga á páskunum.“
על כן איסרנו ואפטרנו׃
ועליו היה לפטר להם איש אחד בימי החג׃
18 Þá kvað við hávært óp frá mannþyrpingunni – allir hrópuðu sem einn maður: „Burt með hann! Krossfestu hann! En slepptu Barrabasi.“
ויצעקו כל המונם ויאמרו הסר את זה ופטר לנו את בר אבא׃
19 (Barrabas sat í fangelsi fyrir að vekja uppþot í Jerúsalem gegn yfirvöldunum og fyrir manndráp.)
והוא היה משלך בית האסורים על דבר מרד אשר נהיה בעיר ועל דבר רצח׃
20 Pílatus reyndi nú að sannfæra þá, því að hann vildi sleppa Jesú
ויסף פילטוס לשאת קולו כי חפץ לפטר את ישוע׃
21 en þeir hrópuðu á móti: „Krossfestu hann! Krossfestu hann!“
והמה צעקו אליו לאמר הצלב אותו הצלב׃
22 Enn einu sinni – í þriðja sinn – spurði Pílatus ákveðinn: „Hvers vegna? Hvaða glæp hefur hann drýgt? Ég sé enga ástæðu til að dæma hann til dauða. Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan.“
ויאמר אליהם פעם שלישית מה אפוא עשה זה רעה כל אשמת מות לא מצאתי בו על כן איסרנו ואפטרנו׃
23 Þá heimtuðu þeir aftur að Jesús yrði krossfestur og urðu hróp þeirra svo hávær að þau yfirgnæfðu allt annað.
ויפצרו בו בקול גדול ויבקשו כי יצלב ויחזק קולם וקול הכהנים הגדולים׃
24 Þá dæmdi Pílatus Jesú til dauða, eins og fólkið krafðist,
ויגזר פילטוס כי תעשה בקשתם׃
25 en sleppti Barrabasi samkvæmt ósk þess – manninum sem sat í fangelsi fyrir óeirðir og manndráp. Síðan afhenti hann þeim Jesú, svo að þeir gætu gert við hann það sem þeir vildu.
ויפטר להם את המשלך בית האסורים על דבר מרד ורצח את אשר שאלו ואת ישוע מסר לרצונם׃
26 Þegar hópurinn var lagður af stað með Jesú til aftökustaðarins, var maður sem var að koma utan úr sveit, Símon frá Kýrene, þvingaður til að bera kross hans.
וכאשר הוליכהו משם ויחזיקו באיש אחד הבא מן השדה ושמו שמעון איש קוריני וישימו עליו את הצלב לשאת אחרי ישוע׃
27 Mikill mannfjöldi fylgdi á eftir, þar á meðal margar grátandi konur.
וילכו אחריו המון עם רב והמון נשים והנה ספדות ומקוננות עליו׃
28 Jesús sneri sér við og sagði við þær: „Jerúsalemdætur, þið skuluð ekki gráta mín vegna, heldur vegna ykkar sjálfra og barna ykkar.
ויפן ישוע ויאמר אליהן בנות ירושלים אל תבכינה עלי כי אם על נפשכן בכינה ועל בניכן׃
29 Þeir dagar munu koma er barnlausar konur verða taldar heppnar.
כי הנה ימים באים ואמרו אשרי העקרות ואשרי המעים אשר לא ילדו והשדים אשר לא היניקו׃
30 Þá munu menn biðja fjöllin um að hrynja yfir sig og hæðirnar að hylja sig,
אז יחלו לאמר אל ההרים נפלו עלינו ואל הגבעות כסונו׃
31 því að ef þetta er gert við mig, hið lifandi tré, hvernig mun þá fara fyrir ykkur.“
כי אם יעשו כזאת בעץ הלח מה יעשה ביבש׃
32 Ásamt Jesú voru tveir afbrotamenn leiddir til aftökustaðarins sem hét „Hauskúpa“. Þar voru þeir allir krossfestir, Jesús í miðið, en hinir tveir sinn til hvorrar handar.
וגם שנים אחרים אנשי בליעל מוצאים אתו למות׃
ויהי כאשר באו אל המקום הנקרא גלגלתא ויצלבו אתו שם ואת אנשי הבליעל זה לימינו וזה לשמאלו׃
34 Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.“Hermennirnir köstuðu nú hlutkesti um föt Jesú, eina flík í senn.
