< Lúkas 21 >

1 Jesús stóð í musterinu og virti fyrir sér auðmenn sem voru að bera fram gjafir til musterisins.
Ἀναβλέψας δὲ εἶδεν τοὺς βάλλοντας εἰς τὸ γαζοφυλάκιον τὰ δῶρα αὐτῶν πλουσίους.
2 Þá kom þar að fátæk ekkja sem gaf tvo litla koparpeninga.
εἶδεν δέ τινα χήραν πενιχρὰν βάλλουσαν ἐκεῖ δύο λεπτά,
3 „Þessi fátæka ekkja hefur gefið meira en allir hinir samanlagt, “sagði Jesús.
καὶ εἶπεν· ἀληθῶς λέγω ὑμῖν ὅτι ἡ χήρα ἡ πτωχὴ αὕτη πλείω πάντων ἔβαλεν·
4 „Þeir gáfu smábrot af öllum auðæfum sínum, en hún, fátæklingurinn, gaf allt sem hún átti.“
ἅπαντες γὰρ οὗτοι ἐκ τοῦ περισσεύοντος αὐτοῖς ἔβαλον εἰς τὰ δῶρα, αὕτη δὲ ἐκ τοῦ ὑστερήματος αὐτῆς ἅπαντα τὸν βίον ὃν εἶχεν ἔβαλεν.
5 Nú fóru nokkrir lærisveinanna að tala um fegurð musterisins og höggmyndirnar á veggjum þess.
Καί τινων λεγόντων περὶ τοῦ ἱεροῦ, ὅτι λίθοις καλοῖς καὶ ἀναθέμασιν κεκόσμηται, εἶπεν·
6 „Sú stund kemur, “sagði Jesús, „er allt þetta sem þið nú dáist að verður brotið niður, svo að ekki mun standa steinn yfir steini, heldur verða þar rústir einar.“
ταῦτα ἃ θεωρεῖτε, ἐλεύσονται ἡμέραι ἐν αἷς οὐκ ἀφεθήσεται λίθος ἐπὶ λίθῳ, ὃς οὐ καταλυθήσεται.
7 „Meistari!“hrópuðu þeir, „hvenær verður þetta? Verðum við varaðir við?“
ἐπηρώτησαν δὲ αὐτὸν λέγοντες· διδάσκαλε, πότε οὖν ταῦτα ἔσται; καὶ τί τὸ σημεῖον ὅταν μέλλῃ ταῦτα γίνεσθαι;
8 Jesús svaraði: „Látið engan villa ykkur sýn. Margir munu koma og kalla sig Krist og segja: „Stundin er komin.“En trúið þeim ekki!
ὁ δὲ εἶπεν· βλέπετε μὴ πλανηθῆτε· πολλοὶ γὰρ ἐλεύσονται ἐπὶ τῷ ὀνόματί μου, λέγοντες· ἐγώ εἰμι, καί ὁ καιρὸς ἤγγικεν· μὴ πορευθῆτε ὀπίσω αὐτῶν.
9 Og þegar þið heyrið um stríð og byltingar, þá verið ekki hræddir. Satt er það að styrjaldir verða, en endirinn er ekki þar með kominn.
ὅταν δὲ ἀκούσητε πολέμους καὶ ἀκαταστασίας, μὴ πτοηθῆτε· δεῖ γὰρ ταῦτα γενέσθαι πρῶτον, ἀλλ’ οὐκ εὐθέως τὸ τέλος.
10 Því að þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki.
τότε ἔλεγεν αὐτοῖς· ἐγερθήσεται ἔθνος ἐπ’ ἔθνος καὶ βασιλεία ἐπὶ βασιλείαν,
11 Og miklir jarðskjálftar, hungursneyð og farsóttir munu verða vítt um heim.
σεισμοί τε μεγάλοι καὶ κατὰ τόπους λιμοὶ καὶ λοιμοὶ ἔσονται, φόβητρά τε καὶ σημεῖα ἀπ’ οὐρανοῦ μεγάλα ἔσται.
12 En áður en þetta gerist, munu verða miklar ofsóknir. Mín vegna verðið þið dregnir inn í samkomuhús, fangelsi og fram fyrir konunga og landshöfðingja.
Πρὸ δὲ τούτων πάντων ἐπιβαλοῦσιν ἐφ’ ὑμᾶς τὰς χεῖρας αὐτῶν καὶ διώξουσιν, παραδιδόντες εἰς τὰς συναγωγὰς καὶ φυλακάς, ἀπαγομένους ἐπὶ βασιλεῖς καὶ ἡγεμόνας ἕνεκεν τοῦ ὀνόματός μου·
13 Þetta mun verða til þess að nafn Krists verður kunnugt og vegsamað.
