< Lúkas 14 >

1 Svo bar við á helgidegi er Jesús var gestur á heimili eins höfðingja faríseanna, að þeir höfðu gætur á honum, því að þeir vildu vita hvort hann læknaði mann sem þar var og þjáðist af vatnssótt.
And it came to pass, when he went into the house of one of the rulers of the Pharisees on a sabbath to eat bread, that they were watching him.
2
And behold, there was before him a certain man which had the dropsy.
3 Jesús sneri sér þá að faríseunum og lögvitringunum og spurði: „Stendur það í lögunum að óheimilt sé að lækna á helgidegi?“
And Jesus answering spake unto the lawyers and Pharisees, saying, Is it lawful to heal on the sabbath, or not?
4 Farísearnir svöruðu engu orði. Þá snerti Jesús veika manninn, læknaði hann og lét hann fara.
But they held their peace. And he took him, and healed him, and let him go.
5 Síðan sneri hann sér að viðstöddum og sagði: „Segið mér, vinnur enginn ykkar handtak á helgidögum? Segjum svo að kýrin ykkar félli í skurð á helgidegi, hvað mynduð þið gera? Láta hana eiga sig?“
And he said unto them, Which of you shall have an ass or an ox fallen into a well, and will not straightway draw him up on a sabbath day?
6 En þeir voru orðlausir og gátu engu svarað.
And they could not answer again unto these things.
7 Þegar hann veitti því athygli að gestirnir reyndu allir að ná sér í virðulegustu sætin, sagði hann:
And he spake a parable unto those which were bidden, when he marked how they chose out the chief seats; saying unto them,
8 „Reynið ekki að ná í heiðurssætin í brúðkaupsveislunum! Ef að einhver háttsettari en þú kæmi á eftir þér,
When thou art bidden of any man to a marriage feast, sit not down in the chief seat; lest haply a more honourable man than thou be bidden of him,
9 þá mundi húsbóndinn leiða hann þangað sem þú sætir og segja við þig: „Leyfðu þessum manni að sitja hér.“Þú yrðir þér til skammar og yrðir að færa þig í autt sæti við neðsta borðið!
and he that bade thee and him shall come and say to thee, Give this man place; and then thou shalt begin with shame to take the lowest place.
10 Sestu heldur fyrst við neðsta borðið og þegar húsbóndinn tekur eftir þér þar, mun hann koma og segja við þig: „Kæri vinur, komdu, við tókum miklu betra sæti frá handa þér.“Þannig mun þér verða sýnd virðing frammi fyrir öllum gestunum.
But when thou art bidden, go and sit down in the lowest place; that when he that hath bidden thee cometh, he may say to thee, Friend, go up higher: then shalt thou have glory in the presence of all that sit at meat with thee.
11 Sá sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en sá sem lítillækkar sig, hlýtur upphefð.“
For every one that exalteth himself shall be humbled; and he that humbleth himself shall be exalted.
12 Síðan sneri hann sér að húsráðanda og sagði: „Þegar þú býður til veislu, skaltu ekki bjóða vinum þínum, ættingjum eða ríkum nágrönnum, því að þeir munu allir endurgjalda boðið.
And he said to him also that had bidden him, When thou makest a dinner or a supper, call not thy friends, nor thy brethren, nor thy kinsmen, nor rich neighbours; lest haply they also bid thee again, and a recompense be made thee.
13 Bjóddu heldur fátækum, bækluðum, lömuðum og blindum.
But when thou makest a feast, bid the poor, the maimed, the lame, the blind:
14 Og í upprisu hinna trúuðu, mun Guð launa þér fyrir að bjóða þeim sem ekki gátu endurgoldið.“
and thou shalt be blessed; because they have not [wherewith] to recompense thee: for thou shalt be recompensed in the resurrection of the just.
15 Þá sagði einn viðstaddra: „Það eru mikil forréttindi að fá að komast inn í guðsríki.“
And when one of them that sat at meat with him heard these things, he said unto him, Blessed is he that shall eat bread in the kingdom of God.
16 Jesús sagði honum þá þessa dæmisögu: „Maður nokkur undirbjó mikla veislu og bauð mörgum.
But he said unto him, A certain man made a great supper; and he bade many:
17 Þegar allt var tilbúið sendi hann þjóna sína til að minna boðsgestina á að nú væri stundin komin.
and he sent forth his servant at supper time to say to them that were bidden, Come; for [all] things are now ready.
