< Lúkas 18 >

1 Eitt sinn sagði Jesús lærisveinum sínum þessa sögu til að hvetja þá til að gefast ekki upp að biðja, fyrr en svarið kæmi:
Or, pour leur montrer qu'il fallait toujours prier et ne pas perdre courage, il leur adressait une parabole
2 „Í borg einni var dómari, sem ekki trúði á Guð, og fyrirleit alla menn.
en ces termes: « Il y avait dans une ville un certain juge qui ne craignait point Dieu et n'avait d'égards pour personne;
3 Ekkja, sem þar bjó, kom oft til hans og bað hann að leita réttar síns gegn manni, sem brotið hafði gegn henni.
or dans cette ville-là était une veuve, et elle venait lui dire: « Fais-moi justice de mon adversaire. »
4 Í fyrstu gaf dómarinn henni engan gaum, en að lokum fór hún að fara í taugarnar á honum. „Ég hræðist hvorki Guð né menn, “sagði hann við sjálfan sig, „en þessi kona veldur mér ónæði. Ég ætla að sjá til þess að hún nái rétti sínum, því ég er orðinn leiður á henni, hún er alltaf að koma.“
Et pendant longtemps il ne le voulait pas; mais ensuite il se dit en lui-même: Quoique je ne craigne point Dieu et que je n'aie non plus d'égards pour personne,
5
cependant comme cette veuve me cause du tracas, je lui ferai justice, de peur qu'elle ne finisse par venir me donner des coups. »
6 Drottinn sagði: „Haldið þið að Guð láti ekki sitt fólk ná rétti sínum, ef það hrópar til hans dag og nótt, fyrst hægt er að hafa áhrif á vondan dómara?
Or le seigneur dit: « Écoutez ce que dit le juge inique;
7
mais Dieu ne fera-t-Il pas justice à Ses élus qui crient à Lui jour et nuit, et tarde-t-Il à leur égard?
8 Jú, áreiðanlega! Og hann mun svara því fljótt! Spurningin er hve marga trúaða og bænrækna ég finn þegar ég, Kristur, kem aftur.“
Je vous déclare qu'il leur fera justice au plus tôt. Toutefois le fils de l'homme, quand il viendra, trouvera-t-il la foi sur la terre? »
9 Síðan sagði hann þeim, sem stærðu sig af verkum sínum og fyrirlitu aðra, eftirfarandi sögu:
Or il dit aussi à quelques personnes qui possédaient pour elles-mêmes l'assurance d'être justes et qui méprisaient les autres, la parabole suivante:
10 „Tveir men fóru upp í musterið til að biðjast fyrir. Annar var farísei, en hinn var skattheimtumaður.
« Deux hommes montèrent au temple pour prier, l'un était pharisien, et l'autre publicain.
11 Faríseinn bað þannig: „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og syndararnir, til dæmis eins og þessi skattheimtumaður! Ég stel aldrei, ég drýgi ekki hór,
Le pharisien, se tenant debout, faisait en lui-même cette prière: « O Dieu! Je Te rends grâce de ce que je ne suis pas comme les autres hommes qui sont spoliateurs, injustes, adultères, ou même comme ce publicain:
12 ég fasta tvisvar í viku og gef tíund af öllu sem ég vinn mér inn.“
je jeûne deux fois la semaine, je donne la dîme de tout ce que j'acquiers. »
13 Óprúttni skattheimtumaðurinn stóð langt frá og þorði ekki einu sinni að horfa upp til himins meðan hann bað, heldur barði sér hryggur á brjóst og sagði: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur.“
Mais le publicain se tenant à distance ne se permettait pas même de lever les yeux vers le ciel, mais il se frappait la poitrine en disant: « O Dieu, aie compassion de moi qui suis pécheur! »
14 Ég segi ykkur: Þessi syndari fékk fyrirgefningu, en ekki faríseinn! Hinir hrokafullu verða niðurlægðir, en auðmjúkum veitt náð.“
Je vous le déclare, celui-ci redescendit justifié dans sa maison à l'inverse de l'autre, car quiconque s'élève lui-même sera abaissé, tandis que celui qui s'abaisse lui-même sera élevé. »
15 Dag einn komu mæður með börnin sín til Jesú til að hann snerti þau og blessaði, en lærisveinarnir skipuðu þeim burt.
Or on lui apportait aussi les petits enfants, afin qu'il les touchât; ce que les disciples ayant vu ils les réprimandaient.
