< Lúkas 16 >

1 Jesús sagði lærisveinum sínum eftirfarandi sögu: „Ríkur maður réð til sín framkvæmdastjóra til að annast viðskipti sín. Fljótlega tók að kvisast út að maðurinn væri óheiðarlegur.
Ἔλεγεν δὲ καὶ πρὸς τοὺς μαθητάς· ἄνθρωπός τις ἦν πλούσιος ὃς εἶχεν οἰκονόμον, καὶ οὗτος διεβλήθη αὐτῷ ὡς διασκορπίζων τὰ ὑπάρχοντα αὐτοῦ.
2 Þá kallaði ríki maðurinn hann fyrir sig og sagði: „Er það satt sem ég heyri, að þú stelir frá mér? Viltu gjöra svo vel að koma reglu á bókhaldið og síðan geturðu farið.“
καὶ φωνήσας αὐτὸν εἶπεν αὐτῷ· τί τοῦτο ἀκούω περὶ σοῦ; ἀπόδος τὸν λόγον τῆς οἰκονομίας σου· οὐ γὰρ δύνῃ ἔτι οἰκονομεῖν.
3 Maðurinn hugsaði með sjálfum sér: „Nú, jæja, þá er búið að segja mér upp! Hvað á ég nú að gera? Ég hef ekki þrek til að grafa skurði og er of stoltur til að betla.
εἶπεν δὲ ἐν ἑαυτῷ ὁ οἰκονόμος· τί ποιήσω, ὅτι ὁ κύριός μου ἀφαιρεῖται τὴν οἰκονομίαν ἀπ’ ἐμοῦ; σκάπτειν οὐκ ἰσχύω, ἐπαιτεῖν αἰσχύνομαι.
4 Nú veit ég hvað ég geri til þess að eignast marga vini, sem geta hjálpað mér þegar ég fer héðan.“
ἔγνων τί ποιήσω, ἵνα ὅταν μετασταθῶ ἐκ τῆς οἰκονομίας δέξωνταί με εἰς τοὺς οἴκους ἑαυτῶν.
5 Síðan bauð hann hverjum skuldunaut fyrir sig að koma og ræða um skuldina. Hann spurði þann fyrsta: „Hve mikið skuldar þú atvinnurekanda mínum?“„3.500 lítra af ólífuolíu, “svaraði maðurinn. „Já, rétt er það“sagði framkvæmdastjórinn, „hérna er samningurinn sem þú undirritaðir. En nú skaltu rífa hann og skrifa annan, fyrir helmingnum af þessu magni.“
καὶ προσκαλεσάμενος ἕνα ἕκαστον τῶν χρεοφειλετῶν τοῦ κυρίου ἑαυτοῦ ἔλεγεν τῷ πρώτῳ· πόσον ὀφείλεις τῷ κυρίῳ μου;
6
ὁ δὲ εἶπεν· ἑκατὸν βάτους ἐλαίου. ὁ δὲ εἶπεν αὐτῷ· δέξαι σου τὰ γράμματα καὶ καθίσας ταχέως γράψον πεντήκοντα.
7 „Hve mikið skuldar þú?“spurði hann næsta mann. „1.000 tunnur af hveiti, “var svarið. „Hérna, “sagði hinn, „hirtu samninginn þinn og gerðu nýjan, upp á 800 tunnur.“
ἔπειτα ἑτέρῳ εἶπεν· σὺ δὲ πόσον ὀφείλεις; ὁ δὲ εἶπεν· ἑκατὸν κόρους σίτου. λέγει αὐτῷ· δέξαι σου τὰ γράμματα καὶ γράψον ὀγδοήκοντα.
8 Ríki maðurinn var tilneyddur að dást að þorpara þessum fyrir slægð hans. Satt er það, að guðleysingjarnir eru kænni í viðskiptum sínum við heiminn en hinir trúuðu. (aiōn g165)
καὶ ἐπῄνεσεν ὁ κύριος τὸν οἰκονόμον τῆς ἀδικίας ὅτι φρονίμως ἐποίησεν· ὅτι οἱ υἱοὶ τοῦ αἰῶνος τούτου φρονιμώτεροι ὑπὲρ τοὺς υἱοὺς τοῦ φωτὸς εἰς τὴν γενεὰν τὴν ἑαυτῶν εἰσίν. (aiōn g165)
9 En ég segi ykkur: Notið eigur ykkar til þess að afla ykkur vina, svo að þeir fagni ykkur í eilífðinni, þegar þið verðið að skiljast við þær. (aiōnios g166)
καὶ ἐγὼ ὑμῖν λέγω, ἑαυτοῖς ποιήσατε φίλους ἐκ τοῦ μαμωνᾶ τῆς ἀδικίας, ἵνα ὅταν ἐκλίπῃ δέξωνται ὑμᾶς εἰς τὰς αἰωνίους σκηνάς. (aiōnios g166)
10 Sá sem er trúr í litlu, verður einnig trúr í stóru. Sá sem svindlar í því sem lítið er, mun einnig fara óheiðarlega með það sem meira er.
