< Lúkas 14 >

1 Svo bar við á helgidegi er Jesús var gestur á heimili eins höfðingja faríseanna, að þeir höfðu gætur á honum, því að þeir vildu vita hvort hann læknaði mann sem þar var og þjáðist af vatnssótt.
Jésus était entré dans la maison d'un des principaux Pharisiens, pour y prendre un repas; c'était un jour de sabbat. Aussi chacun l'observait-il,
2
car il y avait là, devant lui, un homme hydropique.
3 Jesús sneri sér þá að faríseunum og lögvitringunum og spurði: „Stendur það í lögunum að óheimilt sé að lækna á helgidegi?“
Jésus s'adressa aux légistes et aux Pharisiens. «Est-il permis, oui ou non, de guérir le jour du sabbat?» leur demanda-t-il. Ils gardèrent le silence.
4 Farísearnir svöruðu engu orði. Þá snerti Jesús veika manninn, læknaði hann og lét hann fara.
Alors il toucha de la main l'hydropique, le guérit et le congédia.
5 Síðan sneri hann sér að viðstöddum og sagði: „Segið mér, vinnur enginn ykkar handtak á helgidögum? Segjum svo að kýrin ykkar félli í skurð á helgidegi, hvað mynduð þið gera? Láta hana eiga sig?“
Puis, s'adressant toujours à eux, il dit: «Lequel d'entre vous, si son fils ou son boeuf vient à tomber dans un puits, un jour de sabbat, ne l'en retire aussitôt?»
6 En þeir voru orðlausir og gátu engu svarað.
A cela ils ne surent que répondre.
7 Þegar hann veitti því athygli að gestirnir reyndu allir að ná sér í virðulegustu sætin, sagði hann:
Ayant remarqué que les convives choisissaient les premières places, il leur raconta une parabole:
8 „Reynið ekki að ná í heiðurssætin í brúðkaupsveislunum! Ef að einhver háttsettari en þú kæmi á eftir þér,
«Quand tu seras invité par quelqu'un à des noces, dit-il, ne va pas t'installer à la première place, de peur qu'un personnage plus considérable que toi, se trouvant parmi les invités,
9 þá mundi húsbóndinn leiða hann þangað sem þú sætir og segja við þig: „Leyfðu þessum manni að sitja hér.“Þú yrðir þér til skammar og yrðir að færa þig í autt sæti við neðsta borðið!
celui qui vous a conviés l'un et l'autre ne vienne te dire: «Donne-lui ta place» et que tu n'aies alors la confusion d'aller occuper la dernière place.
10 Sestu heldur fyrst við neðsta borðið og þegar húsbóndinn tekur eftir þér þar, mun hann koma og segja við þig: „Kæri vinur, komdu, við tókum miklu betra sæti frá handa þér.“Þannig mun þér verða sýnd virðing frammi fyrir öllum gestunum.
Tout au contraire, quand tu seras invité, va te mettre à la dernière place, et alors, quand arrivera celui qui t'a invité, il te dira: «Mon ami, monte plus haut.» Ce sera pour toi un honneur devant tous les convives;
11 Sá sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en sá sem lítillækkar sig, hlýtur upphefð.“
car quiconque s'élève lui-même sera abaissé, et quiconque s'abaisse lui-même sera élevé.»
12 Síðan sneri hann sér að húsráðanda og sagði: „Þegar þú býður til veislu, skaltu ekki bjóða vinum þínum, ættingjum eða ríkum nágrönnum, því að þeir munu allir endurgjalda boðið.
Il disait aussi à son hôte: «Quand tu donnes à déjeuner ou à dîner, ne convoque ni tes amis, ni tes frères, ni tes parents, ni tes riches voisins, de crainte qu'ils ne t'invitent à leur tour et ne te rendent ce qu'ils auront reçu de toi.
13 Bjóddu heldur fátækum, bækluðum, lömuðum og blindum.
Tout au contraire, quand tu fais un festin, appelles-y des pauvres, des infirmes, des estropiés, des aveugles.
14 Og í upprisu hinna trúuðu, mun Guð launa þér fyrir að bjóða þeim sem ekki gátu endurgoldið.“
Heureux seras-tu, parce qu'ils n'ont pas de quoi te rendre ce festin; et il te sera rendu à la résurrection des justes.»
15 Þá sagði einn viðstaddra: „Það eru mikil forréttindi að fá að komast inn í guðsríki.“
A ces mots, un des convives lui dit: «Heureux qui sera du banquet dans le Royaume de Dieu!» —
16 Jesús sagði honum þá þessa dæmisögu: „Maður nokkur undirbjó mikla veislu og bauð mörgum.
«Un homme, lui dit Jésus, donna un grand dîner, et y convia beaucoup de monde.
17 Þegar allt var tilbúið sendi hann þjóna sína til að minna boðsgestina á að nú væri stundin komin.
A l'heure du repas, il envoya son serviteur dire aux invités: «Venez, parce que tout est prêt.»
18 En þá fóru allir að afsaka sig. Einn sagði: „Ég er nýbúinn að kaupa jörð og þarf að fara og líta á hana. Ég bið þig að hafa mig afsakaðan.“
Mais tous, comme de concert, commencèrent à s'excuser.