16 Þá kallaði Jesús börnin til sín og sagði við lærisveinana: „Leyfið börnunum að koma til mín, en hindrið þau ekki. Guðsríki er fyrir þá sem hafa hjartalag og trú eins og þessi litlu börn, en sá sem ekki hefur trú eins og þau, mun aldrei þangað komast.“
Mais Jésus les appela à lui, en disant: « Laissez les petits enfants venir à moi, et ne les en empêchez pas, car c'est à ceux qui leur ressemblent qu'appartient le royaume de Dieu.
En vérité je vous le déclare, celui qui n'aura pas reçu le royaume de Dieu comme un petit enfant n'y entrera certainement point. »
18 Höfðingi nokkur spurði Jesú: „Góði meistari, hvað á ég að gera til að eignast eilíft líf?“ (aiōnios g166)
Et un chef l'interrogea en disant: « Bon Maître, par quelle conduite hériterai-je la vie éternelle? » (aiōnios g166)
19 „Veistu hvað þú ert að segja þegar þú kallar mig góðan?“spurði Jesús. „Aðeins einn er góður í raun og veru, og það er Guð.
Mais Jésus lui dit: « Pourquoi m'appelles-tu bon? Nul n'est bon, si ce n'est un seul, Dieu.
20 Þú þekkir boðorðin: Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, heiðraðu föður þinn og móður þína, “
Tu connais les commandements: « Ne commets point d'adultère; ne tue point; ne dérobe point; ne fais point de faux témoignage; honore ton père et ta mère. »
21 Maðurinn svaraði: „Ég hef hlýðnast öllum þessum boðum frá barnæsku.“
L'autre dit: « J'ai observé toutes ces choses dès ma jeunesse. »
22 „Eitt vantar þig enn, “sagði Jesús, „og það er þetta: Seldu allt sem þú átt, gefðu fátækum andvirðið og þá muntu eignast fjársjóð á himnum – komdu síðan og fylgdu mér.“
Ce que Jésus ayant ouï, il lui dit: « Il te manque encore une chose: vends tout ce que tu possèdes, et distribue-le aux pauvres, et tu auras un trésor dans les cieux; puis viens, suis-moi. »
23 Þegar maðurinn heyrði þetta, fór hann hryggur í burtu, því að hann var mjög ríkur.
Mais l'autre en entendant cela devint tout triste, car il était très riche.
24 Jesús horfði á eftir honum og sagði síðan við lærisveina sína: „Það er erfitt fyrir hina ríku að komast inn í guðsríki!
Or Jésus l'ayant regardé dit: « Avec quelle difficulté ceux qui possèdent les richesses entrent-ils dans le royaume de Dieu!
25 Það er auðveldara fyrir úlfalda að smjúga gegnum nálarauga, en fyrir ríkan mann að komast inn í guðsríki.“
Il est en effet plus facile qu'un chameau entre par un trou d'aiguille, qu'un riche n'entre dans le royaume de Dieu. »
26 Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta hrópuðu þeir: „Hver getur þá orðið hólpinn, fyrst það er svona erfitt?“
Mais les auditeurs dirent: « Et qui peut être sauvé? »
27 „Guð getur það sem menn geta ekki, “svaraði Jesús.