ἀποβήσεται ὑμῖν εἰς μαρτύριον.
14 Verið því ekki að hugsa um hvernig þið eigið að svara ákærunum.
θέτε οὖν ἐν ταῖς καρδίαις ὑμῶν μὴ προμελετᾶν ἀπολογηθῆναι·
15 Því ég mun gefa ykkur rétt orð að mæla og slíka rökfimi, að mótstöðumenn ykkar munu verða orðlausir!
ἐγὼ γὰρ δώσω ὑμῖν στόμα καὶ σοφίαν, ᾗ οὐ δυνήσονται ἀντιστῆναι ἢ ἀντειπεῖν ἅπαντες οἱ ἀντικείμενοι ὑμῖν.
16 Þeir sem ykkur standa næst – foreldrar, bræður, ættingjar og vinir – munu svíkja ykkur í hendur óvina og sumir ykkar verða líflátnir.
παραδοθήσεσθε δὲ καὶ ὑπὸ γονέων καὶ ἀδελφῶν καὶ συγγενῶν καὶ φίλων, καὶ θανατώσουσιν ἐξ ὑμῶν,
17 Þið verðið hataðir af öllum mín vegna og vegna þess að þið eruð kenndir við mig.
καὶ ἔσεσθε μισούμενοι ὑπὸ πάντων διὰ τὸ ὄνομά μου.
18 En ekkert hár á höfði ykkar skal þó farast!
καὶ θρὶξ ἐκ τῆς κεφαλῆς ὑμῶν οὐ μὴ ἀπόληται·
19 Með stöðuglyndi munuð þið bjarga sálum ykkar.
ἐν τῇ ὑπομονῇ ὑμῶν κτήσασθε τὰς ψυχὰς ὑμῶν.
20 Þegar þið sjáið Jerúsalem umkringda hersveitum, þá vitið þið að tími eyðileggingarinnar er nálægur.
Ὅταν δὲ ἴδητε κυκλουμένην ὑπὸ στρατοπέδων Ἱερουσαλήμ, τότε γνῶτε ὅτι ἤγγικεν ἡ ἐρήμωσις αὐτῆς.
21 Þá eiga þeir sem eru í Júdeu að flýja til fjalla. Þeir sem þá verða í Jerúsalem ættu að reyna að flýja og þeir sem eru utan við borgina eiga alls ekki að gera tilraun til að fara inn í hana.
τότε οἱ ἐν τῇ Ἰουδαίᾳ φευγέτωσαν εἰς τὰ ὄρη, καὶ οἱ ἐν μέσῳ αὐτῆς ἐκχωρείτωσαν, καὶ οἱ ἐν ταῖς χώραις μὴ εἰσερχέσθωσαν εἰς αὐτήν,
22 Þessa daga mun dómi Guðs verða fullnægt. Orð Biblíunnar, sem skráð voru af hinum fornu spámönnum, munu vissulega rætast.
ὅτι ἡμέραι ἐκδικήσεως αὗταί εἰσίν τοῦ πλησθῆναι πάντα τὰ γεγραμμένα.
23 Þá verða hræðilegir tímar fyrir verðandi mæður og þær sem þá verða með börn á brjósti. Miklar hörmungar munu dynja yfir þessa þjóð og mikil reiði blossa upp gegn henni.
οὐαὶ ταῖς ἐν γαστρὶ ἐχούσαις καὶ ταῖς θηλαζούσαις ἐν ἐκείναις ταῖς ἡμέραις· ἔσται γὰρ ἀνάγκη μεγάλη ἐπὶ τῆς γῆς καὶ ὀργὴ τῷ λαῷ τούτῳ,
24 Fólkið verður stráfellt og sumt tekið til fanga, og sent í útlegð út um allan heim. Jerúsalem verður sigruð og fótum troðin af heiðingjunum, þar til yfirráðatími þeirra er liðinn.
καὶ πεσοῦνται στόματι μαχαίρης καὶ αἰχμαλωτισθήσονται εἰς τὰ ἔθνη πάντα, καὶ Ἱερουσαλὴμ ἔσται πατουμένη ὑπὸ ἐθνῶν, ἄχρι οὗ πληρωθῶσιν καιροὶ ἐθνῶν.
25 Þá munu gerast einkennilegir hlutir á himninum – illir fyrirboðar. Fyrirboðar þessir verða á sólu, tungli og stjörnum, en á jörðinni birtast þeir sem angist meðal þjóðanna, í vanmætti við brimgný og flóð.
Καὶ ἔσονται σημεῖα ἐν ἡλίῳ καὶ σελήνῃ καὶ ἄστροις, καὶ ἐπὶ τῆς γῆς συνοχὴ ἐθνῶν ἐν ἀπορίᾳ ἤχους θαλάσσης καὶ σάλου,
26 Margir munu missa kjarkinn vegna þeirra skelfilegu atburða sem þeir sjá gerast í heiminum – því jafnvægi himintunglanna mun raskast.