19 Annar sagðist hafa verið að kaupa tíu uxa og nú langaði hann til að reyna þá.
«J'ai acheté un champ, dit le premier, il est de toute nécessité que j'aille le voir. Je t'en prie, tiens-moi pour excusé.» — «J'ai acheté cinq paires de boeufs, dit un autre, et je vais les essayer. Je t'en prie, tiens-moi pour excusé.» —
20 Sá þriðji var nýgiftur og gat því ekki komið.
«J'ai pris femme, dit un autre encore, donc je ne puis venir.»
21 Þjónninn sneri þá heim og flutti húsbónda sínum svörin. Þá reiddist húsbóndinn, sagði honum að fara strax út á götur og torg borgarinnar og bjóða betlurum, fötluðum, lömuðum og blindum að koma.
Le serviteur revint et raconta cela à son maître. Se mettant en colère, le maître de maison dit alors à son serviteur: «Parcours à la hâte les places publiques et les rues de la ville, et amène ici les pauvres, les infirmes, les aveugles, les estropiés.»
22 Það var gert en samt var hægt að bæta við fleirum.
Quand le serviteur lui dit: «Seigneur, on a fait ce que tu as ordonné», et il y a encore de la place,
23 Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: „Farðu nú á göturnar sem liggja út úr bænum og líttu bak við limgerðin og hvettu alla sem þú finnur til að koma, svo að hús mitt verði fullt.
le maître lui répondit: «Va dans les chemins et le long des haies et contrains les gens d'entrer, afin que ma maison soit pleine.
24 Enginn þeirra sem ég bauð í fyrstu skal fá að smakka á því sem ég ætlaði þeim.““
Je vous le déclare, en effet, aucun de ces hommes qui étaient «les invités» ne prendra part à mon festin.»
25 Mikill mannfjöldi fylgdi Jesú. Hann sneri sér að fólkinu og ávarpaði það:
Il était suivi de foules immenses; il se tourna vers elles et leur dit:
26 „Sá sem vill fylgja mér, verður að elska mig meira en föður sinn og móður, meira en konu sína og börn, bræður eða systur. Já, meira en sitt eigið líf, annars getur hann ekki verið lærisveinn minn.
«Si quelqu'un vient à moi et ne hait pas et son père et sa mère, et sa femme et ses enfants, et ses frères et ses soeurs, plus encore: sa propre vie, il ne peut être mon disciple.»
27 Enginn getur verið lærisveinn minn nema hann beri sinn eigin kross og fylgi mér eftir.
«Celui qui ne porte pas sa croix, et ne marche pas à ma suite, ne peut être mon disciple.»
28 En takið þó ekki ákvörðun um að fylgja mér, fyrr en þið hafið gert ykkur grein fyrir hvað það kostar ykkur. Hver haldið þið að byrji á húsbyggingu án þess að reikna fyrst út kostnaðinn, til að sjá hvort hann hafi nægilegt fé?
«Quel est celui d'entre vous qui, voulant bâtir une tour, ne réfléchisse d'abord, ne calcule la dépense, ne voie s'il a de quoi l'achever?
29 Ef hann gerði það ekki, gæti svo farið að hann yrði peningalaus þegar grunnurinn væri búinn. Þá myndu menn gera gys að honum
Il craindrait, après avoir jeté les fondements, de ne pouvoir achever. Tous ceux qui verraient cela se moqueraient de lui.
30 og segja: „Þarna er maðurinn sem fór að byggja en gat ekki lokið við það vegna peningaleysis.“
«Le voilà, diraient-ils, l'homme qui a commencé à bâtir et quia été dans l'impossibilité d'achever!»
31 Og hvaða konungur haldið þið að léti sig dreyma um að fara í stríð án þess að setjast fyrst niður, ásamt ráðgjöfum sínum, til að ræða um hvort hann geti yfirbugað 20.000 manna óvinalið með 10.000 mönnum?
«Quel est encore le roi, sur le point de faire la guerre à un autre roi, qui ne réfléchisse d'abord, qui n'examine s'il est capable, avec dix mille hommes, de marcher à la rencontre de celui qui s'avance sur lui avec vingt mille?
32 Ef niðurstaðan yrði neikvæð, mundi hann senda samninganefnd til óvinanna til að ræða friðarskilmála.
S'il en est incapable, alors que l'ennemi est encore loin, il lui envoie une ambassade avec des propositions de paix.»
33 Af þessu sjáið þið að enginn getur orðið lærisveinn minn nema hann vilji hafna öllu öðru mín vegna.
«Ainsi donc, quiconque ne renonce pas à tout ce qu'il possède ne peut être mon disciple.»
34 Hvaða gagn er í salti sem misst hefur seltuna?
«Le sel est bon; mais si le sel s'affadit, avec quoi lui rendra-t-on sa saveur?
35 Bragðlaust salt er einskis virði, það dugar ekki einu sinni í áburð. Það er ónýtt og til þess eins að fleygja því. Ef þið skiljið þetta, þá hugleiðið það vel.“
Il n'est plus propre à rien, ni pour la terre, ni pour le fumier. On le jette dehors. Que celui qui a des oreilles pour entendre, entende.»

< Lúkas 14 >