Or il dit: « Ce qui est impossible quant aux hommes est possible quant à Dieu. »
28 Þá sagði Pétur: „Við höfum yfirgefið heimili okkar og fylgt þér.“
Or Pierre lui dit: « Voici, pour nous, après avoir abandonné nos propres biens, nous t'avons suivi. »
29 „Já, “svaraði Jesús, „allir sem yfirgefa heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna guðsríkisins,
Et il leur dit: « En vérité je vous déclare qu'il n'est personne qui, ayant abandonné maison, ou femme, ou frères, ou parents, ou enfants, à cause du royaume de Dieu,
30 munu fá margföld laun í þessum heimi, auk eilífs lífs í hinum komandi.“ (aiōn g165, aiōnios g166)
ne reçoive infiniment davantage dans ce temps-ci, et dans le siècle à venir la vie éternelle. » (aiōn g165, aiōnios g166)
31 Síðan kallaði hann þá tólf saman og sagði: „Þið vitið að við erum á leiðinni til Jerúsalem. Þegar þangað kemur, mun allt rætast sem hinir fornu spámenn sögðu um mig.
Et ayant pris les douze à part, il leur dit: « Voici, nous montons à Jérusalem, et tout ce qui a été écrit par les prophètes relativement au fils de l'homme s'accomplira;
32 Ég verð framseldur heiðingjunum, en þeir munu hæða mig og spotta. Einnig munu þeir hrækja á mig,
car il sera livré aux Gentils, et il sera bafoué et injurié, et on crachera sur lui,
33 húðstrýkja og loks lífláta, en á þriðja degi mun ég rísa upp.“
et après l'avoir fouetté ils le mettront à mort, et le troisième jour il ressuscitera. »
34 Þeir skildu ekki hvað hann var að segja og fannst það algjör ráðgáta.
Et pour eux ils ne comprenaient rien à cela, et cette parole leur était cachée, et ils ne saisissaient pas ce qui avait été dit.
35 Þegar þeir nálguðust Jeríkó sat blindur betlari við veginn.
Or il advint, au moment où il approchait de Jéricho, qu'un aveugle se trouvait assis près du chemin pour mendier.
36 Þegar hann heyrði að mikill mannfjöldi var að nálgast, spurði hann hvað um væri að vera.
Mais ayant entendu la foule qui passait devant lui, il s'informait de ce que c'était.
37 Honum var þá sagt að Jesús frá Nasaret væri þar á ferð.
On lui dit: « C'est Jésus le Nazaréen qui passe. »
38 Þá fór hann að hrópa í sífellu: „Jesús, sonur Davíðs, miskunnaðu mér!“
Et il s'écria: « Jésus, fils de David, aie pitié de moi. »
39 Fólkið sem gekk á undan Jesú, reyndi að þagga niður í honum. En þá hrópaði hann enn hærra: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“
Et ceux qui marchaient les premiers le réprimandaient pour le faire taire; mais lui criait de plus belle: « Fils de David, aie pitié de moi. »
40 Þegar Jesús kom nær, nam hann staðar og sagði: „Komið með blinda manninn hingað.“
Et Jésus s'étant arrêté ordonna qu'on le lui amenât; et quand il se fut approché, il lui demanda: « Que veux-tu que je fasse pour toi? »
41 Síðan spurði Jesús hann: „Hvað viltu að ég geri fyrir þig?“„Drottinn, “sagði hann biðjandi, „mig langar að fá sjónina.“
Et l'autre dit: « Seigneur, que je recouvre la vue.
42 „Nú getur þú séð, “sagði Jesús. „Trú þín hefur læknað þig.“
Et Jésus lui dit: « Recouvre la vue; ta foi t'a guéri. »
43 Samstundis fékk maðurinn sjónina og fylgdi Jesú og lofaði Guð. Allir sem þetta sáu lofuðu Guð.
Et immédiatement il recouvra la vue, et il le suivait en glorifiant Dieu. Et tout le peuple voyant cela rendit louange à Dieu.

< Lúkas 18 >