< Lúkas 21 >

1 Jesús stóð í musterinu og virti fyrir sér auðmenn sem voru að bera fram gjafir til musterisins.
Respiciens autem, vidit eos qui mittebant munera sua in gazophylacium, divites.
2 Þá kom þar að fátæk ekkja sem gaf tvo litla koparpeninga.
Vidit autem et quamdam viduam pauperculam mittentem æra minuta duo.
3 „Þessi fátæka ekkja hefur gefið meira en allir hinir samanlagt, “sagði Jesús.
Et dixit: Vere dico vobis, quia vidua hæc pauper plus quam omnes misit.
4 „Þeir gáfu smábrot af öllum auðæfum sínum, en hún, fátæklingurinn, gaf allt sem hún átti.“
Nam omnes hi ex abundanti sibi miserunt in munera Dei: hæc autem ex eo quod deest illi, omnem victum suum quem habuit, misit.
5 Nú fóru nokkrir lærisveinanna að tala um fegurð musterisins og höggmyndirnar á veggjum þess.
Et quibusdam dicentibus de templo quod bonis lapidibus et donis ornatum esset, dixit:
6 „Sú stund kemur, “sagði Jesús, „er allt þetta sem þið nú dáist að verður brotið niður, svo að ekki mun standa steinn yfir steini, heldur verða þar rústir einar.“
Hæc quæ videtis, venient dies in quibus non relinquetur lapis super lapidem, qui non destruatur.
7 „Meistari!“hrópuðu þeir, „hvenær verður þetta? Verðum við varaðir við?“
Interrogaverunt autem illum, dicentes: Præceptor, quando hæc erunt, et quod signum cum fieri incipient?
8 Jesús svaraði: „Látið engan villa ykkur sýn. Margir munu koma og kalla sig Krist og segja: „Stundin er komin.“En trúið þeim ekki!
Qui dixit: Videte ne seducamini: multi enim venient in nomine meo, dicentes quia ego sum: et tempus appropinquavit: nolite ergo ire post eos.
9 Og þegar þið heyrið um stríð og byltingar, þá verið ekki hræddir. Satt er það að styrjaldir verða, en endirinn er ekki þar með kominn.
Cum autem audieritis prælia et seditiones, nolite terreri: oportet primum hæc fieri, sed nondum statim finis.
10 Því að þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki.
Tunc dicebat illis: Surget gens contra gentem, et regnum adversus regnum.
11 Og miklir jarðskjálftar, hungursneyð og farsóttir munu verða vítt um heim.
Et terræmotus magni erunt per loca, et pestilentiæ, et fames, terroresque de cælo, et signa magna erunt.
12 En áður en þetta gerist, munu verða miklar ofsóknir. Mín vegna verðið þið dregnir inn í samkomuhús, fangelsi og fram fyrir konunga og landshöfðingja.
Sed ante hæc omnia injicient vobis manus suas, et persequentur tradentes in synagogas et custodias, trahentes ad reges et præsides propter nomen meum:
13 Þetta mun verða til þess að nafn Krists verður kunnugt og vegsamað.
continget autem vobis in testimonium.
14 Verið því ekki að hugsa um hvernig þið eigið að svara ákærunum.
Ponite ergo in cordibus vestris non præmeditari quemadmodum respondeatis:
15 Því ég mun gefa ykkur rétt orð að mæla og slíka rökfimi, að mótstöðumenn ykkar munu verða orðlausir!
ego enim dabo vobis os et sapientiam, cui non poterunt resistere et contradicere omnes adversarii vestri.
16 Þeir sem ykkur standa næst – foreldrar, bræður, ættingjar og vinir – munu svíkja ykkur í hendur óvina og sumir ykkar verða líflátnir.
Trademini autem a parentibus, et fratribus, et cognatis, et amicis, et morte afficient ex vobis:
17 Þið verðið hataðir af öllum mín vegna og vegna þess að þið eruð kenndir við mig.
et eritis odio omnibus propter nomen meum:
18 En ekkert hár á höfði ykkar skal þó farast!
et capillus de capite vestro non peribit.
19 Með stöðuglyndi munuð þið bjarga sálum ykkar.
In patientia vestra possidebitis animas vestras.
20 Þegar þið sjáið Jerúsalem umkringda hersveitum, þá vitið þið að tími eyðileggingarinnar er nálægur.
