< Lúkas 17 >

1 Jesús sagði við lærisveinana: „Fólk mun halda áfram að falla í synd, en vei þeim sem því veldur.
And he said to his disciples, It is impossible but that stumbling-blocks will come; but woe to him through whom they come!
2 Honum væri betra að láta fleygja sér í sjóinn, með þungan stein um hálsinn, en skaða sálir smælingjanna. Gætið ykkar! Ávítaðu bróður þinn, ef hann syndgar, en fyrirgefðu honum, þegar hann iðrast.
It were better for him to have a millstone hung round his neck, and be cast into the sea, than to cause one of these little ones to fall away.
3
Take heed to yourselves. If thy brother sin, rebuke him; and if he repent, forgive him.
4 Geri hann þér rangt til sjö sinnum á dag og komi til þín eftir hvert skipti og biðji fyrirgefningar, þá fyrirgefðu honum.“
And if he sin against thee seven times in a day, and seven times turn to thee, saying, I repent, thou shalt forgive him.
5 Dag einn sögðu postularnir við Drottin: „Við þurfum að öðlast meiri trú, hvernig getum við það?“
And the apostles said to the Lord, Give us more faith.
6 Jesús svaraði: „Ef þið hafið trú á stærð við sinnepskorn, þá er hún nægileg til að rífa upp mórberjatréð sem þarna stendur og senda það í loftköstum á haf út! Orðum ykkar yrði þegar í stað hlýtt.
But the Lord said, If ye had faith as a grain of mustard, ye might say to this sycamine-tree, Be plucked up by the roots, and planted in the sea! and it would obey you.
7 Þegar vinnumaður kemur inn frá jarðyrkju eða gegningum, þá sest hann ekki niður til að borða. Hann matreiðir fyrst fyrir húsbónda sinn og ber kvöldverð á borð fyrir hann, áður en hann fær sér sjálfur. Og honum er ekki þakkað, því að þetta eru skylduverk hans.
And which of you having a servant plowing, or feeding cattle, will say to him, when he hath come in from the field, Come immediately and place thyself at table?
8
Will he not rather say to him, Make ready wherewith I may sup, and gird thyself and serve me till I have eaten and drunken, and afterward thou shalt eat and drink?
9
Doth he owe any thanks to that servant, because he did what was commanded?
10 Þið eigið ekki heldur að vænta heiðurs fyrir að hlýða mér, því að þá hafið þið aðeins gert skyldu ykkar.“
So also do ye, when ye have done all that hath been commanded you, say, We are unprofitable servants; we have done what we were bound to do.
11 Á leið sinni frá Jerúsalem komu þeir að þorpi á landamærum Galíleu og Samaríu. Þá sáu þeir tíu holdsveika menn, sem stóðu langt frá, utan við þorpið,
And it came to pass, as he was going to Jerusalem, that he was traveling on the confines of Samaria and Galilee.
And as he entered into a certain village, there met him ten lepers, who stood afar off.
13 og hrópuðu: „Jesú, meistari, miskunnaðu okkur!“
And they lifted up their voice, saying, Jesus, Master, have pity on us.
14 Hann leit á þá og sagði: „Farið til prestanna og fáið hjá þeim vottorð um að þið séuð heilbrigðir.“Á meðan þeir voru á leiðinni til prestanna, hvarf þeim holdsveikin!
And when he saw them, he said to them, Go, show yourselves to the priests. And it came to pass, that, as they were on their way, they were cleansed.
15 Einn þeirra sneri þá aftur til Jesús og hrópaði: „Guði sé lof! Ég er heilbrigður!“
And one of them, perceiving that he was freed from his disease, turned back, giving glory to God with a loud voice;
16 Hann fleygði sér á götuna við fætur Jesú og þakkaði honum. Maður þessi var Samverji, en Gyðingar fyrirlitu þá.
and he fell down on his face at his feet, giving thanks to him; and he was a Samaritan.
17 Þá spurði Jesús: „Voru þeir ekki tíu sem ég læknaði? Hvar eru hinir níu?
And Jesus answering said, Were not the ten cleansed? Where are the nine?
18 Var þessi útlendingur sá eini sem sneri við til að gefa Guði dýrðina?“
Were there none found returning to give glory to God but this foreigner?