ὁ πιστὸς ἐν ἐλαχίστῳ καὶ ἐν πολλῷ πιστός ἐστιν, καὶ ὁ ἐν ἐλαχίστῳ ἄδικος καὶ ἐν πολλῷ ἄδικός ἐστιν.
11 Ef ekki er hægt að treysta ykkur í hinu veraldlega, hver mun þá trúa ykkur fyrir hinum miklu auðæfum himnanna?
εἰ οὖν ἐν τῷ ἀδίκῳ μαμωνᾷ πιστοὶ οὐκ ἐγένεσθε, τὸ ἀληθινὸν τίς ὑμῖν πιστεύσει;
12 Ef þið farið illa með fjármuni annarra, hvernig er þá hægt að treysta ykkur fyrir eigin fjármunum?
καὶ εἰ ἐν τῷ ἀλλοτρίῳ πιστοὶ οὐκ ἐγένεσθε, τὸ ὑμέτερον τίς δώσει ὑμῖν;
13 Enginn getur þjónað tveim húsbændum – ekki þið heldur. Þið munuð hata annan en aðhyllast hinn – láta ykkur annt um annan en fyrirlíta hinn. Þið getið ekki gert hvort tveggja í senn, þjónað Guði og peningunum.“
οὐδεὶς οἰκέτης δύναται δυσὶ κυρίοις δουλεύειν· ἢ γὰρ τὸν ἕνα μισήσει καὶ τὸν ἕτερον ἀγαπήσει, ἢ ἑνὸς ἀνθέξεται καὶ τοῦ ἑτέρου καταφρονήσει. οὐ δύνασθε θεῷ δουλεύειν καὶ μαμωνᾷ.
14 Þegar farísearnir heyrðu þetta, hlógu þeir háðslega, því að þeir voru fégjarnir menn.
Ἤκουον δὲ ταῦτα πάντα οἱ Φαρισαῖοι φιλάργυροι ὑπάρχοντες, καὶ ἐξεμυκτήριζον αὐτόν.
15 Jesús sagði því við þá: „Þið gangið um með virðuleika – og helgisvip – en Guð þekkir illsku ykkar. Með framkomu ykkar aflið þið ykkur lýðhylli, en þetta er viðbjóðslegt í augum Guðs.
καὶ εἶπεν αὐτοῖς· ὑμεῖς ἐστε οἱ δικαιοῦντες ἑαυτοὺς ἐνώπιον τῶν ἀνθρώπων, ὁ δὲ θεὸς γινώσκει τὰς καρδίας ὑμῶν· ὅτι τὸ ἐν ἀνθρώποις ὑψηλὸν βδέλυγμα ἐνώπιον τοῦ θεοῦ.
16 Lög Móse og boðskapur spámannanna var ykkur leiðarljós, þar til Jóhannes skírari kom. Hann flutti þær gleðifréttir að guðsríki væri á næsta leiti og fólkið þyrptist að til að komast þangað.
ὁ νόμος καὶ οἱ προφῆται μέχρι Ἰωάννου· ἀπὸ τότε ἡ βασιλεία τοῦ θεοῦ εὐαγγελίζεται καὶ πᾶς εἰς αὐτὴν βιάζεται.
17 Guðs lög hafa þó ekki í hinu minnsta atriði misst kraft sinn, því að þau eru óhagganlegri en himinn og jörð.
εὐκοπώτερον δέ ἐστιν τὸν οὐρανὸν καὶ τὴν γῆν παρελθεῖν ἢ τοῦ νόμου μίαν κεραίαν πεσεῖν.
18 Ef einhver skilur við konu sína, drýgir hann hór og sama er að segja um þann sem kvænist fráskilinni konu.“
πᾶς ὁ ἀπολύων τὴν γυναῖκα αὐτοῦ καὶ γαμῶν ἑτέραν μοιχεύει, καὶ ὁ ἀπολελυμένην ἀπὸ ἀνδρὸς γαμῶν μοιχεύει.
19 Jesús hélt áfram og sagði: „Maður nokkur, ríkur, klæddist dýrindisfatnaði og lifði dag hvern í gleðskap og allsnægtum.
Ἄνθρωπος δέ τις ἦν πλούσιος, καὶ ἐνεδιδύσκετο πορφύραν καὶ βύσσον εὐφραινόμενος καθ’ ἡμέραν λαμπρῶς.
20 Dag einn var sjúkur betlari, Lasarus að nafni, lagður við dyr hans.
πτωχὸς δέ τις ὀνόματι Λάζαρος ἐβέβλητο πρὸς τὸν πυλῶνα αὐτοῦ εἱλκωμένος
21 Þar lá hann og vonaðist eftir leifum af borði ríka mannsins, en hundar komu og sleiktu sár hans.
