< Lúkas 17 >

1 Jesús sagði við lærisveinana: „Fólk mun halda áfram að falla í synd, en vei þeim sem því veldur.
Jésus dit encore à ses disciples: Il est impossible qu’il n’arrive des scandales; mais malheur à celui par qui ils arrivent!
2 Honum væri betra að láta fleygja sér í sjóinn, með þungan stein um hálsinn, en skaða sálir smælingjanna. Gætið ykkar! Ávítaðu bróður þinn, ef hann syndgar, en fyrirgefðu honum, þegar hann iðrast.
Il vaudrait mieux pour lui qu’on mît autour de son cou une meule de moulin et qu’on le jetât dans la mer, que de scandaliser un de ces petits.
3
Prenez-garde à vous: Si ton frère a péché contre toi, reprends-le; et s’il se repent, pardonne-lui.
4 Geri hann þér rangt til sjö sinnum á dag og komi til þín eftir hvert skipti og biðji fyrirgefningar, þá fyrirgefðu honum.“
Et s’il a péché sept fois dans le jour contre toi, et que sept fois dans le jour il revienne à toi, disant: Je me repens; pardonne-lui.
5 Dag einn sögðu postularnir við Drottin: „Við þurfum að öðlast meiri trú, hvernig getum við það?“
Et les apôtres dirent au Seigneur: Augmentez-nous la foi.
6 Jesús svaraði: „Ef þið hafið trú á stærð við sinnepskorn, þá er hún nægileg til að rífa upp mórberjatréð sem þarna stendur og senda það í loftköstum á haf út! Orðum ykkar yrði þegar í stað hlýtt.
Mais le Seigneur dit: Si vous aviez de la foi comme un grain de sénevé, vous diriez à ce mûrier: Déracine-toi, et transplante-toi dans la mer; et il vous obéirait.
7 Þegar vinnumaður kemur inn frá jarðyrkju eða gegningum, þá sest hann ekki niður til að borða. Hann matreiðir fyrst fyrir húsbónda sinn og ber kvöldverð á borð fyrir hann, áður en hann fær sér sjálfur. Og honum er ekki þakkað, því að þetta eru skylduverk hans.
Qui de vous, ayant un serviteur attaché au labourage ou aux troupeaux, lui dit, aussitôt qu’il revient des champs: Viens vite, mets-toi à table?
8
Et ne lui dit pas au contraire: Prépare-moi à souper, et ceins-toi, et me sers jusqu’à ce que j’aie mangé et bu, et après cela, tu mangeras et tu boiras?
9
A-t-il de l’obligation à ce serviteur, parce qu’il a fait ce qu’il lui avait commandé?
10 Þið eigið ekki heldur að vænta heiðurs fyrir að hlýða mér, því að þá hafið þið aðeins gert skyldu ykkar.“
Non, je pense. Ainsi, vous-mêmes, quand vous aurez fait ce qui vous est commandé, dites: Nous sommes des serviteurs inutiles; ce que nous avons fait, c’est ce que nous avons dû faire.
11 Á leið sinni frá Jerúsalem komu þeir að þorpi á landamærum Galíleu og Samaríu. Þá sáu þeir tíu holdsveika menn, sem stóðu langt frá, utan við þorpið,
Il arriva qu’en allant à Jérusalem, il traversait le pays de Samarie et la Galilée.
Et comme il entrait dans un village, il rencontra dix lépreux, qui s’arrêtèrent loin de lui;
13 og hrópuðu: „Jesú, meistari, miskunnaðu okkur!“
Et ils élevèrent la voix, disant: Jésus, Maître, ayez pitié de nous.
14 Hann leit á þá og sagði: „Farið til prestanna og fáið hjá þeim vottorð um að þið séuð heilbrigðir.“Á meðan þeir voru á leiðinni til prestanna, hvarf þeim holdsveikin!
Dès que Jésus les vit, il dit: Allez, montrez-vous aux prêtres. Et il arriva, pendant qu’ils y allaient, qu’ils furent purifiés.
15 Einn þeirra sneri þá aftur til Jesús og hrópaði: „Guði sé lof! Ég er heilbrigður!“
Un d’eux, se voyant purifié, revint sur ses pas, glorifiant Dieu à haute voix;
16 Hann fleygði sér á götuna við fætur Jesú og þakkaði honum. Maður þessi var Samverji, en Gyðingar fyrirlitu þá.
Et il tomba sur sa face aux pieds de Jésus, lui rendant grâces; or celui-ci était Samaritain.
17 Þá spurði Jesús: „Voru þeir ekki tíu sem ég læknaði? Hvar eru hinir níu?
Alors Jésus prenant la parole, dit: Est-ce que les dix n’ont pas été purifiés? et les neuf autres, où sont-ils?
18 Var þessi útlendingur sá eini sem sneri við til að gefa Guði dýrðina?“
Il ne s’en est point trouvé qui revînt et rendît gloire à Dieu, si ce n’est cet étranger.