ἀποψυχόντων ἀνθρώπων ἀπὸ φόβου καὶ προσδοκίας τῶν ἐπερχομένων τῇ οἰκουμένῃ, αἱ γὰρ δυνάμεις τῶν οὐρανῶν σαλευθήσονται.
27 Og þá munu þjóðir jarðarinnar sjá mig, Krist, koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.
καὶ τότε ὄψονται τὸν υἱὸν τοῦ ἀνθρώπου ἐρχόμενον ἐν νεφέλῃ μετὰ δυνάμεως καὶ δόξης πολλῆς.
28 Þegar þetta tekur að gerast, þá réttið úr ykkur og lítið upp, því að þá er hjálp ykkar á næsta leiti.“
ἀρχομένων δὲ τούτων γίνεσθαι ἀνακύψατε καὶ ἐπάρατε τὰς κεφαλὰς ὑμῶν, διότι ἐγγίζει ἡ ἀπολύτρωσις ὑμῶν.
29 Síðan sagði hann þeim líkingu: „Takið eftir trjánum.
Καὶ εἶπεν παραβολὴν αὐτοῖς. ἴδετε τὴν συκῆν καὶ πάντα τὰ δένδρα·
30 Þegar laufin fara að springa út, þá vitið þið að sumarið er í nánd.
ὅταν προβάλωσιν ἤδη, βλέποντες ἀφ’ ἑαυτῶν γινώσκετε ὅτι ἤδη ἐγγὺς τὸ θέρος ἐστίν.
31 Og þegar þið sjáið þessa atburði gerast, sem ég var að lýsa fyrir ykkur, þá vitið þið á sama hátt að guðsríki er í nánd.
οὕτως καὶ ὑμεῖς, ὅταν ἴδητε ταῦτα γινόμενα, γινώσκετε ὅτι ἐγγύς ἐστιν ἡ βασιλεία τοῦ θεοῦ.
32 Ég segi ykkur satt: Þessi kynslóð mun alls ekki deyja fyrr en allt þetta er komið fram.
ἀμὴν λέγω ὑμῖν ὅτι οὐ μὴ παρέλθῃ ἡ γενεὰ αὕτη ἕως ἂν πάντα γένηται.
33 En þótt himinn og jörð líði undir lok, munu orð mín standa óhögguð að eilífu.
ὁ οὐρανὸς καὶ ἡ γῆ παρελεύσονται, οἱ δὲ λόγοι μου οὐ μὴ παρελεύσονται.
34 Gætið ykkar! Látið endurkomu mína ekki koma ykkur í opna skjöldu; látið mig ekki rekast á ykkur eins og alla aðra, andvaralausa, við veisluhöld, drykkjuskap og niðursokkna í áhyggjur lífsins.
Προσέχετε δὲ ἑαυτοῖς μήποτε βαρηθῶσιν ὑμῶν αἱ καρδίαι ἐν κραιπάλῃ καὶ μέθῃ καὶ μερίμναις βιωτικαῖς, καὶ ἐπιστῇ ἐφ’ ὑμᾶς αἰφνίδιος ἡ ἡμέρα ἐκείνη
ὡς παγίς· ἐπεισελεύσεται γὰρ ἐπὶ πάντας τοὺς καθημένους ἐπὶ πρόσωπον πάσης τῆς γῆς.
36 Verið á verði og biðjið, að ef mögulegt er, þá mættuð þið komast hjá þessum hörmungum og standast frammi fyrir mér.“
ἀγρυπνεῖτε δὲ ἐν παντὶ καιρῷ δεόμενοι ἵνα κατισχύσητε ἐκφυγεῖν ταῦτα πάντα τὰ μέλλοντα γίνεσθαι, καὶ σταθῆναι ἔμπροσθεν τοῦ υἱοῦ τοῦ ἀνθρώπου.
37 Á hverjum degi fór Jesús upp í musterið til að kenna og snemma á morgnana tók fólkið að hópast þangað til að hlýða á hann. Á kvöldin sneri hann svo aftur, því að náttstaður hans var á Olíufjallinu.
Ἦν δὲ τὰς ἡμέρας ἐν τῷ ἱερῷ διδάσκων, τὰς δὲ νύκτας ἐξερχόμενος ηὐλίζετο εἰς τὸ ὄρος τὸ καλούμενον ἐλαιῶν.
καὶ πᾶς ὁ λαὸς ὤρθριζεν πρὸς αὐτὸν ἐν τῷ ἱερῷ ἀκούειν αὐτοῦ.

< Lúkas 21 >