19 Síðan sagði hann við manninn: „Stattu upp og farðu leiðar þinnar, trú þín hefur læknað þig.“
And he said to him, Rise and go; thy faith hath made thee well.
20 Dag einn spurðu farísearnir Jesú: „Hvenær kemur guðsríki?“„Guðsríki birtist ekki þannig að á því beri, “svaraði Jesús.
And being asked by the Pharisees when the kingdom of God was coming, he answered them and said, The kingdom of God cometh not in such a manner as to be watched for;
21 „Þið munuð ekki geta sagt: „Það hófst á þessum stað eða í þessum landshluta“því að áhrifa guðsríkisins gætir með manninum.“
nor will they say, Lo here! or there! for behold, the kingdom of God is in the midst of you.
22 Síðar ræddi hann þetta við lærisveinana og sagði: „Sá tími mun koma er þið þráið að hafa mig hjá ykkur, þó ekki sé nema einn dag, en þá verð ég ekki hér.
And he said to the disciples, The days will come, when ye will desire to see one of the days of the Son of man, and will not see it.
23 Ykkur munu berast fréttir um að ég sé kominn aftur og sé hér eða þar. Trúið ekki slíku. Farið ekki að leita mín,
And they will say to you, Lo there! lo here! Go not away, and follow not.
24 því að þegar ég kem, þá verður það engum vafa undirorpið. Það verður jafn augljóst og þegar elding leiftrar um himininn.
For as the lightning, that lighteneth out of one part under heaven, shineth to the other part under heaven, so will the Son of man be in his day.
25 En fyrst verð ég að líða miklar þjáningar og þjóð mín mun hafna mér.
But first he must suffer much, and be rejected by this generation.
26 Þegar ég kem aftur, verður heimurinn jafn sinnulaus um Guð og hann var á dögum Nóa.
And as it was in the days of Noah, so will it be also in the days of the Son of man.
27 Fólk át og drakk og gifti sig allt til þess dags er Nói gekk inn í örkina. Eftir það kom flóðið og tortímdi þeim öllum.
They ate, they drank, they married, they were given in marriage, until the day when Noah entered the ark, and the flood came and destroyed them all.
28 Það mun verða eins og á dögum Lots: Fólk sinnti sínum daglegu störfum, át og drakk, keypti og seldi, ræktaði og byggði
In like manner, as it was in the days of Lot; they ate, they drank, they bought, they sold, they planted, they builded;
29 – allt til þeirrar stundar er Lot yfirgaf Sódómu. Þá rigndi eldi og brennisteini yfir þá af himni og eyddi þeim öllum.
but on the day when Lot went out of Sodom, it rained fire and brimstone from heaven, and destroyed them all.
30 Þannig mun fólk verða önnum kafið við sín daglegu störf er ég kem aftur.
Thus will it be in the day when the Son of man is revealed.
31 Þeir sem úti eru þann dag mega ekki fara inn til að pakka niður. Þeir sem verða við vinnu á ökrum mega ekki heldur fara heim
In that day, let not him who is upon the house-top, and whose furniture is in the house, come down to take it away; and he that is in the field, let him likewise not turn back.
32 – munið hvað kom fyrir konu Lots!
Remember Lot's wife.
33 Sá sem heldur í líf sitt mun glata því, en sá sem fórnar því, mun bjarga því.
Whoever shall seek to save his life will lose it; and whoever shall lose it will preserve it.
34 Þá nótt munu tveir menn sofa í sama rúmi, annar verður tekinn burt en hinn skilinn eftir.
I tell you, In that night there will be two men on one bed; one will be taken, and the other will be left.
35 Tvær konur munu vinna saman að heimilisstörfum, önnur verður tekin, hin skilin eftir. Sama er að segja um þá sem vinna hlið við hlið á ökrunum. Annar verður tekinn, hinn skilinn eftir.“
Two women will be grinding together; one will be taken, and the other left.
37 „Hvar verður hann skilinn eftir?“spurðu lærisveinarnir. „Það verður augljóst þegar að því kemur, “svaraði Jesús, „jafn augljóst og það, að þangað sem hræið liggur munu gammarnir þyrpast.“
And they answering say to him, Where, Lord? And he said to them, Where the body is, there also will the eagles be gathered together.

< Lúkas 17 >