Cum autem videritis circumdari ab exercitu Jerusalem, tunc scitote quia appropinquavit desolatio ejus:
21 Þá eiga þeir sem eru í Júdeu að flýja til fjalla. Þeir sem þá verða í Jerúsalem ættu að reyna að flýja og þeir sem eru utan við borgina eiga alls ekki að gera tilraun til að fara inn í hana.
tunc qui in Judæa sunt, fugiant ad montes, et qui in medio ejus, discedant: et qui in regionibus, non intrent in eam,
22 Þessa daga mun dómi Guðs verða fullnægt. Orð Biblíunnar, sem skráð voru af hinum fornu spámönnum, munu vissulega rætast.
quia dies ultionis hi sunt, ut impleantur omnia quæ scripta sunt.
23 Þá verða hræðilegir tímar fyrir verðandi mæður og þær sem þá verða með börn á brjósti. Miklar hörmungar munu dynja yfir þessa þjóð og mikil reiði blossa upp gegn henni.
Væ autem prægnantibus et nutrientibus in illis diebus! erit enim pressura magna super terram, et ira populo huic.
24 Fólkið verður stráfellt og sumt tekið til fanga, og sent í útlegð út um allan heim. Jerúsalem verður sigruð og fótum troðin af heiðingjunum, þar til yfirráðatími þeirra er liðinn.
Et cadent in ore gladii, et captivi ducentur in omnes gentes, et Jerusalem calcabitur a gentibus, donec impleantur tempora nationum.
25 Þá munu gerast einkennilegir hlutir á himninum – illir fyrirboðar. Fyrirboðar þessir verða á sólu, tungli og stjörnum, en á jörðinni birtast þeir sem angist meðal þjóðanna, í vanmætti við brimgný og flóð.
Et erunt signa in sole, et luna, et stellis, et in terris pressura gentium præ confusione sonitus maris, et fluctuum:
26 Margir munu missa kjarkinn vegna þeirra skelfilegu atburða sem þeir sjá gerast í heiminum – því jafnvægi himintunglanna mun raskast.
arescentibus hominibus præ timore, et exspectatione, quæ supervenient universo orbi: nam virtutes cælorum movebuntur:
27 Og þá munu þjóðir jarðarinnar sjá mig, Krist, koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.
et tunc videbunt Filium hominis venientem in nube cum potestate magna et majestate.
28 Þegar þetta tekur að gerast, þá réttið úr ykkur og lítið upp, því að þá er hjálp ykkar á næsta leiti.“
His autem fieri incipientibus, respicite, et levate capita vestra: quoniam appropinquat redemptio vestra.
29 Síðan sagði hann þeim líkingu: „Takið eftir trjánum.
Et dixit illis similitudinem: Videte ficulneam, et omnes arbores:
30 Þegar laufin fara að springa út, þá vitið þið að sumarið er í nánd.
cum producunt jam ex se fructum, scitis quoniam prope est æstas.
31 Og þegar þið sjáið þessa atburði gerast, sem ég var að lýsa fyrir ykkur, þá vitið þið á sama hátt að guðsríki er í nánd.
Ita et vos cum videritis hæc fieri, scitote quoniam prope est regnum Dei.
32 Ég segi ykkur satt: Þessi kynslóð mun alls ekki deyja fyrr en allt þetta er komið fram.
Amen dico vobis, quia non præteribit generatio hæc, donec omnia fiant.
33 En þótt himinn og jörð líði undir lok, munu orð mín standa óhögguð að eilífu.
Cælum et terra transibunt: verba autem mea non transibunt.
34 Gætið ykkar! Látið endurkomu mína ekki koma ykkur í opna skjöldu; látið mig ekki rekast á ykkur eins og alla aðra, andvaralausa, við veisluhöld, drykkjuskap og niðursokkna í áhyggjur lífsins.
Attendite autem vobis, ne forte graventur corda vestra in crapula, et ebrietate, et curis hujus vitæ, et superveniat in vos repentina dies illa:
tamquam laqueus enim superveniet in omnes qui sedent super faciem omnis terræ.
36 Verið á verði og biðjið, að ef mögulegt er, þá mættuð þið komast hjá þessum hörmungum og standast frammi fyrir mér.“
Vigilate itaque, omni tempore orantes, ut digni habeamini fugere ista omnia quæ futura sunt, et stare ante Filium hominis.
37 Á hverjum degi fór Jesús upp í musterið til að kenna og snemma á morgnana tók fólkið að hópast þangað til að hlýða á hann. Á kvöldin sneri hann svo aftur, því að náttstaður hans var á Olíufjallinu.
Erat autem diebus docens in templo: noctibus vero exiens, morabatur in monte qui vocatur Oliveti.
Et omnis populus manicabat ad eum in templo audire eum.

< Lúkas 21 >