ויאמר ישוע אבי סלח להם כי לא ידעו מה הם עשים ויחלקו בגדיו להם ויפילו גורל׃
35 Fólkið stóð og fylgdist með, en leiðtogar þjóðarinnar gerðu gys að honum og sögðu: „Hann gat hjálpað öðrum, en nú ætti hann að hjálpa sjálfum sér og sanna með því að hann sé í raun og veru Kristur, útvalinn konungur Guðs.“
והעם עמד שם וראה וילעגו לו השרים לאמר את אחרים הושיע יושע נא את נפשו אם הוא המשיח בחיר האלהים׃
36 Hermennirnir hæddu hann líka með því að rétta honum súrt vín að drekka.
ויהתלו בו אנשי הצבא ויגשו ויביאו לו חמץ׃
37 Þeir hrópuðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga, bjargaðu þá sjálfum þér.“
ויאמרו אם אתה הוא מלך היהודים הושע את נפשך׃
38 Fyrir ofan hann var neglt spjald á krossinn. Þar stóð: „Þessi er konungur Gyðinga.“
וגם מכתב היה ממעל לו בכתב יוני ורומי ועברי זה הוא מלך היהודים׃
39 Annar afbrotamannanna, sem hékk við hlið hans, sendi honum háðsglósu og sagði: „Svo þú ert Kristur, er það ekki? Sannaðu það þá með því að bjarga sjálfum þér – og okkur.“
ואחד מאנשי הבליעל התלוים גדפו לאמר הלא אתה המשיח הושע את עצמך ואתנו׃
40 Hinn glæpamaðurinn mótmælti þeim fyrri og sagði: „Óttastu ekki einu sinni Guð á dauðastundinni? Við höfum unnið til þessarar þungu refsingar, en þessi maður hefur ekkert rangt aðhafst.“
ויען האחר ויגער בו לאמר האינך ירא את האלהים בהיותך בעצם הענש הזה׃
והן אנחנו בו כמשפט כי לקחנו כפי מעשינו אבל זה לא עשה מאומה רע׃
42 Síðan sneri hann sér að Jesú og sagði: „Jesú, minnstu mín þegar þú kemur í ríki þitt.“
ויאמר אל ישוע זכרני נא אדני בבאך במלכותך׃
43 Jesús svaraði: „Ég lofa þér því, að í dag skaltu vera með mér í Paradís.“
ויאמר ישוע אליו אמן אמר אני לך כי היום תהיה עמדי בגן עדן׃
44 Nú var komið hádegi, en þá varð dimmt um allt landið fram til klukkan þrjú,
ויהי כשעה הששית והנה חשך על כל הארץ עד השעה התשיעית׃
45 því að sólin myrkvaðist. Þá gerðist það að fortjaldið í musterinu rifnaði í tvennt.
ויחשך השמש ותקרע פרכת ההיכל לשנים קרעים׃
46 Þá hrópaði Jesús: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn, “og að svo mæltu dó hann.
ויקרא ישוע בקול גדול ויאמר אבי בידך אפקיד רוחי ובאמרו זאת נפח נפשו׃
47 Þegar rómverski herforinginn, sem stjórnaði aftökunum, sá hvað gerðist, varð hann hræddur og sagði: „Ég er viss um að þessi maður hefur verið saklaus.“
וירא שר המאה את אשר נהיתה ויתן כבוד לאלהים לאמר אכן האיש הזה צדיק היה׃
48 Þegar fólkið, sem kom til að fylgjast með krossfestingunni, sá að Jesús var dáinn, fór það heim harmi slegið.
וכל המון העם אשר התאספו יחד למראה הזה בהביטם אל כל אשר נעשה תופפו על לבביהם וישובו׃
49 Meðan þetta gerðist, stóðu vinir Jesú og konurnar, sem fylgt höfðu honum frá Galíleu, álengdar og fylgdust með.
וכל מידעיו עמדו מרחוק וגם הנשים אשר הלכו אתו מן הגליל ועיניהן ראות את אלה׃
50 Maður nokkur frá Arímaþeu, Jósef að nafni, kunnur ráðherra, fór til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Hann var guðrækinn maður, sem vænti komu Krists og hafði verið ósammála hinum um hvað gera skyldi við Jesú.
והנה איש ושמו יוסף והוא מן היעצים איש טוב וצדיק מן הרמתים עיר היהודים׃
אשר לא הסכים לעצתם ולפעלם ומחכה גם הוא למלכות האלהים׃
ויגש אל פילטוס וישאל ממנו את גוית ישוע׃
53 Hann tók því líkama Jesú niður af krossinum og vafði í léreftsdúk og lagði síðan í nýja gröf sem höggvin hafði verið í klett.
ויורד אתה ויכרכה בסדינים וישימה בקבר חצוב בסלע אשר עדן לא הושם בו אדם׃
54 Þetta gerðist síðdegis á föstudegi, aðfangadegi páska, á sama tíma og fólk var að undirbúa hátíðina.
ויום ערב שבת היה והשבת הגיעה׃
55 Konurnar sáu er líkaminn var tekinn niður og fylgdust með þegar hann var lagður í gröfina.
ותלכנה אחריו מן הנשים אשר באו אתו מן הגליל ותחזינה את הקבר ואת אשר הושם בו גויתו׃
56 Síðan fóru þær heim og tilreiddu kryddjurtir og smyrsl til að smyrja hann með. Í þann mund er þær höfðu lokið verki sínu, gekk hátíðin í garð. Þær héldu kyrru fyrir það kvöld og næsta dag, eins og krafist var í lögunum.
ואחרי שובן הכינו סמים ומרקחות ובשבת שבתו כפי המצוה׃

< Lúkas 23 >