18 En þá fóru allir að afsaka sig. Einn sagði: „Ég er nýbúinn að kaupa jörð og þarf að fara og líta á hana. Ég bið þig að hafa mig afsakaðan.“
And they all with one [consent] began to make excuse. The first said unto him, I have bought a field, and I must needs go out and see it: I pray thee have me excused.
19 Annar sagðist hafa verið að kaupa tíu uxa og nú langaði hann til að reyna þá.
And another said, I have bought five yoke of oxen, and I go to prove them: I pray thee have me excused.
20 Sá þriðji var nýgiftur og gat því ekki komið.
And another said, I have married a wife, and therefore I cannot come.
21 Þjónninn sneri þá heim og flutti húsbónda sínum svörin. Þá reiddist húsbóndinn, sagði honum að fara strax út á götur og torg borgarinnar og bjóða betlurum, fötluðum, lömuðum og blindum að koma.
And the servant came, and told his lord these things. Then the master of the house being angry said to his servant, Go out quickly into the streets and lanes of the city, and bring in hither the poor and maimed and blind and lame.
22 Það var gert en samt var hægt að bæta við fleirum.
And the servant said, Lord, what thou didst command is done, and yet there is room.
23 Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: „Farðu nú á göturnar sem liggja út úr bænum og líttu bak við limgerðin og hvettu alla sem þú finnur til að koma, svo að hús mitt verði fullt.
And the lord said unto the servant, Go out into the highways and hedges, and constrain [them] to come in, that my house may be filled.
24 Enginn þeirra sem ég bauð í fyrstu skal fá að smakka á því sem ég ætlaði þeim.““
For I say unto you, that none of those men which were bidden shall taste of my supper.
25 Mikill mannfjöldi fylgdi Jesú. Hann sneri sér að fólkinu og ávarpaði það:
Now there went with him great multitudes: and he turned, and said unto them,
26 „Sá sem vill fylgja mér, verður að elska mig meira en föður sinn og móður, meira en konu sína og börn, bræður eða systur. Já, meira en sitt eigið líf, annars getur hann ekki verið lærisveinn minn.
If any man cometh unto me, and hateth not his own father, and mother, and wife, and children, and brethren, and sisters, yea, and his own life also, he cannot be my disciple.
27 Enginn getur verið lærisveinn minn nema hann beri sinn eigin kross og fylgi mér eftir.
Whosoever doth not bear his own cross, and come after me, cannot be my disciple.
28 En takið þó ekki ákvörðun um að fylgja mér, fyrr en þið hafið gert ykkur grein fyrir hvað það kostar ykkur. Hver haldið þið að byrji á húsbyggingu án þess að reikna fyrst út kostnaðinn, til að sjá hvort hann hafi nægilegt fé?
For which of you, desiring to build a tower, doth not first sit down and count the cost, whether he have [wherewith] to complete it?
29 Ef hann gerði það ekki, gæti svo farið að hann yrði peningalaus þegar grunnurinn væri búinn. Þá myndu menn gera gys að honum
Lest haply, when he hath laid a foundation, and is not able to finish, all that behold begin to mock him,
30 og segja: „Þarna er maðurinn sem fór að byggja en gat ekki lokið við það vegna peningaleysis.“
saying, This man began to build, and was not able to finish.
31 Og hvaða konungur haldið þið að léti sig dreyma um að fara í stríð án þess að setjast fyrst niður, ásamt ráðgjöfum sínum, til að ræða um hvort hann geti yfirbugað 20.000 manna óvinalið með 10.000 mönnum?
Or what king, as he goeth to encounter another king in war, will not sit down first and take counsel whether he is able with ten thousand to meet him that cometh against him with twenty thousand?
32 Ef niðurstaðan yrði neikvæð, mundi hann senda samninganefnd til óvinanna til að ræða friðarskilmála.
Or else, while the other is yet a great way off, he sendeth an ambassage, and asketh conditions of peace.
33 Af þessu sjáið þið að enginn getur orðið lærisveinn minn nema hann vilji hafna öllu öðru mín vegna.
So therefore whosoever he be of you that renounceth not all that he hath, he cannot be my disciple.
34 Hvaða gagn er í salti sem misst hefur seltuna?
Salt therefore is good: but if even the salt have lost its savour, wherewith shall it be seasoned?
35 Bragðlaust salt er einskis virði, það dugar ekki einu sinni í áburð. Það er ónýtt og til þess eins að fleygja því. Ef þið skiljið þetta, þá hugleiðið það vel.“
It is fit neither for the land nor for the dunghill: [men] cast it out. He that hath ears to hear, let him hear.

< Lúkas 14 >