19 Síðan sagði hann við manninn: „Stattu upp og farðu leiðar þinnar, trú þín hefur læknað þig.“
Et il lui dit: Lève-toi, va, ta foi t’a sauvé.
20 Dag einn spurðu farísearnir Jesú: „Hvenær kemur guðsríki?“„Guðsríki birtist ekki þannig að á því beri, “svaraði Jesús.
Interrogé par les pharisiens: Quand vient le royaume de Dieu? Leur répondant, il dit: Le royaume de Dieu ne vient point de manière à être remarqué;
21 „Þið munuð ekki geta sagt: „Það hófst á þessum stað eða í þessum landshluta“því að áhrifa guðsríkisins gætir með manninum.“
Et on ne dira point: Il est ici ou il est là. Car voici que le royaume de Dieu est au dedans de vous.
22 Síðar ræddi hann þetta við lærisveinana og sagði: „Sá tími mun koma er þið þráið að hafa mig hjá ykkur, þó ekki sé nema einn dag, en þá verð ég ekki hér.
Il dit ensuite à ses disciples: Viendront des jours où vous désirerez voir un seul des jours du Fils de l’homme, et vous ne le verrez pas.
23 Ykkur munu berast fréttir um að ég sé kominn aftur og sé hér eða þar. Trúið ekki slíku. Farið ekki að leita mín,
Et on vous dira: Le voici ici et le voilà là. N’y allez point, et ne les suivez point.
24 því að þegar ég kem, þá verður það engum vafa undirorpið. Það verður jafn augljóst og þegar elding leiftrar um himininn.
Car, comme l’éclair qui, brillant sous un côté du ciel, lance sa lumière sur tout ce qui est sous le ciel, ainsi sera le Fils de l’homme en son jour.
25 En fyrst verð ég að líða miklar þjáningar og þjóð mín mun hafna mér.
Mais il faut auparavant qu’il souffre beaucoup de choses, et qu’il soit rejeté par cette génération.
26 Þegar ég kem aftur, verður heimurinn jafn sinnulaus um Guð og hann var á dögum Nóa.
Et comme il est arrivé aux jours du Noé, ainsi en sera-t-il aussi dans les jours du Fils de l’homme.
27 Fólk át og drakk og gifti sig allt til þess dags er Nói gekk inn í örkina. Eftir það kom flóðið og tortímdi þeim öllum.
Ils mangeaient et buvaient; ils se mariaient et mariaient leurs enfants, jusqu’au jour où entra dans l’arche: et le déluge vint et il les perdit tous.
28 Það mun verða eins og á dögum Lots: Fólk sinnti sínum daglegu störfum, át og drakk, keypti og seldi, ræktaði og byggði
Et comme il est arrivé encore aux jours de Lot: ils mangeaient et buvaient, ils achetaient et vendaient, ils plantaient et bâtissaient;
29 – allt til þeirrar stundar er Lot yfirgaf Sódómu. Þá rigndi eldi og brennisteini yfir þá af himni og eyddi þeim öllum.
Mais le jour où Lot sortit de Sodome, Dieu fit pleuvoir le feu et le soufre du ciel, et il les perdit tous:
30 Þannig mun fólk verða önnum kafið við sín daglegu störf er ég kem aftur.
Ainsi en sera-t-il le jour où le Fils de l’homme sera révélé.
31 Þeir sem úti eru þann dag mega ekki fara inn til að pakka niður. Þeir sem verða við vinnu á ökrum mega ekki heldur fara heim
En cette heure-là, que celui qui se trouvera sur le toit et dont les meubles sont dans la maison, ne descende point pour les emporter; et que celui qui est dans le champ, ne retourne point non plus en arrière.
32 – munið hvað kom fyrir konu Lots!
Souvenez-vous de la femme de Lot.
33 Sá sem heldur í líf sitt mun glata því, en sá sem fórnar því, mun bjarga því.
Quiconque cherchera à sauver son âme, la perdra; et quiconque la perdra lui donnera la vie.
34 Þá nótt munu tveir menn sofa í sama rúmi, annar verður tekinn burt en hinn skilinn eftir.
Je vous le dis, en cette nuit-là deux personnes seront en un lit, l’un sera pris et l’autre laissé:
35 Tvær konur munu vinna saman að heimilisstörfum, önnur verður tekin, hin skilin eftir. Sama er að segja um þá sem vinna hlið við hlið á ökrunum. Annar verður tekinn, hinn skilinn eftir.“
Deux femmes moudront ensemble, l’une sera prise, et l’autre laissée; deux hommes seront dans un champ, l’un sera pris, et l’autre laissé.
Prenant la parole, les disciples lui dirent: Où, Seigneur?
37 „Hvar verður hann skilinn eftir?“spurðu lærisveinarnir. „Það verður augljóst þegar að því kemur, “svaraði Jesús, „jafn augljóst og það, að þangað sem hræið liggur munu gammarnir þyrpast.“
Et il répondit: Partout où sera le corps, là aussi s’assembleront les aigles.

< Lúkas 17 >