καὶ ἐπιθυμῶν χορτασθῆναι ἀπὸ τῶν πιπτόντων ἀπὸ τῆς τραπέζης τοῦ πλουσίου· ἀλλὰ καὶ οἱ κύνες ἐρχόμενοι ἐπέλειχον τὰ ἕλκη αὐτοῦ.
22 Að lokum dó betlarinn og englar báru hann til Abrahams. Ríki maðurinn dó einnig, var grafinn
ἐγένετο δὲ ἀποθανεῖν τὸν πτωχὸν καὶ ἀπενεχθῆναι αὐτὸν ὑπὸ τῶν ἀγγέλων εἰς τὸν κόλπον Ἀβραάμ· ἀπέθανεν δὲ καὶ ὁ πλούσιος καὶ ἐτάφη.
23 og fór til heljar. En er hann kvaldist þar, sá hann Lasarus álengdar hjá Abraham. (Hadēs g86)
καὶ ἐν τῷ ᾅδῃ ἐπάρας τοὺς ὀφθαλμοὺς αὐτοῦ, ὑπάρχων ἐν βασάνοις, ὁρᾷ Ἀβραὰμ ἀπὸ μακρόθεν καὶ Λάζαρον ἐν τοῖς κόλποις αὐτοῦ. (Hadēs g86)
24 „Faðir Abraham, “kallaði hann, „miskunnaðu mér! Sendu Lasarus hingað til þess að dýfa fingri í vatn og kæla tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.“
καὶ αὐτὸς φωνήσας εἶπεν· πάτερ Ἀβραάμ, ἐλέησόν με καὶ πέμψον Λάζαρον ἵνα βάψῃ τὸ ἄκρον τοῦ δακτύλου αὐτοῦ ὕδατος καὶ καταψύξῃ τὴν γλῶσσάν μου, ὅτι ὀδυνῶμαι ἐν τῇ φλογὶ ταύτῃ.
25 En Abraham svaraði: „Sonur, mundu að meðan þú lifðir hafðir þú allt sem þú þurftir, en Lasarus var allslaus. Hér huggast hann, en þú kvelst.
εἶπεν δὲ Ἀβραάμ· τέκνον, μνήσθητι ὅτι ἀπέλαβες τὰ ἀγαθά σου ἐν τῇ ζωῇ σου, καὶ Λάζαρος ὁμοίως τὰ κακά· νῦν δὲ ὧδε παρακαλεῖται, σὺ δὲ ὀδυνᾶσαι.
26 Auk þess er mikið djúp okkar á milli og þeir sem vilja komast héðan yfir til þín, geta það ekki og enginn kemst frá ykkur yfir til okkar.“
καὶ ἐν πᾶσι τούτοις μεταξὺ ἡμῶν καὶ ὑμῶν χάσμα μέγα ἐστήρικται, ὅπως οἱ θέλοντες διαβῆναι ἔνθεν πρὸς ὑμᾶς μὴ δύνωνται, μηδὲ οἱ ἐκεῖθεν πρὸς ἡμᾶς διαπερῶσιν.
27 Þá sagði ríki maðurinn: „Ó, faðir Abraham, gerðu þá annað, sendu hann heim til föður míns
εἶπεν δέ· ἐρωτῶ οὖν σε, πάτερ, ἵνα πέμψῃς αὐτὸν εἰς τὸν οἶκον τοῦ πατρός μου·
28 – því að ég á fimm bræður og varaðu þá við þessum kvalastað, svo að þeir lendi ekki hér líka þegar þeir deyja.“
ἔχω γὰρ πέντε ἀδελφούς, ὅπως διαμαρτύρηται αὐτοῖς, ἵνα μὴ καὶ αὐτοὶ ἔλθωσιν εἰς τὸν τόπον τοῦτον τῆς βασάνου.
29 Þá svaraði Abraham: „Þeir hafa Biblíuna, hlýði þeir henni.“
λέγει δὲ αὐτῷ Ἀβραάμ· ἔχουσι Μωϋσέα καὶ τοὺς προφήτας· ἀκουσάτωσαν αὐτῶν.
30 „Nei, faðir Abraham, “svaraði ríki maðurinn. „En ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, þá myndu þeir áreiðanlega snúa sér frá syndum sínum.“
ὁ δὲ εἶπεν· οὐχί, πάτερ Ἀβραάμ, ἀλλ’ ἐάν τις ἀπὸ νεκρῶν πορευθῇ πρὸς αὐτούς, μετανοήσουσιν.
31 En Abraham svaraði: „Ef þeir hlýða ekki orðum Biblíunnar – Móse og spámönnunum – munu þeir ekki heldur láta sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum.““
εἶπεν δὲ αὐτῷ· εἰ Μωϋσέως καὶ τῶν προφητῶν οὐκ ἀκούουσιν, οὐδὲ ἐάν τις ἐκ νεκρῶν ἀναστῇ πεισθήσονται.

< Lúkas 16 >